Reginn


Reginn - 30.07.1941, Síða 2

Reginn - 30.07.1941, Síða 2
2 REGiNN bíða einn dag. Annar hásetinn notar þennan dag til að skriía bréf heim til sín á Sjómannaheirnilinu, lesa nýjustu dagblöð og einhverja góða bók, sem hann hefur áhuga fyrir, eða tefla skák við kunningja. sinn. Að kvöldinu hlustar hann á útvarp yfir kaffibolla sínum. Svo fer hann niður í skip á venjulegum háttatíma, hress í anda eftir hvíld- ina. Hinn kaupir sér áfengi og drekkur sig fullan. Fer síðan á kaffihús og svallar þar Iengi nætur. Kemur niður í skip undir morguninn drukkinn og illa til reika. Hvor þessara manna verður nú betur fyrir kallaður, þegar vinnan byrjar að morgni? Hvor þeirra hefur farið hyggilegar með tóm- stundir sínar? Hvor hefur farið betur með fé sitt? Eg held að enginn sé í minnsta vafa við þeim spurningum. Það hefur oft verið sagt síðan núverandi stórveldastríð braust út, að sjómennirnir séu hermenn ís- lands. Nú dettur mér ekki í hug að fara að gera upp milli stétta og dæma um, hver þeirra sé þýðingarmest eða skjalla sjómenn- ina á nokkurn hátt. En þó held eg, að þetta megi til sannsvegar færa. Sjómennirnir draga í þjóðar- búíð mest af þeim verðmætum, sem flutt erú úr landi, og þeir halda uppi millilandasiglingum, sem eru þjóðinni lífsnauðsyn. Á síðustu tímum hefir verið höggvið skarð í okkar litla siglingaflota, bæði af óstjórnlegum hamförum náttúrunnar, og beint af völdum stríðsins. Sjómennirnir hafa tekið þessum hættum með kjarki og karlmennsku. Þess vegna finnst mér ástæða til að minna á það hér, að sjómanninum, sem er hetja á hafinu, er ekki samboðið að falla fyrir lágum hvötum, þegar hann stígur fæti á land, og á að ráð- stafa tíma sínum sjálfur. Það er hættulegt, ef einhver stétt van- metur sjálfa sig. Það þarf að vera hugsjón hverrar stéttar að vera fyrirmynd í allri menningu. Hver skipshöfn er lítið heimili og það á að vera metnaður hennar, að ekki sé hægt að bera henni á brýn svall og ómenningu. Þessvegna eru sjómannaheimilin nauðsynlegar stofnanir. Sjómennirnir eiga það skilið að geta vikið að einhverjum sæmilegum stað, þegar þeir koma að landi. Um lokun Afengisverzlunai ríkisins. Atkvæðagreiðsla'á Alþingi. Þareð rétt er, að kjósendur fái að fylgjast með, hvernig alþingis- menn greiða atkvæði um svo þjóð- nauðsynlegtmál, semlokun Áfengis- verzlunarinnar er, meðan erlendur her dvelur í landinu, sendi eg blaðinu þessar upplýsingar, sam- kvæmt þingskjali og fundarbók Alþingis. Á nýafstöðnu aukaþingi fluttu fjórir alþingismenn, sinn úr hverjum stjórnmálaflokki, þeir Pétur Otte- sen, Ingvar Pálmason, Finnur Jóns- son og Þorsteinn Briem, svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar um áfengismál: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina: 1. Að loka áfengisverzlunum ríkis- ins, meðan erlent setulið dvelur í landinu. 2. Að vinna að því við stjórnir þeirra ríkja, sem herlið er komið frá hingað til lands, að þær láti ekki herliðið fá áfengi né aðstöðu til að afla þess, meðan liðið dvelur hér á landi. Tillagan var flutt í sameinuðu Alþingi. Neitaö var að taka málið til meðferðar á þinginu með 19 at- kvæðum gegn 16, að viðhöfðu nafnakalli. (Hlutur Ólafs Thors kom upp, til að greiða fyrstur atkvæði um málið, en forseti greiðir síðastur atkvæði). Með því að taka málið á dag- skrá greiddu atkvæði: Pétur Otte- sen, Sigurjón Á. Ólafsson, Svein- Reynslan hefur sýnt að Sjó- manna- og gestaheimili Siglu- fjarðar er nauðsynleg stofnun, og vonandi á það eftir að vaxa, svo að það geti veitt gestum sínum marg- háttaða aðstoð, sem það er ekki fært um ennþá t. d. gistingu, mat- sölu o. fl. En til þess að svo megi verða þarf samtök og stuðning allra þeirra, sem njóta að einhverju leyti þeirra hlunninda, sem heim- ilið hefur að bjóða. Eiríkur Sigurðsson. björn Högnason, Þorsteinn Briem, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Bjarna- son, Bjarni Snæbjörnsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Eiríkur Einarsson, Finnur, Jónsson, Ingvar Pálmason, Isleifur Högnason, Jóhannes úr Kötlum, Jón ívarsson, Jörundur Brynjólfsson og Haraldur Guð- mundsson. Nei sögðu: Ólafur Thors, Páll Hermansson, Páll Zophónías- son, Sigurður Hlíðar, Sigurður Kristjánsson, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Steinþórsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Bern- harð Stefánsson, Bjarni Ásgeirs- son, Einar Árnason, Garðar Þorst- einsson, Helgi Jónasson, Héðinn Valdimarsson, Jóhann G. Möller, Jón Pálmason, Magnús Gíslason, og Magnús Jónsson. Þessir 7 greiddu ekki atkvæði: Pálmi Hannesson, Stefán Stefáns- son, Emil Jónsson, Gísli Sveinsson, Hermann Jónasson, Jakob Möller, og Jóhann Jósefsson. (Fjórir þingmenn voru ekki á aukafundinum og tveir fjarstaddir vegna lasleika). Þessi atkvæðagreiðsla talar sínu máli. Guðmundur R. Ólafsson úr Grindavík. Bókasafn Sjómanna- heimilisins. Á s.l. surnri safnaðist nokkurt fé meðal sjómanna, til þess að koma upp bókasafni fyrir Sjómanna- heimilið, því margir, sem þangað komu, fundu mjög til þess, að ekki væri neinn bókakostur, þó að flest dagblöð og tímarit lægju þar frammi. Nú hefir verið bætt úr þessu og komið upp vísi að bókasafni fyrir heimilið, er telur um 500 bindi, og verða bækurnar til afnota fyrir gesti heimilisins. Bækurnar hafaverið valdar þannig, að þær gætu orðið bæði til fróðleiks og skemmtunar. Eru í safninu all-

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.