Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 2

Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 2
REGINN 2 HANNES J. MAGNÚSSON: K völdbænin Hinn viðkunni sálfræðingur og heimsspekingur, 'William James, skrifaði eitt sinn bók uin ýmsar tegundir trúarreynslunnar, og segir þar meðal annars um bænina: „Baon, eða innra samband við anda þess heims, bvort sem hann er Guð eða lögmál — er athöfn, sem ber verulegan árangur. Við bænina streymir inn andlegt afl, sem hefur í för með sér verkanir, andlegar eða líkamlegar, i sýnilega heiminum.“ Mér duttu þessi orð hins merka manns ósjálfráit i hug hérna á dögunum, þegar ég, af sérstökum ástæðum, var að íhuga uppeldisgildi kvöldbænar- innar. Og það, sem ég segi hér um hana, segi ég ekki sem neinn trúboði, heldur sem skólamaður og uppalandi. Við sem komnir erum á fullorðinsár og gott betur, höfum séð sól hins gamla tíma ganga til viðar. — Aðeins daufan bjaraia ber enn við sjónhring, en nýr tími með nýjum siðum og háttum, hefur lagt undir sig heiminn. Hvort hann er betri eða verri, verður ekki sagt hér, enda á fárra færi að dæma þar um. En þótt ég hafi mikla tilhneygingu til að fullyrða, að hann sé betri, er þó víst, að mörg verð- mæti hafa annað hvort glatazt með öllu eða eru ekki nema svipur hjá sjón. Það er til dæmis stað- reynd, að efnishyggjan hefur í bili farið sigurför um heiminn og skilið eftir í slóð sinni ananð hvort enga eða hálf volga trú. En hitt er líka staðreynd, að, hinn nýi tími hefur fært okkur svo stórkostlegar ytri framfarir, að þessu eru engin dæmi í veraldar- sögunni áður. Og hverju skiptir það þá, þótt við notum okkur eigi það afl bænarinnar, sem William James talar um? Hverju skiptir það, þótt lítið barn, einhversstaðar i heiminum, lesi ekki kvöldbænina sina? Jú, það skiptir miklu máli, því að bænin, og þá einnig kvöldbænin, byggir einstaklinginn upp innan frá, en það er einmitt það, sem hinn nýja heim vantar. Hann vantar það að hyggja sig upp innan frá. Einstaklinginn vantar það líka. öll önn- ur menning er byggð á sandi. Maðurinn er að vísu voldug og dásamleg vera. En ef hann viðurkennir ekkert sér æðra, er hann sann- arlega snauður, mitt í allri sinni auðlegð, og barn, sem aldrei hefur lært að iiefja huga sinn til þess máttar, sem öllu stjórnar, hefur farið á mis við dýrmæta reynslu. En fara íslenzku börnin ekki með kvöldbænina sína nú, eins og þau hafa alltaf gert? Ég veit það ekki. En ég óttast, að svo sé ekki, að minnsta kosti ekki eins almennt og áður var. Ég sé fyrir mér tvö heimili. Það er kvöld. Á öðru beimilinu eru foreldrar barnanna ekki heima. Þeir eru úti að skemmta sér, á kvikmyndahúsinu, dans- leik, spilakvöldi, eða einhverri álíka samkomu hins nýja tíma. Börin eru annaðhvort ein heima, eða einhver ókunnugur hefur verið fenginn til að sitja hjá þeim. Góðar og tryggar vinnukonur, sem oft voru hinar beztu heimilisvinir, eru nú orðnar sjald- gæfar. Börnunum líður ekki vel. Þau skortir það öryggi, sem návist foreldranna skapar alltaf. Þau hafa ekki skap i sér til að læra undir morgundaginn og koma því illa undirbúin í skólann næsía morgun. Þau hafa heldur ekki verulegt yndi af að leika sér. Loks hátta þau„ ieið í skapi. Dagurinn og kvöldið skilja ekki eftir neinar bjartar endurminningar. Þau sofna með öryggisleysið í sál sinni. Þau gera daginn ekki upp, hvorki það, sem miður fór, né heldur hitt, sem betur fór. Dagarnir og vikurnar eru eins konar happdrætti. Og utan og ofan við þennan mislynda tíma, þessa misjöfnu daga og misjöfnu vikur, er ekkert til. Eg sé fyrir mér annað heimili. Þar era öll kvöld eins og hátíð. Þá eru pabbi og mamma oftast heima, og ætið annað hvort þeirra. Foreldrarnir tala við börnin. Rétta þeim hjálparhönd við námið. Ræða við þau um ýmis áhugamál þeirra, svara spurning- um þeirra. Ef til vill leika þau lítið eitt við þau, þegar ekki dvelur annað. Friður, öryggi og gleði hvílir yfir þessum litla, sjálfstæða heími. Börnin finna að hann er þeim öruggur kasíali. Og.endur- minningin um bernskuheimilið verður þeim seinna kterari en flest annað. Svo kemur nóttin. Pablii og mamma sétjast á sængurstokkinn og sitja þar litla stund á meðan allar áhyggjur dagsins eru að gleym- ast. Ef til vill lesa þau b'ænirnar með litln börnun- um sínum. Hin eldri fara með þæ;r í hljóði. Ef til vill minna þau börnin aðeins á að gleyma nú ekki bænunum sínum. En þegar kvöldbænin verður að fastri venju, er það oftast óþarfi. Hún kemur að sjálfu sér. Ljósin eru slökkt. Friður og ró færist yfir litla hópinn og fyllir sálir barnanna. Þau vita, að pabbi og mamma eru í næsta herbergi, og þau trúa því, að yfir öllu vaki góður guð, og hvað er þá að óttast? Hverju er þá að kviða? Kvöldbænin er einskonar uppgjör dagsins og' innsigli. 1 henni fela þau þakkir sínar og bænir, hvort sem þau fara með utan að lærðar bænir, eða biðja með sín- um eigin orðum, sem er enn betra, þegar þroski leyfir. Og þetía er meira en innantóm venja. — Hver einstök bæn er steinn i byggingu skapgerðar- innar og hins andlega þroska, en um leið tengiliður milli barnsins og þess kraftar, sem býr að baki allri tilverunni. En er það ekki hræsni að kenna barninu sínu bænir, ef maður á ekki sjálfur þá trú, sem þæn- irnar byggjast á? munu einhverjir spyrja. Við skulum ekki setja það fyrir okkur, hvað það er kallað. En ef bænin hefur uppeldisgildi fyrir barn- (Framhald á 7. síðu)

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.