Reginn - 19.04.1942, Qupperneq 3
R E G I N N
„Ástkœra, ylhýra málid“
(Framhald).
II.
Egvil núhverfa aðþeirri málfars-
breytingu, sem einna athygliverðust
er og algengust, en það er fráhvarf
frá nefnifalli og þolfalli til þágu-
falls. Hef eg leyft mér að nefna
þetta fyrirbrigði: þágufallssýkina
Menn segja: honum langar,
henni langar,, þeim langar, í stað
þess að segja bet: hatui langar,
hana langar, þá langar. (Einhvern
langar, ekki einhverjum langar).
Sagt er: henni klæðir vel svart
(eða hvítt), í stað: hana klæðir vel
svart (eða hvítt). (Bezt fer á að
nota ekki sögnina klæða í þessu
sambandi, það er dönsku-skotin
íslenzka! í stað þess mætti t. d.
segja: henni fer vel svart (eða
hvítt) o. s. frv.)
Oft heyrist sagt: mér dreymdi,
í stað: mig dreymdi, (einhvern
dreymdi, ekki einhverjum dreymdi)
míg hlakkar til, í stað eg hlakka
til; okkur hlakkar til, í stað uið
hlökkum til, (maðurinn hlakkar til,
ekki manninn eða manninum
hlakkar til).
Þá tala menn um að pakka ein-
hverju inn, í stað þess að pakka
eitthvað inn. >Á eg ekki að pakka
þessu inn fyrir yður, í stað »Á
eg ekki að pakka þetta inn fyrir
yður«, einnig tala menn um að
pakka honum inn, í stað pakka
hatin inn, pakka henni inn, í stað
pakka hana inn, allt í þágufalli í
stað þolfails. Þá er sagt, að nú
þurfi að vökva blómunum, vökva
görðunum, í stað þess að segja:
að vökva blómin, vökva garðana,
m. ö. oiðum: vökva eitthvað, ekki
vöka einhverju. Menn tala og um
að framlengja einhverju, í stað
þess að framlengja eittlivað, t. d.
framlengja víxlinum, í stað þess
að framlengja víxillinn. (Framlengja
einhvern hlut, ekki framlengja ein-
hverjum hlut). í einu Reykjavíkur-
blaðanna var sagt frá urslitakapp-
leiknum milli K. R. og Vals. Var
þá m. a. komizt svo að orði:
•Fleiri mörkum var ekki skorað«,
í stað: Fleiri mörk voru ekki skor-
uð. (Skora það, markið, ekki að
skora því, markini^).
Ýmsir munu ef til villl ætla,
að það séu aðeins fáeinir svo-
nefndir almúgamenn, sem haga
svo málfari sínu, er hér hefur
verið frá skýrt, en svo er ekki.
Menntamenn vorir eru margir á
sömu braut.
Eg skal t. d. nefna, að í erindi,
er einn lærdómsmaður flutti, komst
hann svo að orði, að sólböð og
íþróttir hefðu mikil hollustuáhrif á
líkamanum, m. ö. orðum: hann
talar um að hafa áhrif á einhverju,
í stað þess að hafa áhrif á eitt-
hvað.
Ágætur íslenzkumaður skrifar í
greín einni að flokka þeim saman
m. ö. orðum hann lætur sögnina
flokka taka með sér þágufall i stað
þolfalls, talar um að flokka ein-
hverju, í stað þess að flokka eitt-
hvað.
Þá ætti fólk að tala um að flokka-
fiskinum, flokka ullinni, o. s. frv.
Fyrir svo sem tug ára mundi eng-
um íslenzkumanni hafi dottið þetta
í hug.
Menn hafa látið Svo ummælt, að
Útvarpið sé einskonar spegílmynd
af menningarástandi þjóðarinnar.
Eg hygg að þetta sé i aðalatriðum
alveg rétt. Málfarsbreyting þessi
— þágufallssýkin — hefur einnig
heyrzt í útvarpinu, sem vonlegt er.
