Reginn


Reginn - 19.04.1942, Side 1

Reginn - 19.04.1942, Side 1
BLAD TE MPLARA I SIGLTJFIRÐI 5. árgangur Siglufirði, 19. april 1942 3. tölublað Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var háð á Akureyri, dagana 11. og 12, apríl s. I. Á þinginu mættu 17 fulltrúar frá 7 stúkum og auk þess nokkrir aðrir templarar. Umdæmistemplar Stefán Ág. Kristjánsson skýrði frá störfum framkvæmdanefndar á árinu og út- breiðslustarfinu í umdæminu. í umdæminu eru nú starfandi 7 um- dæmisstúkur og ein ungmenna- stúka með samtals 815 félögum og 13 barnastúkur með samtals 1248 ungtemplurum. Hala þrjár af þessum barnastúluun verið stofnaðar á árinu. Eftirtaldir félagar vo u kosnir í framkvæmdanefnd fyrir næsta ár: U. Templ. Stefán Ág. Kristjánsson ' U. Kansl. Hannes J. Magnússon U. Vt. Þórhildur Hjaltalín U. Rit. Eiríkur Sigurðsson U. G. Ólafur Daníelsson F. U. I. T. Snorri Sigfússon U. Kap. Bjarni Halldórsson U. G. U. Marínó L. Stefánsson U. G. L. Pétur Björnsson U. G. F. Helgi Steinarr U. Skr. Jón Kristinsson Mælt var með Bjarna Hjaltalín sem umboðsmanni Stórtemplars. Fulltrúar á Stórstúkuþing voru kosnir: Stefán Ág. Kristjánsson Pétur Björnsson Varafulltrúar: Hannes J. Magnússon Tryggvi Kristinsson. Á þinginu var tveimur fulltrúum veitt umdæmisstúkustigið. Þá var samþykkt að gera Sigurgeir Jóns- son, söngkennara, að heiðurs- félaga Umdæmisstúkunnar, í til- efni af 75 ára afmæli hans ívetur, og hinu ágæta og langa starfi hans í þágu Reglunnar. Á þinginu voru samþykktar eftirfarandi tillögur og ályktanir: Tillögur útbreiðsliiuefndar uorið 1942. 1. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 5 haldið á Akureyri 11. og 12. apríl 1942 felur framkvæmda- nefnd umdæmisstúkunnar að gangast fyrir eins dags bind- indismannamóti í júnímánuði n. k., þar sem hún telur bezt henta. Jafnframt felur þingið henni að . bjóða til þátttöku þeim stúkuin og félögum, hér í nágrenni, sem líkindi eru til að geti sótt það mót. 2. Vorþing umdæmisstúkunnar fel- ur framkvæmdanefndinni að láta rannsaka möguleika á því að taka saman stutt ágrip af sögu reglunnar hér norðanlands, og ef hún telur slíkt tiltækilegt, þá felur þingið henni að hefja undirbúning að slíkri útgáfu, svo að ritið verði fullbúið á 60 ára afmæli Reglunnar veturínn 1944. 3. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 5, þakkar siglfirzkum templur- um fyrir það þjóðnytjaverk, sem þeir vinna með rekstri Sjó- mannaheimilisins og útgáfu blaðsins Regins. 4. Með þvi að útbreiðslustarfið í umdæminu hlýtur alltaf, að lang mastu leyti að vera í hönd- um framkvæmdanefndar um- dæmisstúkunnar, á meðan nú- verandi skipulag helzt, sér þing- ið ekki ástæðu til að gjöra neinar samþykktir þar um. En hins vegar vill það leggja ríka áherzlu á, að nú á þessum upplausnar og alvörutímum, verði allt kapp lagt á að byggja upp regluna innan frá, og gjöra hana siðferðislega sterka og heilhuga. Beinir það þvi þeirri . ósk til framkvæmdanefndarinn- ar og allra stúkna í umdæminu, að allt verði gjört, sem í þeirra valdi stendur til að efla Regluna á þennan hátt, jafnframt sem unnið sé ötullega að því, að fjölga félögum hennar. 5. Vorþing umdæmisstúkunnar felur framkvæmdanefndinni að athuga, hvort ekki mætti afla einhvers fjár, t. d. í barna- heimijissjóð Reglunnar eða ein- hvers annars menningarfyrir- tækis, og jafnframt vinna að bindindisútbreiðslu á óbeinan hátt, með því að gefa út eitt- hvað af erindum þeim, sem flutt hafa verið á útbreiðslu- fundum Reglunnar hér, eða í sambandi við umdæmisstúku- þingin s. 1. 10 ár. 6. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 5 lýsir ánægju sinni yfir fram- komnu frumvarpi á Alþingi, um stofnun drykkjumannahælis, og væntir þess, að það verði sam- þykkt. 7. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 5 fer fram á, að næsta Stór^ stúkuþing veiti umdæmisstúk- unni nr. 5 1500.00 kr. styrk til útbreiðslumála i umdæminu á næsta starfsári. Akureyri 11. apríl 1942 Hannes J. Magnússon Bjarni Halldórsson Tillögur löggœzlunefndar. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 skorar á Alþing og ríkisstjórn að

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.