Reginn - 01.02.1959, Blaðsíða 2
REGINN
2
r
Góðtemplarareglan á Islandi 75 ára
1884 — 1959
Friðbjörn Steinsson, bóksali.
Góðtemplarareglan á íslandi átti 75
ára afmæli þann 10. jan. síðastliðinn.
Fyrsta stúkan, ísafold nr. 1, var
stofnuð á Akureyri 10. jan. 1884. —
Stofnendur voru aðeins tólf. Stofnandi
ísafoldar var norskur skósmiður, Óli
Lied að nafni, er fluttist til Akureyrar
vorið 1883 frá Álasundi í Noregi, 36
ára að aldri. Aðrir mestu áhrifamenn
að stofnun Reglunnar voru þeir: Frið-
björn Steinsson, bóksali, en í húsi hans
var fyrsta stúkan stofnuð, og Ásgeir
Sigurðsson, síðar ræðismaður.
Friðbjörn var áður kunnur að áhuga
nm bindindismál. Hann hafði fjórum
árum áður stofnað bindindisfélag á
Akureyri og verið formaður þess. —
Þegar vorið 1884 var stofnuð stúka á
ísafirði og litlu síðar um sumarið tvær
stúkur í Eyjafirði. — Á næsta sumri
(1885) var fyrsta stúkan stofnuð í
Reykjavík og önnur í Hafnarfirði og
svo hver af annarri. Isinn var brotinn.
Skipulagsmáttur Reglunnar sýndi sig
ljóslega hér sem annars staðar. Stór-
stúka íslands var stofnuð 1886, og
sama ár var fyrsta barnastúkan stofn-
uð í Reykjavík, Æskan nr. 1 og stuttu
seinna barnastúka í Hafnarfirði og
önnur á Akureyri.
Unglingareglan hefur frá upphafi verið sterkur þáttur í
starfi Reglunnar hér á iandi, og er sá þáttur í starfsemi Regl-
unnar, sem almennt hefur notið viðurkenningar. — Árin liðu.
Góðteimplarastúkur voru stofnaðar i flestum kauptúnum og kaup-
stöðum umhverfis landið og þegar iiðin voru tíu ár frá stofnun
Ísafoldar var búið að stofna 48 stúkur víðsvegar um landið. Nú
eru starfandi hér á landi 113 Góðtemplarastúkur og eru félagar
þeirra rétt um 10000. Uim og fyrir aldamótin síðustu voru vor-
dagar í íslenzku þjóðlífi. Þrjár félagsmálahreyfingar bárust þá
til landsins. Þessar iþrjár vordísir voru: Góðtemplarareglan,
Ungmennaféiagsskapurinn og samvinnuhreyfingin. Ailar hófu
þær göngu sína á norðlenzkri grund og hafa jafnan síðan átt
þar mikið fylgi. Ailar eru þær runnar af sömu rót og starf þeirra
miðar að því að hjálpa hverjum einstakling til meiri þroska og
betra lífs með samhjálp og samstarfi. Þessar vordísir aldamóta
áranna hafa reynst íslenzku þjóðinni heilladísir og vonandi
fylgja þær henni um ókomin ár til blessunar landi og lýð.
Góðtemplarareglan hefur beitt sér fyrir hugsjónamálum
sínnm á tvennan hátt. Annars vegar með því að hvetja ein-
staklinga tii bindindis og hins vegar með því að reyna að hafa
áhrif á áfengislöggjöfina. Mörg félög hafa verið mynduð fyrir
áhrif frá Reglunni. Má þar nefna: Leikfélag Reykjavíkur og
Dýraverndunarfélag Islands. Þá hefur Reglan rekið bamaheimili
og drykkjumannahæli. Sumarheimili fyrir börn að Jaðri og
Barnaheimilið iSkálatún. Sjómanna- og gestaheimili iSiglufjarðar
hefur stúkan Framsókn starfrækt í um tuttugu ár. Á Akureyri
keyptu templarar Varðborg og starfrækja þar nú Æskulýðs-
heimili templara, Borgarbíó og gistihús. Víðar hafa risið upp
tómstundaheimili templara t.d. á Isafirði og Reykjavík. Reglan
hefur gefið mikið út af bókum og blöðum. Barnablaðið Æskuna
hefur Stórstúkan gefið út í 60 ár. Templarar á Siglufirði hafa
gefið út hlaðið Reginn í tuttugu ár.
Yfirmaður Reglunnar á Islandi er stórtemplar. Hafa margir
merkir menn skipað það embætti. — Núverandi stórtemplar er
(Fralmhald á 8. síðu)
Á kvistinum í þessu húsi var Góðtemplarareglan á fslandi
stofnuð 10. janúar 1884.