Þar hefur verið sagt: honum var
borinn þungum sökum, í stað:
hann var borinn þnngum sökum.
Þar hefur einnig heyrzt: þessum
samningum var öllum framlengt
í stað: þessir samningar voru allir
framlengdir.
Þar hefur svohljóðandi frásögn
verið lesin: »Sagt er, að búið sé
að svipta 38 þýzkum mönnum,
þýzkum borgararétti«, í stað: sagt
er, að búið sé að svipta 38 þýzka
menn þýzkum borgararétti; (svipta
einhvern einhverju, en ekki svipta
einhverjum einhverju). Mörg fleiri
dæmi mætti nefna, en þessi verða
að nægja. Sýna þau öll greinilega,
hvert stefnir í þessum efnum. Og
víst er, að fyrír nokkrum árum
mundi mjögfáum, (a. m. k. mennta-
mönnum), hafa komið til hugar að
láta allar þær sagnir, er eg, í
undanförnum dæmum, hef nefnt,
taka með sér þágufall. Þetta er og
brot á þeirri reglu, er hingað til
hefur ríkt í íslenzkri tungu, að
þegar sögn tekur andlag í þolfalli,
þá breytist andlagið ávallt i frum-
lag í þolmynd, t. d. (germynd):
5
R E G I N N
ÚTGEFANDI: ST. FRAMSÓKN nr. 187.
ÚT KOMA 12 BLOÐ Á ÁRI
ÁRG. KOSTAR KR. 2,00
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
FRIÐRIK HJARTAR.
Afgreiðsiumaður:
PÉTUR BJORNSSON.
Auglýsingastjóri:
JÓN KJARTANSSON.
Siglufjarðarprentsmiðja.
Kaupendur Regins i Reykjavík
eru vinsamlega beðnlr að greiða
blaðið til Jóh. Ögm. Oddssonar,
Kirkjuhvoli, Reykjavik.
Hann framlengdi víxilinn; (þolmynd)
víxillinn var framlengdur; (germ.):
Árni flokkaði ullina; (þolm.): ullin
var flokkuð (af Árna); (germ.):
Guðrún vökvaði blómin; (þolmynd):
blómin voru vökvuð.
En þegar sögn tekur andlag í
þágufalli, þá verður setningin frum-
lagslaus, t. d.: Hann fleygðí rusl-
inu út, — ruslinu var fleygt út;
hann ýtti bátnum úr vör; — bátn-
um var ýtt úr vör; — konungur
fylkti liðinu; — liðinu var fylkt. —
Eg tel mig nú hafa fært að því
nokkur rök, að þessi málfarsbreyt-
ing, fráhvarfið frá nefnifalli og
þolfalli til þágufalls, sé orðin býsna
almenn. Eg tel víst, að allir muni
sjá (og heyra), að hún setur nýjan
svip á mál vort, og hann eigi
óverulegan. Sumir kunna að segja,
að málfarsbreyting þessi sé eðlileg
þróun málsins. Eg skal engan
dóm leggja á það. En breytingin
er staðreynd, og mér viröist hún
athygliverð. Eg skora á mennta-
menn vora að láta álitt sitt í ljós
um hana.
Eg er aðeins leikmaður í þess-
um efnum og hef enga aðstöðu til
að dæma um þessa hluti. En eg
vona, að sem flestir vilji, að haml-
að sé á móti breytingu þessari og
reynt að tefja fyrir henni.
Árið 1935 flutti eg erindi í út-
varpið um þessi efni. Mun það
vera fyrsta erindið, er gerði »þágu-
fallssýkina« að umtalsefni. Árinu
áður (1934), átti eg tal við pró-
fessor Sigurð Nordal um þetta mál.
Taldi hann rétt, að reynt væri að
tefja fyrir þessari breytingu og
rökstuddi þá skoðun sína vel og
skarplega, svo sem vænta mátti.
Síðan hef eg rætt þetta við hinn