Reginn - 12.12.1978, Side 2
2
R E G I N N
Þriðjudagurinn 12. des. 1978
— 90 ára —
Framhald af 4. síðu
arson skemmti.
Það vakti sérstaka athygli
að eiiin hinna nýkjörnu heið-
ursfélaga Ágústa Jónsdóttir,
94 ára að aldri, hélt ágæta
ræðu, sem heyrðist um allan
salinn. Að lokum var stiginn
dans
Þennan afmælisfagnað
sóttu um 80 gestir og félagar.
Stúkan þakkar af alhug
þann mikla heiður, sem henni
var sýndur á þessum tíma-
mótum í starfi hennar og fyrir
vináttu og góðvild, sem alls-
staðar skein í gegn á þessum
afmælisfagnaði. Að baki ligg-
ur löng leið, sem stundum
hefur verið ógreið en alltaf fær
og á köflum björt og lýsandi.
Framtíðina sér enginn maður
fyrir. Hún er óræð og verður
ekki skilin til hlítar fyrr en
jafnóðum og atburðir gerast.
En hugsjónir Góðtemplara-
reglunnar lýsa fram á veginn.
_______Stefán H. Halldórsson.
. j: j ja
Gleðileg jól!
Farsœlt komandi ár
AÐALBÚÐIN
Bókaverslun
Hannesar
Jónassonar
Aðalgötu 26. Siglufirði.
Nýja bruggið
í Noregi
Norðmenn kalla það flýtis-
vín (hurtigvin) sem bruggað er
úr víngerðardufti því sem nú
er selt hér og víða annars
staðar og jafnan undir því yf-
irskyni að drykkurinn eigi
ekki að vera áfengur.
Fyrstu þrjá mánuði þess árs
seldist í Noregi efni í 137 þús-
und flöskur af þessum vínum
en næstu 6 mánuði var salan
nóg í 2360 þúsund flöskur.
Því þykir nú mörgum
Norðmönnum að hér sé á
ferðinn ný landplága og fara
beri að dæmi Svía og Finna að
h:mnn sölu bessara efna.
Hnetuostur
Þeir kunna að gera ost frakkarnir.
Við stóðumst ekki freistinguna að stæla einn ostinn
þeirra og köllum hann Hnetuost.
Hnetuostur er ábætisostur úr Maribó-, Gouda-,
Óóalsosti og rjóma. Aö ofan er hann þakinn
valhnetukjörnum, að utan söxuðum hnetum.
ostur er veizlukostur
Velkomin tilAkureyrar
Hóltel Varðborg
Gisting, morgunverður, hádegisverður, Kvöld-
verður
Borgarbíó
Kvikmyndasýning öll kvöld
I. O. G. T. A kureyri
Samvinnufélögin annast stóran hluta hinnar
íslensku verslunar, hafa fjölbreyttan iónað á
vegum sínum, eiga flutningaskip, sjá um sölu
landbúnaðarafurða og hafa fiskvinnslu innan
lands og utan.
Samvinnufélögin eru, hvert fyrir sig, víðast
hvar, burðarásar atvinnulífs á sínum heima-
stöðvum. Þau eru haldbest stoð neytandans
og trygging þess að hann nái sanngjörnu verði f
og sé ekki órétti beittur í viðskiptum, hvar sem I
hann býr á landinu.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA §