Reginn


Reginn - 28.05.1943, Qupperneq 4

Reginn - 28.05.1943, Qupperneq 4
4 R E G I N N „Ásíkœra, ylhýra málið'*. iii. „Reginn" hefur áður flutt 2 greinar með þessari fyrirsögn. Var þar rætt um nauðsyn þess að vera jafnan á verði um vernd tungunnar og viðreisn. Skal hér nú drepið á ýmislegt, er lýtir málfar manna, en auðvelt er úr að bæta, ef menn vilja sýna tungunni þann sóma, er hún verð- skuldar og skylt er. Segið ekki: . . af því sem að — heldur: af því að. DÆMI: Ég gat ekki komið í gær, af því (sem) að veðrið var svo vont (sem ofaukið). Segið ekki: öllu sömul, — held- ur: öll saman. DÆMI: Verið þið nú öll saman sæl. Segið ekki: fram á fjörð (þegar þið ætlið landveg), heldur: fram í f jörð, eða suður í f jörð. Segið ekki: Japanir, ítalir, — heldur: Japanar, ítalar. Segið ekki: við hittustum, við mættustum, heldur: við hittumst, við mættumst. Segið ekki: Hann er ofan í bæ — heldur: Hann er niðri í bæ. Segið ekki: Hún þarf að annast (3) ungabörn, — heldur: Hún þarf að annast (3) imgbörn. Segið ekki: Fæturnar á mér eru að bila — heldur: Fæturnir á mér eru að bila. (Þeir fæturnir, ekki þær fæturnar). Segið ekki: Tíðin hefur verið ó- hagstæð fyrir bændurnar, — held- ur: Tíðin hefur verið óhagstæð fyrir bændurna. Segið ekki: Klukkuna vantar kortel í 4 (5), — heldur: Klukk- una vantár fjórða part (eða 15 mínútur) í 4 (5). („Korter“ er þó betra en kortel, sé útlenda orðið notað). Segið ekki: Okkur hlakkar til, — heldur: Við lilökkum til (jól- anna). Segið ekki: Honum vantar — heldur: Hann vantar (húfuna sína). Allt eru þetta algengar málleys- ur bæði hér og annars staðar. Auðvelt er að læra hið rétta, ef menn vilja. Eg treysti því, að enn eigi ís- lenzk tunga svo mikil ítök í flest- um, að þeir telji skylt að tala hana sem réttast og bezt. F. H. (HHninmiinnnunifliiimmnmimniiiRfflmimmimmmiiiimiaiiiimiiniiniimiiiiimmnmHmiiiiui^ Fjúkhnoðrar | Afmælisdagur bæjarins — 20. inaí 1943. Svohljóðandi auglýsing birtist fyrir nokkru í flestum blöðum bæj- arins: „í tilefni af aldarfjórðungsaf- mæli Sigluf jarðarkaupstaðar verð- ur útisamkoma á Skólabalanum kl. 2 e. h. Til skemmtunar verður: Ræðuhöld og kórsöngur. Dans- leikur í Alþýðuhúsinu kl. 9 e. h. Það eru vinsamleg tilmæli bæjar- stjórnar, að ekki verði unnið leng- ur en til hádegis þennan dag. Bæjarstjórinn.“ Og 20. maí rann upp. Kl. rúm- lega tvö hófst útisamkoman. For- seti bæjarstjórnar, Þormóður Eyjólfsson, ræðismaður, setti samkomuna og bauð menn vel- komna á aldarfjórðungsafmælið. Næstur tók til máls Guðm. Hannesson, bæjarfógeti. Flutti hann aðalræðuna og rakti sögu staðarins, einkum frá því hann fékk verzlunarréttindi fyrir 125 árum. Var ræðan hin fróðlegasta, enda mun bæjarfógetinn vera manna fróðastur um þessi efni. En það sem vakti mesta atliygli margra, er á hlýddu, var sú stað- hæfing ræðumanns, að ekki væri 25 ára afmæli bæjarins, heldur 24 ára afmæli. Ætluðu sumir að um mismæli væri að ræða, en sann- færðust brátt um, að svo var ekki. Má því búast við, að deilur rísi milli forráðamanna bæjarins um aldur hans sem kaupstaðar. Von- um vér, að búið verði að fá úr þessum ágreiningi skorið, a. m. k. áður en minnast á 30 ára afmælis kaupstaðarins. Vitum vér, að all- margir borgarar bæjarins hafa mikinn áhuga um mál þetta af ýmsum ástæðum. Er oss t. d. kunnugt um, að í kaffisamsæti því, er bæjarstjórn efndi til, var talið líklegt, að skoða mætti það sem einskonar aðalæf- ingu (Generalprufu), en matar- veizlan yrði svo næsta ár, ef skoð- un bæjarfógeta reyndist rétt. Vér erum lítt lærðir í lögum, en þó teljum vér líklegt, að skipa verði setudómara til að dæma í máli þessu, þar sem bæjarfógeti virðist vera annar aðili í deilunni. Ef til vill er hægt að fá stjórnar- ráðsúrskurð eða málið fer til hæstaréttar. E. S. — Síðan oss barst í hendur þessi ,,fjúkhnoðri“, höfum vér fengið þá vitneskju, að lög þau, sem fjalla um bæjarréttindi Siglu- fjarðarkaupstaðar hafi verið samþ. á Alþingi 18. maí 1918 og staðfest af konungi 22. nóv. 1918, en komið til framkvæmda 20. maí 1919. — Má því telja líklegt, að forráðamenn bæjarins sættist á málið og fullt samkomulag hafi náðst um aldur bæjarins áður en 30 ára afmælis hans verður minnzt eða a. m. k. fyrir 50 ára afmælið. X. ★ „Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur." Svo kvað Andrés Björnsson. Má telja víst, að íslendingar séu ein- stæðir í þessum efnum, og fáar þjóðir eða engar hafi tekið slíku ástfóstri við þessa tegund skáld- skapar. Hafa margir Islendingar náð þarna svo góðum tökum, að snilld má kalla. Hér birtist ein verð- launavísa (eftir Svein í Elivog- um?) : „Sléttum hróður, teflum taflið, teygjum þráðin(n) snúna“. Síðari hluti vísunnar finnst með því að sleppa fyrsta staf hvers orðs (fyrri hlutans). Eg hygg, að engin þjóð leiki svo glæsilegan leik, sem hér er gert, bæði um orð og efni, enda ekki heiglum hent, þótt fengizt hafi við ferskeytlugerð, hvað þá, ef svo er ekki. Margir munu af heilum hug samsinna Þorst. Erlingssyni, er hann segir: „Það er líkt og ylur í ómi sumra braga, mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga.“ Er þess að vænta, að þessi orð

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.