Reginn - 04.02.1950, Síða 7

Reginn - 04.02.1950, Síða 7
7 REGINN Skólaæskan og 1. febrúar (Framhald af 5. síðu) að vera áreiðanlegri og meira traust borið til þeirra, ef þeir eru bindindismenn. Alla tíð eru þó að l'ikindum til menn, er meta verð- leika bindindisins, þó að margir séu þeir, er hafa horn í siíðu bindindismannanna og finnast þeir öfga- kenndir. Hvert er viðhorf mitt til bindindismálanna ? Eg ætla að reyna að gera því svo l'ítil skil, eftir beztu getu. Mér finnst, að bindindisfélög séu mjög góður félagssikapur og býst varla við, að nokkur geti neitað því, ef mælt er af fullri sanngirni. En það væri betra að það væri ekki bindindismaður er verði þeirra málstað, þvfí að ég sjálf hef svo oft féngið að heyra, að við séum svo öfgakenndir, bindindismennirnir, að við okkur sé ekki talandi En þetta er mesti misskiln- ingum. Við sköpum okkur aðeins ákveðnar skoðanir í þessum málum sem og öðrum og reynum svo að fara eftir okkar beztu sannfæringu. En svo munu máske margir spyrja: Hvaða skoðun hefur þú á þess- um málum ? — Hún er nú fljót sögð. Eg álit einfald- lega, að einfaldasta leiðin sé áfengis'bann og sjúkra- skýli og læknar fyrir drykkjusjúka menn; það borgar sig betur fyrir ríkið að mínum dómi. En ég er auð- vitað ekki dómbær í svona stórmáli. En hversvegna? Vegna þess, að ég er ekki annað en unglingur, sem er að reyna að læra, svo að ég geti tekið miínar ákvarð- anir rétt '1 lífinu seinna meir. Eg vil gera alla æskumenn að bindindismönnum, láta áfengið hverfa með eldri kynslóðinni. Það eru nóg vandamál 1 okkar litla þjóðfélagi, þó að eitt hverfi, sem er þó, að mínum dómi, eitt af allra erf- iðustu vandamálum, sem við eigum við að striiða. Æskumenn! Gerist allir bindindismenn! Viktoria Gestsdóttir KVÖLDBÆNIN (Framhald af 2. síðu). ið og er því til blessunar og þroska, átt þú að kenna þvi bænir og hvetja það til að fara með þæir, þótt þú sért ekki viss um tilveru neins þess, sem heyrir slíkar bænir. Slik vissa fæst að visu ekki eftir neinum leiðum nema trúarinnar, ekki einu sinni eftir leiðum visindanna. En „Hjálpa þú trúarleysi minu,“ mælti faðir vitskerta drengsins forðum, þegar allt annað var brostið. Og er það ekki svo enn í dag, að þangað er leitað, þegar annað bregst, þótt ekkert sé hugsað um bænir og trú, þegar allt leikur i lyndi. Og ég vil bæta þvi við, að það barn, sem aldrei hefur lært að fara með bænir i bernsku, og aldrei hefur lært að bera virðingu fyrir neinu æðra en hið daglega líf hefur að bjóða, er snautt, þótt það sé annars vcl að heiman búið ut i lífið. TIL ÍHUGUNAK: (Framhald af 3. síðu). og veit að lokum ekkert hvað hann gerir. Það er því heilinn og þar með sálarííífið, sem bíður alvarlegasta tjónið við áfengisneyzluna. Áfengis er því versti óvin- ur andlegrar heilbrigði og dómgreindar. Þessvegna ætti enginn að neyta áfengis. ÍHvor hefur betri málstað? Hvor hefur betri málstað, áfengið eða bindindið? Það er síður en svo, að allir bindindismenn séu mann- kostamenn og hæfileikum búnir. En sönnu bindindi eiga að geta fylgt að minnsta kosti: heilsa og hreysti, starfshæfni, gætni, sparsemi, friðsemi, háttprýði, hamingja, manndómur og ráðdeild. En hver eru meðmæli áfengisneyzlunnar ? Hverjir eru verjendur áfengisins? I fyrsta lagi seljandinn, vegna peninganna, sem hann fær fyrir það. I öðru 'lagi ósjálfstæði, vanhyggni og breyskleiki neytandans. Hvor málstaðurinn er svo betri ? Barnauppeldi er margþætt og mikilvægt listaverk ef vel tekst. Kvöldbænin, trúaruppeldið, er aðeins einn þátturinn, og ég vil bæta því við: einn sá mikilvægasti. Og ég vil taka undir það með ýmsum merkum mönnum utan kirkju og innan, að ég held, að uppeldi æskunnar, þjóðlífið allt, skorti ekkert meir nú en meiri og dýpri kristin áhrif og ég byggi þetta meðal annars á reynslu minni af 26 ára skóla- starfi og starfi með ungu fólki. Fyrir skömmu átti ég tal við eitt merkasta skáld og rithöfund þessarar þjóðar, og við ræddum um bókmenntir. Hann hélt því fram, að ekki hafi verið skrifuð góð skáldsaga í heiminum s. 1. 50 ár, og svo hætti hann við: „Það vantar guð í bókmenntirnar.“ En vantar hann ekki víðar. Við deilum um kóngsins skegg. Við ömumst á víxl við frjálslyndri og íhalds- samari guðfræði. Það er litið hornauga til aðvent- ista, hj álpræðishermanna, hvítasunnusafnaða o.s.fr. og víst væri æskilegt, að þessi hjól væru ekki svona mörg. En býr ekki sami krafturinn að baki öllum þessum meira og minna ólíku flokkum? Skín ekki sama sólin á þá alla? Og eitt er vist: Kennarareynsla mín vitnar það, að frá þeim heimilum, sem rækta hugarfar lotningarinnar fyrir einhverju æðra, koma undantekningarlítið vel upp aldir og góðir skóla- þegnar. Þetta gæti verið leiðbeining um gildi kvöld- bænarinnar, sem ég hef hér stuttlega gert að um- talsefni, og eitt er nauðsynlegt: Að maðurinn til- biðji og virði eitthvað, sem er æ&ra en hann sjálfur. Ábyrgðarmaður: JÓHÁNN ÞORVALDSSON Siglufjarðarprentsmiðja h/f.

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.