Reginn - 04.02.1950, Qupperneq 4
REGINN
4
ÆSKAN OG ÁFENGIÐ
RADDÍR ÆSKUNNAR
Eftirfarandi kaflar eru úr stílum nemenda Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar. — Stílinn voru nemend-
urnir látnir gera um áfengismál
„Aldrei verður góð vlísa of oft kveðin,“ segir mál-
tækið. Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir æskunni
hversu áhrif áfengisnautnarinnar eru geigvænleg á
líkama og sál æskumannsins. Nú eru erfiðir t'ímar
framundan fyrir Islendinga og því enn ríkari ástæða
fyrir okkur en nokkru sinni fyrr að sýna manndóm
og þjóðfélagslegan þroska. Nú reynir á hvernig við
höfum varið góðærisárunum okkar.. Jú, við höfum
byggt mikið ,og skyldi sízt lasta það. Við gumum af
því, að Islendingar séu í tölu mestu bókmenntaþjóða
heims og að þjóðin sé fádæma vel menntuð. Og ekki
er sparað, hvorki í blöðum né tímaritum, að marg-
faida hæfileika og getu. Má vera að þetta sé nauðsyn-
legt. Vissuelga hefur þjóðin lyft miklu Grettistaki á
mjög skömmum t'ima og er ekki að furða, þótt eitt-
hvað sé ekki eins og það á að vera í þessum mikla
hraða, sem einkennt hefur allt hér á 20. öldinni. —
En það sem aflaga fór, mátti sízt koma niður á æsk-
unni (eins og það, því miður gerði, að nokkru leyti),
ungmennunum, sem erfa skyldu landið og stýra milli
skers og þáru í erfiðleikum þeim, er framundan kynnu
að vera. Eldri kynslóðin gaf slæmt fordæmi í mörg-
um tilfellum, eyddi og sóaði peningum á báða bóga
og að sjálfsögðu jókst áfengisneyzla til mikilla muna.
Þeir sem eldri voru, urðu steinhissa þegar sumt æsku
fólk fór að feta í fótspor þeirra og leið ekki á löngu,
áður en óskapazt var út af spillingu æskufólksins. —
„Af því lærir barnið málið, að það sé fyrir því haft.“
Það er því ekki eingöngu hægt að skella allri skuld-
inni á æskuna, — þeir eldri gengu á undan og gáfu
fordæmið.
Hjá okkur var tími viðreisnar og framfara, meðan
flestar þjóðir heims háðu blóðugar styrjaldir. Pen-
ingarnir, sem gerðu okkur kleyft að hefja þessar
miklu framfarir, voru því blóðpeningar frá þjóðum
í flakandi ófriðarsárum. Enn berast okkur þannig
peningar, á þeim auðgumst við ekki. Blóðpeningar
er vér nú fáum eru látnir af hendi af mönnum, sem
áfengið er að mergsjúga. Æskan segir hingað og ekki
lengra. Það má ekki, og verður ekki þannig, að
sjálfstæðið, sem Islendingar hafa barizt fyrir öldum
saman, glatist vegna dáðleysis þegnanna, sem stafar
að miklu leyti af hóflausri áfengisneyzlu. Enn er
meiri hluti æskunnar þjóð sinni til sóma, sameinumst
nú öll um að hrinda af okkur slyðruorðinu. Hrekjum
burt vald Bakkusar og munum að „sameinaðir stönd-
um vér, en sundraðir föilum vér.“
Eitt mesta bölið fyrir íslenzku þjóðina er áfengis-
neyzlan, er náð hefir alltof föstum tökum á svo mörg-
nm þjóðfélagsiþegnum. Islendingar verða að smjúga
úr þessum glímutökumvjnguðsins, Bakkusar, ogleggja
hann að velli. Til þess að þetta sé hægt, þurfa ungl-
ingamir að taka höndum saman og vinna gegn áfeng-
inu. Mörg bindindisfélög eru starfandi hér á landi
til þess að sporna við neyzlu áfengra drykkja. En
það eru alltof margir imglingar og einnig fullorðnir,
sem virða þennan félagsskap að vettugi og starfssvið
hans. Það ber ekki ósjaldan fyrir augu, að sjá ungl-
inga ölvaða. Eru þessir unglingar að leita gleðinnar
með neyzlu áfengis, eða halda þeir, að þeir séu meiri
menn, af þvá að þeir hafa gerzt svo djarfir „að
smakka það ?“ En þá skjátlast þeim hrapalega. Hver
æskumaður ætti að geta leitað gleðinnar á annan hátt.
Það er áreiðanlegt, að þeir eru ekki meiri menn en
þeir sem hafa strengt þess heit að bragða aldrei
áfengi. Því hversu miklu tapar hver og einn af hæfi-
leikum s'inum til ýmislegra starfa með neyzlu áfengis.
Það hlýtur að vera mikið.
Margir fullorðnir fara svo gáleysislega með áfengið,
að þeir bjóða jafnvel unglingum 1 staupinu. Þá reynir
á, hvort unglingurinn stenzt freistinguna eða ekki.
En mundu það að drekka aldrei fyrsta staupið, og
iþú munt ei yðrast þess. En ef unglingurinn hefði
fallið fyrir freistingunni, og það hefði haft í för með
sér, að hann hefði orðið ofdrykkjumaður. Hverjum
væri þá um að kenna? Áreiðanlega þeim fullorðna,
sem freistaði hins lítt þroskaða unglings. „Af því
læra börnin, að fyrir þeim er haft.“
En fyrst við sjáum, að kynslóð sú, sem eldri
okkur er, og ætti að benda okkur á betri leiðir til
þroska og farsældar, hampar sífellt áfengisagninu
og ærir burt sjálfstæðið frá ungu fólki með því,
þá eru það við, sem nú erum að komastá þroskaár,
sem eigum að standa fastar í móti áfengisbölinu, svo
að næsta kynslóð verði ekki undir sömu syndina
seld.
En hvernig á að losna við áfengisbölvunina, spyrja
margir. Sumir vilja minnka hina sterku drykki en
auka neyzlu daufari drykkja, svo sem öls. Aðrir vilja
algert bann.
Það, sem ég álít heppilegast, er það, að æskan vinni
kappsamlega á móti neyzlu allra áfengra drykkja. —
Og svo óska ég þess, að íslenzkt æskufólk beri gæfu
til þess að hrynda af sér þeirri ánauð, sem áfengis-
bölið hefur í för með sér, og strengja þess heit að
bragða aldrei áfengi.
„Sem l'ífsins sterki hrausti her,
skal heilög æskan fylkja sér.“
F. S.
★
Frá ómunatíð hefur áfengi verið notað til nautna.
Neyzla þess er orðin rótgróin hefð. Menn alast upp
með það í kring um sig, og flestir kynnast þvl að
eigin raun. Drykkjuskapur er löstur, sem allir þurfa
að forðast. Allir æskumenn vilja vera hraustir á sál
og líkama, en það geta þeir ekki, ef þeir neyta
áfengis, því eins og allir vita, hefir áfengið skaðleg
á'hrif á líkama og sál. Hvernig á unglingur að stunda
íþróttir, ef hann neytir áfengis, þar sem það veiklar
(Framhald á 8. síðu) (