Reginn - 28.05.1943, Síða 3

Reginn - 28.05.1943, Síða 3
B I Cr I N M 3 R E G I N N ÚTGEFANDI: ST. FRAMSÓKN nr. 187. ÚT KOMA 11 BLOÐ Á ÁRI ÁRG. KOSTAR KR. 2,00 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: FRIÐRIK HJARTAR. Afgreiðslum. og auglýsingastjóri: JÓHANN G. MÖLLER. Siglufjarðarprentsmiðja. Kaupendur Regins í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að greiða blaðið til Jóli. Ögm. Oddssonar, Kirkjuhvoli, Reykjavík. 11 fundir, að þeim fundi meðtöld- um. Formaður hefur annazt allar framkvæmdir og öll bréfaviðskipti fyrir stjórnarinnar hönd, á 5. hundrað frá byrjun, þar af um 90 á erlendum málum. Með aðstoð biskups og presta var reynt að afla upplýsinga um heyrnardauft fólk í landinu og er þegar kunnugt orðið um 216 heyrnarsljóa menn og konur í landinu, utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Samkomulag var gert við stjórn Blindravinafélags Islands um að stúlka, er hjá því starfar, Kristín Jónsdóttir, tæki við sölu og sýn- ingu heyrnartækja. Er sölustöðin í Ingólfsstræti 16, kl. 2—4 síðd., frá því í október s.l. Hefur fyrir- komulag þetta gefizt vel. Þá er þess að geta, að styrkur til félagsins var hækkaður. Var málið rætt við fjármálaráðherra (Jakob Möller) og honum því næst skrifað um málið, og færði hann umbeðna fjárhæð, 5000 kr., inn á 17. gr. fjárlagá. Voru fjárlögin afgreidd með þessari fjárveitingu. Alls hafa verið keypt tæki frá upphafi fyrir 9000 kr. I skýrslunni er ítarlega sagt frá tilraunum til þess að útvega sem bezt og fullkomnust tæki og áttu þeir bréfaskipti um málið, formað- ur og Stgr. Arason. Vorið 1941 fór fulltrúi frá H. Benediktsson & Co. til Ameríku. Kom fulltrúinn með tæki og samn- ing við Sonotone Corporation um einkaumboð á íslandi firmanu H. Benediktsson & Co. til handa. — Reyndist tæki þetta vel og náði formaður samkomulagi við firmað um að Heyrnahjálp keypti Sonotonetækin, gegn því aö finn- að H. Benediktsson & Co. fengi af þeim kaupum hverfandi lág ó- makslaun, en gegn þvi f járhags- legan möguleika til kaupa á tækj- unum í stórum stíl, ef þess þyrfti með. Pantaði stjórnin, að fenginni reynslu, 6 tæki. Fimm hafa verið seld, en einu er haldið eftir 1 sölu- stöðinni til sýnis og prófunar fyrir heyrnardauft fólk. Eru nú á leiðinni 80 þessara tækja, en fyr- ir liggja 150 pantanir. Undraverð- ur árangur hefir náðst með þess- um tækjum, svo sem ítarlega hef- ir verið frá skýrt í útvarpi og blöð- um. Stjórnin er nú að semja leið- arvísi á íslenzku um notkun tækj- anna og verður hann prýddur myndum. Þá hefir félagið rætt nánari samvinnu við eyrnalækna bæjarins, en að slíkri samvinnu er félaginu mikill styrkur. Félaginu hafa borizt myndir og tilboð um tæki til að mæla heyrn manna (Audiometer) og er unnið að því að fá slíkt tæki, að tillögu lækn- anna. — Þá hefir stjórnin komið sér í samband við læknafélag í Ameríku og fengið hjá því plögg viðvíkjandi starfsemi til hjálpar heyrnardaufu fólki. Einnig var um boðsmanni Rockefellerstofnunar- innar, sem hér var á ferð, send bréf um starfsemi félagsins og rit- ari þess átti við hann samstarf um félagið. Stjórninni hefir borizt fyrir- spurn um heyrnartæki, sem margir geti notað í einu, til dæmis í kirkj- um og á samkomum. Ráðstafanir hafa verið gerðar um útvegun til- boðs og upplýsinga um slík tæki. Tveir góðir borgarar í Reykja- vík hafa sent félaginu samtals 1040 króna gjöf til kaupa á heyrnartækjum handa þeim, sem erfitt eiga með að afla sér þeirra sjálfir. Hefir helming þessa fjár þegar verið ráðstafað. Sig. Thorlacius skólastjóri hefir boðizt til að koma á framfæri þeirri hugmynd, að barnadeild Rauða Kross íslands safnaði fé til kaupa á heyrnartækjum handa börnum, er þeirra kynnu að þarfn- ast. Einn stjórnarmeðlimur, frú Margrét Rasmuss, hefir- afhent skrá yfir 231 nýja félaga og ann- ar meðlimur, Jónína Jónasdótt- ir, hefir útvegað 11 meðlimi. Má þakka það áhuga og dugnaði þess- ara mætu kvenna, að félagatalan hefir rösklega tvöfaldazt. Stjórnin lagði fyrir fundinn frumvarp að nýjum félagslögum. Aðalnýmælin eru, að félagið verði landsfélag og árstillagið hækki í 5 krónur. Formaður nefndi nokkur dæmi þess, hvílíka gleði og hamingju það hefir þegar veitt heyrnar- daufu fólki, sem fengið hefir tæki, að geta notið þess unaðar, sem heyrnin veitir. M. a. sagði hann frá miðaldra konu, sem hefir ást á hljómlist, og nú fyrst gat notið hennar. En þetta var aðeins eitt raunverulegt dæmi af þeim, sem skeð hafa á síðasta ári, „og enn merkari eiga eftir að gerast.“ „Félagið á því mikið verkefni fyrir höndum og merkilegt, en til þess að koma því í framkvæmd þarf meiri átök. Félagsmönnum þarf að f jölga, heyrnardaufu fólki, ekki hefir efni á að eignast tæki, þarf að hjálpa, vinna þarf af meiri samúð með heyrnardaufum og ekki hvað sízt þarf að bæta böl þeirra, sem heyrnatæki geta ekki hjálpað, og létta lífsbaráttu þeirra.“ I lok gerinargerðar sinnar þakk- aði formaður öllum, sem stutt hafa félagið, og félagsmönnum og með- stjórnendum ánægjulegt samstarf og traust. Á fundinum var kosin ný stjórn. Kosningu hlutu: Pétur Þ. J. Gunn- arsson, Helgi Tryggvason, frú Margrét Rasmuss, Þórsteinn Bjarnason og Gísli Jónasson, í stað Guðm. R. Ólafssonar, sem baðst undan endurkosningu. I varastjórn: Jens Jóhannesson, síra Garðar Svavarsson, Guðgeir Jó- hannson. Endurskoðendur: Ari Thorlacius og Valtýr Stefánsson, en til vara Nanna Ólafsdóttir. Helgi Tryggvason þakkaði for- manni, P. Þ. J. Gunnarssyni, vel unnið starf í þágu félagsins fyrr og síðar. Guðm. R. Ólafsson flutti stutta ræðu og tók í sama streng. Að lokum mælti formaður nokkur °rð og þakkaði ágætt samstarf stjórnarfélaga og félagsmanna. „Reginn“ vill vekja athygli les- enda sinna á hinu fagra nauð- synja- og mannúðarverki, er félag- ið „Heynarhjálp“ vinnur að. Árn- um vér félaginu allra heilla um framtíðarstörf og vonum, að gifta fylgi jafnan góðu starfi, og félag- inu takist að hjálpa æ fleiri og fleiri úr heimi þagnarinnar í heim heyrnarinnar. —

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.