Reginn - 04.02.1950, Side 5

Reginn - 04.02.1950, Side 5
5 REGIhiSi Skólaæskan og 1. febrúar ★ I flestum Iskólum er 1. febrúar sérstaklega helgaður bindindismálum. í Gragnfræðaskóla Sigluf jarðar er nokkrum hluta ikennslustunda þann dag varið til fræðslu um bindindismál. tAð þessu sinni heimsóttu skólann nokkrir meðlimir Kotaryklúbhs Sigluf jarðar og flutti Andrés |Hafliðason, kaupm., þar erindi um hindindismál. Þrír nemendur skólans fluttu ávörp og skólastjórinn, Jóhann Jóhannsson, þakkaði heim- sóknina |og hvatti nemendur til bindindisstarfsemi. — Fara hér á eftir ávörp tveggja nemendanna, er þeir fluttu ivið þetta tækifæri. i Kæru skólasystkini, kennarar og Rotary-meðlimir! Þegar Jóhann skólastjóri fól mér að segja hérna nokkur orð, vissi ég eiginlega ekki, hvað ég ætti að gera. Að tala um bindindism'ál almennt er að VÍsu ekki erfitt, en það vill verða það sama upp aftur og aftur. Það er að vísu satt, að góð vtísa verður aldrei of oft kveðin, þess vegna ætla ég nú að tala hérna ofurlítið um neyzlu áfengis í skemmtanalifinu. Mörg- um finnst þeir vera jafn góðir, þó þeir drekki lítils- háttar við hátíðleg tækifæri, t.d. í veizlum eða á dans- leikjum til að verða samkvæmishæfari. Takið eftir: til að verða samkvæmisíhæfari. Þessum mönnum er undarlega farið að geta ekki glaðzt í góðum hóp, þótt þeir séu með réttu ráði. Þvi miður er ölvun algeng hér í Siglufirði á dans- samkomum og skemmtistöðum. Og það er þvíí miður algengt að sjá ungt fólk undir áhrifum áfengis. Þetta fólk eyðileggur ekki aðeins sjálft sig, heldur hefir það einnig áhrif á aðra. Mér er óhætt að fullyrða, að margt fólk hefir sömu skoðanir á þessu og ég, þ.e.a.s. það nýtur ekki skemmtana, þar sem mikið er um neyzlu áfengis. Hvernig í ósköpunum er hægt að skemmta sér með ölvuðu fólki, þegar maður sjálfur er með réttu ráði. Það á ekki saman, drukknir menn, sem röfla og geta ekki staðið á fótunum og hafa oft ólæti í frammi, og fólk. sem ekki er undir áhrifum áfengis, en er kátt og f jörugt og skemmtir sér á heilbrigðan hátt. Eg þekki meðal annars stúlku, sem lét sér fara þau orð um munn, að hún gæti ekki hugsað sér að fara á dans- leik, nema neyta áfengis. Hugsið ykkur þessa aum- ingja stúlku, aðeins 19 ára, orðna forfallna drykkju- manneskju. Það mætti nú liíka minnast á hve það er, því miður, algengt að sjá fulla menn, jafnvel útúrfulla, hanga og rlífast eða slást í göngum á skemmtisamkomum hér í Siglufirði. Þetta ætti ekki að sjást, og er til stórrar skammar fyrir þá, sem að skemmtuninni standa. Á Akureyri t.d. þekkist þetta ekki. Ef drukkn ir menn koma inn á skemmtisamkomu, og ekki er hægt að fá þá út með góðu, er hringt á lögregluna, sem tekur manninn úr umferð. Eins gæti þetta verið hérna, ef eitthvað væri hugsað um þetta. Eg hefi nú litillega drepið á neyzlu áfengis á skemmtistöðum. En það mætti kannske minnast á heimilisfeður, sem eyða öllu því, er þeir vinna fyrir í áfengi, meðan konur þeirra og börn hafa ekki fyrir daglegum nauðsynjum, eða jafnvel svelta. Eg þekki heimili, þar sem konan vinnur og þrælar baki brotnu fyrir brýnustu þörfum heimilisins og barnanna. Nú mundi kannske einhver góðhjartaður spyrja: Aum- ingja konan, er hún ekkja? Nei, ekki alveg. Maður hennar býr við ágæta heilsu, vinnur líítið sem ekkert og er forfallinn drykkjumaður. Börn, sem alast upp á slíkum heimilum, vitum við, að eiga hræðilega æfi. Faðirinn sídrukkinn, ef til vill oft vondur við konu og börn. Þið hugsið nú ef til vill sem svo: Hvað getum við að þessu gert? — Við getum að vísu ekki gert að þessu, en við getum bætt úr þessu voðalega ástandi í þindindismálum okkar Islendinga sáðustu árin. Við eigum að bæta úr þessu með því að ganga í bindindis- félög, hlusta á bindindismenn tala og taka þátt í þvlí af lífi og sál, að áfengi verði gert landrækt. Æskufóik! Vinnið af alefli að útrýmingu áfengis, og athugum afstöðu okkar til nautnalyf ja, sem aðeins eru til smánar og niðurlægingar. Verum þjóð okikar til sóma og sýnum, að við erum einhuga og sterk. Takið aldrei fyrsta staupið. Halldóra Jónsdóttir Góðu skólasystkini, kennarar og gestir! Hvaða gagn höfum við af því að vera bindindis- menn? Þessi spurning er í of víðtækri merkingu, til þess að ég geti svarað henni, nema á mjög ófullkomin hátt, þvií að mig skortir þekkingu til þess. Læknar og v'isindamenn eiga að geta svarað henni fullkom- lega að mánum dómi. Með því að vera bindindismenn, styrkjum við bæði siðferðilegt og andlegt þrek okkar. Við ættum að mörgu leyti að vera hæfari og dugmeiri til hverskonar starfa, þegar við neytum engra eiturlyfja, er sljófga okkur og veikja líkams- og sálarþrek okkar. En ein- mitt það gera þeir menn, er neyta þeirra eiturlyfja, er tóbak og áfengi eru. Ef við erum bindindismenn, þá hljótum við að vera betri þjóðfélagsborgarar en þeir, er neyta áfengis og tóbaks. Hugur okkar er næmari og starfskraftar sterkari og betri, ef við erum bindindismenn. Þeir, sem opihberum störfum gegna og eins þeir, er vinna fyrir sig sjálfa, hljóta (Framhald á 7. síðu)

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.