Reginn - 04.02.1950, Page 3

Reginn - 04.02.1950, Page 3
3 REGINN Frá Stúkiinni Framsákn nr. 187 Yfirlit frá 1. jan. 1949 til 1. jan. 1950. Á tímabilinu 1. jan. 1949 til 1. jan. 1950 hafa verið haldnir 18 fundir í stúkunni. Þar af tveir aukafundir. Allir fundirnir voru haldnir í Sjó- manna- og gestaheimilinu. Fundardagur annar hver fimmtudagur kl. 8,30. Tilhögun funda hefur verið liin sama og áður. Á flestum fundum fóru fram hagnefndaratriði, ýmist á fundunum sjálfum eða eftir fundarslit. Alls hafa starfað 15 liagnefndir með um 80 manns Helztu hagnefndaratriði voru: R;oður, ávörp, upp- lestur, leikrit, gamanvísur, söngur, gítarspil leik- rit, gamárivísur, söngur, leikfimi, kaffidrykkja og dans. 1. jan. ’49 voru góðir og gildir félagar stúk- unnar 331. Systur 201, Ibr. yngri 38 og br. eldri 92. 1. jan. 1950. voru félagarnir: 332; systur 211, br. ^mgri 37 og br. eldri 84. Systrunum fjölgað um 10. Brœðrunum fækkað um 9. Á árinu gengu 50 manns í stúkuna, 37 systur og 13 bræður, þar af 36 frá barnastúkunni Eyrarrós nr. 68. Fundarsókn var ekki góð. Fæstir á fundi 17, en ílestir 123. Meðaltal 78 mættir félagar. A árinu hélt stúkan uppi leikstarfsemi eins og fyrr. Fyrrihluta vetrar var leikið leikritið „Hamarinn“ eftir séra Jakob Jónsson. Leikstjóri var Hildur Kalman. — Siðar um veturinn var leikið leikritið „Tengda- pabbi“; leikstjóri Björn Dúason. Allur ágóði af leikstarfinu rann til Sjómanna- og gestaheimilisins sem fyrr. Þá starfrækti stúkan Sjó- manna- og gestaheimili Sigluf jarðar. Forstöðukona heimilisins var frú Lára Jóhannsdóttir. Fjárhagur stúkunnar hefur lítið iireyzt og má teljast góður. Bróðurlegast. RITARI til þeirra smábátaeigenda, sem cska eftir að halda áfram leiguplássum sínum á smábátastöðinni og Antonsstöð. Þeir smábátaeigendur, sem óska eftir áframhald- ar Ji leigu fyrir bátaútveg sinn á smábátastöðinni við Antonsstöð verða að mæta á bæjarskrifstofunni fyrir 15. febr. n.k. og undirrita leigusamning fyrir leiguplássum sínum. Að öðrum kosti verða plássin leigð öðrum. Siglufirði, 25. jan. 1950. BÆJARSTJÓRI Ti! íhugunar: Hvað jer áfengi? . Hreint áfengi er tær vökvi, sem l'itur mjög sak- leysis'lega út, en er þó sterkt og hættulegt eitur. Það drekkur enginn óblandaðan vínanda, en hann er meira og minna í öllum áfengum drykkjum. Tiltölulega minnst er af honum í öli og léttum v'ínum, en meira i hinum svonefndu sterku drykkjum. Það er einkenni allra tegunda áfengis, að það verkar drepandi á allt lifandi, bæði jurtir og dýr, og þvlí meir sem vínandinn er sterkari. Áfengi tog íþróttir Mikill íþróttaáhugi ríkir nú meðal ungra karla og kvenna, og er það gleðilegt tímanna tákn. íþróttirnar stæla og styrkja líkamann og gera menn: hrausta, iþblna; styðja, að fallegum vexti, lengja lífið og stæla viljann og vitið. Ef þeir sem stunda flþróttir, temja sér jafnframt að neyta áfengis og tóbaks, haga þeir sér ]íkt og maður, sem er að byggja sér hús, en rífur alltaf niður að kvöldi, það sem byggt hefur verið yfir daginn. íþróttir og áfengi eru svarnir óvinir. — Sannur íþróttamaður neytir þv'i aldrei áfengis eða tóbaks. Áfengi og langlífi. Brezku liífsábyrgðarfélögin skipta öllum þeim, sem tryggja sig, í tvo hópa: bindindismenn og hófdrykkju menn; en ofdrykkjumenn tryggja þau alls ekki. — Bindindismenn þurfa ekki að greiða eins há iðgjöld og munar það allt að einum þriðja hjá sumum félög- unum. Stafar þetta af margra ára rannsóknum, sem leitt hafa í Ijós, að dauðsföll á aldrinum 20 til 60 ára eru miklum mun færri hjá bindindismönnum en hóf- drykkjumönnum. Sænskar hagskýrslur telja 84 dauðsföll meðal bindindismanna á móti hverjum 100 í hópi hóf- dryggjumanna. — Rannsóknir víðsvegar úr heimin- um benda til þess, að meðalævi bindindismanna verði 28% lengri en þeirra, sem neyta áfengis. Áhrif áfengis á líkamann Þegar áfengi hefur komizt ofan í meltingarfærin, berst það smámsaman út í blóðið og með því til allra fruma likamans. Á þeirri hringferð ræðst áfengis- eitrið á hinar ýmsu frumur Ikamans og mest á þær, sem fíngerðastar eru, svo sem heilafrumumar. — í livert sinn, sem maður verður ölvaður, lamast tauga kerfið, heilafmmurnar sljóvgast, en það eru þær, sem stjórna manninum, hugsunum hans, orðum og at- höfnum. Það er vegna þessarar lömunar, sem ölvaður maður missir smátt og smátt stjóm á sjálfum sér (Framlxald'á 7. síðu). 1

x

Reginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.