Reginn - 12.12.1978, Síða 4

Reginn - 12.12.1978, Síða 4
4 R E G I N N Þriðjudagurinn 12. des. 1978 Nýlega átti Eiríkur Sigurðs- son fyrrv. skólastjóri á Akur- eyri 75 ára afmæli. Fréttamað- ur Regins sneri sér til hans og bað hann að svara nokkrum spurningum blaðsins. Hvaðan ertu ættaður, Eiríkur? Ég er Austfirðingur. Fædd- ur í Hamarsseli í Geithellna- hreppi þann 16. okt. 1903. Fór þaðan ungur og var bernskuár mín til 11 ára aldurs í Borgar- garði við Djúpavog en ung- lingsárin á Dísastöðum í Breiðdal. Og þú valdir kennsluna að ævistarfi? Já, mér þótti alltaf gaman að kenna og starfaði við kennslu og skólastjórn í 40 ár. Síðast var ég skólastjóri Odd- eyrarskólans á Akureyri í 10 ár. Hvenær gekkstu í Góð- templararegluna? Ég gekk í góðtemplararegl- una 1930 og hef starfað í henni síðan. Ég hef gert það af áhuga, því að hugsjón Regl- unnar um betra mannlíf hefur fallið saman við skoðanir mínar. Enn starfa ég sem varagæslumaður í barnastúku Eiríkur Sigurðsson og er í ritnefnd Vorblómsins. Og hvað virðist þér um út- litið í bindindismálum? Það er dapurlegt. Þar hefur mjög sigið á ógæfuhlið. Her- inn kom með kokkteilboðin hingað og síðan hefur áfeng- isneysla aukist mikið og orðið almennari en áður. Stjórnvöld hafa ýtt undir þessa óheilla- þróun, þó með heiðarlegum undantekningum. Eiríkur Sigurðsson 75 ára Svo hefur þú skrifað margar bækur? Já, ég hef verið haldinn þeirri áráttu að hafa gaman af að skrifa. Ég hef skrifað 15 barna- og unglingabækur og svo 11 bækur sögulegs eðlis þar að þrjár um sögulega þætti af Austurlandi og auk þess eina um Góðtemplararegluna á Akureyri. Þá var ég meðrit- stjóri barnablaðsins „Vorsins" í 32 ár. Auk þess hef ég þýtt 19 bækur. Hvað Þykir þér vænst um af þessum bókum? Því er vandsvarað. Þykir ekki flestum vænt um öll börnin sín? Þó held ég að mér þyki vænst um bækurnar Saga Myndhöggvarans og Strákar í Straumey af unglingabókun- um. En af öðrum bókum þykir mér vænst um Með oddi og egg, minningar Ríkhafðs Jónssonar. Það var gaman að vinna að þeirri bók. Ríkharð- ur var svo einstaklega skemmtilegur. Hvernig minntist þú svo af- mælisdagsins? Ég minntist hans á fæð- ingabæ mínum í Hamarsseli. Ég gekk þar um í fótspor for- eldra minna innan um strá og steina út á Selhjalla og fram á Einstig og tíndi nokkra steina til minja. Það er gott að minnast hátíðastunda úti í náttúrunni og var dagurinn mjög ánægulegur. Og hvað viltu svo segja að lokum á þessum tímamótum? Ég er þakklátur fyrir að hafa getað unnið að viðfangs- efnum sem hugurinn hneigð- ist að. Og ég er enn bjarsýnn eins og ég hef jafan verið. Og að lokum vil ég þakka Góðtemplarareglunr.i fyr- margvíslegan heiður sem hún hefur sýnt mér á þessum tímamötum. H.Kr. 90 ára afmæli Stúkan Daníelsher nr. 4 í Hafnafirði hélt upp á 90 ára afmæli sitt laugardaginn 14. okt. s.l. Stúkan var stofnuð 30. sept. 1888 af 17 félögum, sem allir eru tilgreindir í fyrstu fundargerð stúkunnar. Stúk- una stofnaði Magnús S. Blöndal umboðsmaður st. Morgunstjarnam nr. 11, en sú stúka var stofnuð nokkrum árum áður. Afmælishátíðin hófst með hátíðafundi, sem settur var kl. 2. 1 Æðstitemplar stúkunnar Stefán H. Hal.ldórsson flutti ávarp, Ólafur Þ. Kristjánsson hélt hátíðaræðu og Svéinn Kristjánsson, stórtemplar flutti ávarp. Lýst var heiðurs- félagakjöri fjögurra félaga stúkunnar en sá elzti er 94 ára að aldri. Fundi var slitið fyrir kl. 4. Að fundarslitum loknum gafst gestum kostur á að fara í skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Jóns Kr. Jóhannes- sonar og heimsótt voru Byggðasafnið og Bókasafn Hafnafjarðar. Kvöldfagnaður hófst svo kl. 7 með borðhaldi en veitingum stjórnaði Ólafur Jónsson. Þá var lesið upp úr fundargerð- um stúkunnar og gripið hér og þar niður í 90 ára sögu hennar, Voru upplesarar margir, en lásu stutta kafla hver þeirra. Ólafur Þ. Kristjánsson stjórn- aði þessum dagskrárlið. Gestir kvöldsins fluttu 18 ávörp og bárust stúkunni margar stórgjafir þar á meðal 100.000,- króna gjöf frá Bæj- arsjóði Hafnafjarðar, sem Kristinn Guðmundsson bæj- arstjóri afhenti með snjallri ræðu. Um kvöldið sungu syst- urnar - María og Sigurborg Einarsdætur og Omar Ragn- Framhald á 2. síðu Heiðursfélagamir nýju: Guðrún Ásbjörnsdóttir, Ágústa Jónsdóttir og Pétur Óskarsson. Hinn fjórði, María Albertsdóttir gat ekki mætt vegna lasleika.

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.