Reginn - 28.05.1943, Page 1
6. árgangur. Siglufiröi, 28. maí 1943.
3.—4. tbl.
ÁRNI ÖLA, blaðamaður:
Hvað er Góðtemplarareglan?
Þorra manna hér á landi mun
vera með ölu ókunnugt um, hver
er skipulagsgrundvöllur Góðtempl-
arareglunnar. Þess vegna er hún
misskilin og starfsemi hennar van-
metin.
Þegar talað er um Regluna út í
frá og starfsemi hennar, mun að
öllum jafnaði eingöngu átt við
starfsemi undirstúkná, lægstu
deildanna í Reglunni, sem aðeins
hafa með höndum brautryðjenda-
starfið. En Reglan er annað og
meira en undirstúkur. Hún hefur
sínar æðri deildir. héraðsdeildir
(þingstúkur), f jórðungsdeildir
(umdæmisstúkur), og allsherjar-
deild (stórstúku), sem vinna hver
á sínu sviði og að sérstökum áhuga
málum.
Starfsvið undirstúkna er það, að
fá sem allra flesta til að gerast
bindindismenn og vinna að út-
breiðslu bindindis á skipulagsbund
inn hátt. Og þegar menn hafa sýnt
það með starfi sínu í undirstúkun-
um, að þeir eru öruggir bindindis-
menn, þá 6r þeim trúað fyrir
meiru, trúað fyrir því að vinna að
öðrum áhugamálum Reglunnar, en
það eru öll mannúðar- og menn-
ingarmál, hverju nafni sem nefn-
ast. Reglan lítur sem sé svo á, að
höfuðskilyrðið til þess að geta ver-
ið góður þegn og þarfur maður í
þjóðfélaginu, sé það, að vera bind-
indismaður. Þess vegna er bind-
indi fyrsta skilyrði til þess, að geta
orðið Góðtemplar. En það er ekki
markmið Reglunnar. Það er aðeins
fyrsti áfanginn á leiðinni að mark-
miðinu. En markmiðið er að efla
menningu, samheídni, að skapa
heilbrigðan hugsunarhátt í vanda-
málum, en orku og áhuga í þarfir
hugsjónamála.
Ekkert framfaramál þjóðarinn-
ar telur Reglan sér óviðkomandi.
Hún teiur sér skylt að leggja þeim
öllum lið eftir beztu getu. En þótt
lítið liggi eftir hana af sýnilegum
framkvæmdum, þá stafar það ekki
af skorti á vilja, heldur stafar það
af fjárhagslegum vanmætti. Upp
af starfi Reglunnar hefur þó
sprotið ýmislegt, er til framfara
og menningar horfir. Það er t. d.
félög eins og Glímufél. Ármann,
Leikfélag Reykjavíkur, Sjúkra-
samlagið og Dýraverndunarfélagið
Elliheimilið í Reykjavík er ávöxt-
ur af starfi Templara. Og margt |
.... Eg veit, að þið hafið öll
mikinn hug á að geta farið í fulln-
aðarprófsferð í sumar. Er það að
vonum, og þess að vænta, að úr
rætist á einhvern hátt í þeim efn-
um, þótt nú blási eigi byrlega.
Ferðalög eru góð skemmtun og
holl. Þau eru menntandi á marga
vegu og geta skilið eftir minning-
ar, sem hvorki mölur né ryð fær
grandað. —
En til þess að svo megi verða,
þurfa þátttakendur fararinnar að
vera góðir samferðamenn, hjálp-
fleira mætti telja. Nú hefur Regl-
an ýmislegt með höndum: Sumar-
heimili barna norðan lands og
sunnan lands, Sjómannaheimili í
Siglufirði, drykkjumannahæli hér
syðra og skógrækt að Jaðri vio
Elliðavatn.
Svo fjölþætt og margbrotín
starfsemi sýnir það, að Reglan
kemur víða við. Þess vegna er það
mjög eðlilegt, að hún vilji taka
höndum saman við önnur menn-
ingarfélög hér á landi, þar sem
hún hefur sameiginleg áhugamál
með þeim öllum.
Fyrir slíkri samvinnu hefur rof-
að fyrr en nú. Eg vona, að árang-
ur hennar verði skjótt sá, að allir
aðilar telji sér það fyrir beztu að
samvinnan standi sem lengst. Þá
mun áhuginn aukast, þá mun
kjarkur þróast og trú á sigur
góðra rnálefna.
1943).
fúsir, prúðir, glaðir, úrræðagóðir
og greiðviknir. Þeir verða að hafa
opin augu fyrir öllu hina nýja og
fagra, sjá fegurðina í tign fjalla
og fossa, í litlu lautarblómi, í eld-
runnu hrauni, í bláma himms og
bjarkarskrýddri hlíð.
Hafi ferðamennirnir þetta allt í
huga, fer ekki hjá því, að förin
verður ánægjuleg. — \
Mér þótti vænt um þau lofsaro-
legu ummæli, sem bæði bílstjór-
arnir okkar og aðrir, er við skipt-
um við, höfðu um fullnaðarprófs-
Eining“.
FRIÐRIK HJARTAR:
Keppið að því að verða góðir
samferðamenn.
(Kafli úr ræðu við uppsögn Barnaskóla Siglufjarðar
12. maí