Reginn - 04.02.1950, Side 8

Reginn - 04.02.1950, Side 8
REGINN 8 KADDIK ÆSKUNNAR (Framhald af 4. síðu) hann andlega og l'ikamlega og lamar mótstöðuafl hans. Sá maður, sem drekkur getur tæplega skarað fram úr á nokkru sviði. Hann verður aldrei nema meðal maður. Það er ósamboðið siðmenntuðu þjóð- félagi, að æskan neyti áfengis. Það á því að vera áhugamál allra, að útrýma því böli, sem af því leiðir fyrir mannfélagið, og bezta ráðið til þess er að bragða það aldrei. Það hugsa ekki allir um það, hvað af bví getur hlotnazt. Það eru ekki allir, sem geta haft áfengi um hönd í hófi, og allra sízt unglingarnir. Það eru ekki fáir æskumenn, sem hafa leiðzt út í allskonar óknytti, einmitt af því, að þeir fóru að drekka v'in. Eru til meiri aumingjar en þeir menn, sem verður að taka dauðadrukkna á almannafæri? Áfengið*er einn skæðasti óvinum mannsins. Vínið hefur orðið mörgu efnilegu ungmenni að fótakeíli og mætti sanna það með mörgum dæmum, að Bakkus hefur mörgum á kné komið. Heyrt hef ég t.d. sögu af ungum pilti, sem var búinn að missa föður sinn, en átti góða móður, og var hann hennar eftirlæti og augasteinn .Hún hafði næg efni til að koma honum til mennta, og gerði það láka. Allt gekk vel í fyrstu. Hann stóð sig ágætlega 'i skólanum, ogvar heima á sumrin. Eitt haustið, þegar hann fór í skólann, fylgdi móðir hans honum á leið, og lagði honum sérstak- lega í þetta skipti ýmis góð heilræði, og að skilnaði gaf hún honum vasaúr föður hans, og bað hann að muna sig um það að farga því aldrei. En einmitt þennan sama vetur kemst hann í vondan félagsskap, og leggst i mestu óreglu, fer að slá slöku við námið, og sóar miklum peningum, sem hann hafði fengið frá móður sinni. Henni til mikilla sorgar fréttir hún, hvernig komið er fyrir syni gínum og seint um vetur- inn veikist hún og deyr. Honum varð mjög hverft við fregnina, en alltaf héit hann uppteknum hætti að drekka, og alltaf fór verr og verr fyrir honum. Svo var hann búinn að sóa öllum eignum sínum, og ekki gat hann borgað húsaleiguna. Að síðustu seldi hann úrið, hafði engin önnur ráð. Nú stóð hann févana og vinalaus uppi. Nú er aðfangadagskvöld. Honum líður illa, þar sem hann situr einn uppi á herbergi s’inu. Upp úr þessum dapurlegu hugleiðingum ráfar hann út á götuna, og sér hann þá, hvað allt er jólaJlegt, og voru kirkjuklukkurnar byrjaðar að hringja. Hann gengur eins og leiðslu inni í kirkjuna, og sezt inn í fremsta bekk, og hlustar með athygli á ræðu prests- ins. Síðan reikar hann út úr kirkjunni ov aftur heim í heribergi sitt, en iþá er eins og hann vakni og fer nú að gera upp reikninginn við sjálfan sig. En sárast þykir honum að hafa brugðizt ráðleggingum móður sinnar og loforðinu um úrið. Hann heitstrengir þó, að breyta um og ná úrinu aftur. Það efndi hann og gekk nú í algjört bindindi. Þau eru mörg, mörg þessi sorg- legu dæmi um það, hvernig vínið afvegaleiðir mörg ungmennin, og því miður eru ekki allir, sem ná sér aftur eins vel og þessi piltur. Það væri hægt að skrifa um þetta langt mál, en ég læt þetta nægja. Jóna Jakobína (Þorgeirsdóttir Straumhvörf í rétta átt Áfengissalan í Siglufirði minkar um 932 þúsund krónur á einu ári. var árið 1948 3 miljónir 410 þúsund en 1949 2 miljónir 478 þúsund Það mun rétt vera að flestum hugsandi mönnum hafi ofboðið upphæðir þær er íslenza þóðin eyddi í áfengi á árinu 148, en það voru röskar 63 miljónir króna eða 475 krónur á hvert einasta maniisbarn á öllu Iandinu þar með talið barnið d vöggunni og gamalmennið í rúminu. Af þeirri upphæð var Sigluf jörður einn með 3 milj. 410 þúsund krónur. Nú hefur þessi upphæð lækk að niður í 2 miljónir 478 þúsund krónur á árinu 1949. Eru það sannarlega góð tíðindi og straum- hvörf í rétta átt. Um ástæðurnar fyrir þessari breytingu skal ekki f jölyrt hér. Þær kunna að vera margar, er vonadi að þessi straumhvörf haldi áfram á þessu ári. Bæjarstjórnarkosningar 1950 Sunnudaginn 29 jan. fóru fram bæjarstjórnarkosn- ingar í 13 kaupstöðum auk þess var kosið ;í 34 kaup- túnum. Kjósendur í þessum 47 sveitarfé-lögum voru um 61 þúsund. Tala framjóðanda var: I kaupstöðum 850 I kauptúnum 760 Samtals 1610 Tala bæjarfulltrúa og hreppsnefndarmanna, sem kjósa átti er: I kaupstöðum 117 I kauptúnum 158 Samtals 275 I Siglufirði urðu úrslit kosninganna þessi: A-listi (Alþ.fl.) B-listi (Frams.fl.) C-listi (Sósíal.fl.) D-listi (Sjálfst.fl.) 440 atkv. 212 — 519 — 349 — 3 menn kjörna. 1 — — 3 — — 2 — — Er það sama fulltrúatala hjá hverjum flokk og þeir höfðu síðasta kjört'imabil.

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.