Reginn - 12.12.1978, Qupperneq 5

Reginn - 12.12.1978, Qupperneq 5
Þriðjudagurinn 12. des. 1978 R E G I N N 5 Pétur Björnsson Fyrrverandi erindreki f. 25. október 1897 9.11. maí 1978 Það hefur verið gæfa íslenskrar bindindishreyfingar frá upphafi vega að innan vé- banda hennar hafa jafnan verið sterkir einstaklingar, gæddir slíku siðferðisþreki, svo óhvikulli sannleiksást og hiklausri réttlætiskennd, að hvergi varð efast um heilindi þeirra og trúmennsku. Einn slíkra var Pétur Björnsson. Með honum er genginn einn traustasti og besti maður bindindishreyfingarinnar á vorum dögum. Hann stóð jafnan trúr og djarfur á verð- inum, brá sér hvorki við and- stöðu né hik annarra. Hann var eins og sá drangur sem brimskaflar lemja en fá hvergi bifað. Pétur Bjömsson var fæddur að brekkukoti fremra í Blönduhlíð 25. október 1897. Foreldrar hans voru hjónin StefaníaiMargrét Jóhannes- dóttir og Björn Guðmundsson sem síðar bjuggu um skeið að Á í Unadal og voru löngum kennd við þann bæ. Pétur Björnsson ólst upp með foreldrum sínum, fyrsta árið að Brekkukoti, þá á Bakka í Viðvíkursveit til 1906 og síðan á Á í Unadal frá 1906 til 1915 en þá flutti fjölskylda hans til Siglufjarðar. Þar varð starfsvettvangur Péturs í rúm 40 ár, allt þar til hann gerðist erindreki Áfengisvamaráðs, að því nýstofnuðu árið 1955. Ungur sigldi Pétur til Nor- egs og vann þar við beykisstörf og fleira árið 1919 og 1920. Er heim kom til Siglufjarðar tókst hann á hendur ýmiss konar störf til ársins 1927 er hann stofnaði verslun sem hann starfrækti til 1958. Eins og fyrr segir hafði hann gerst erind- reki Áfengisvarnaráðs 1955 og því flutti hann heimili sitt til Reykjavíkur. Hann gengdi störfum hjá Áfengisvamaráði til hausts 1976. Um sjö ára skeið, frá 1944, stundaði hann búskap í Garði í Hegranesi samhliða kaupmennskunni. Auk þessara aðalstarfa vann Pétur Bjömsson að fjöl- mörgum öðrum málum er til heilla horfðu. Til að mynda hefur ekki verið minnst á störf hans, mikil og merk, innan bindindishreyfingarinnar. Áður en það verður gert er tilhlýðilegt að minnast konu hans, sem átti ómældan þátt í störfum hans og heillum þeim er honum fylgdu, Þóru Jóns- dóttur, útvegsbónda frá Ysta- bæ í Hrísey, Kristinssonar. Þau Pétur giftust 2. júní 1928. Sér hún því á bak manni sín- um eftir hálfrar aldar hjúskap. Fjögurra barna varð þeim hjónum auðið og eru öll á lífi. Þegar Pétur Bjömsson varð 75 ára og á áttræðisafmæli hans minntist ég hans nokkr- um orðum. Þar segir örlítið frá félagsmálastarfsemi hans og raunar þeirra hjóna beggja. Mun ég vitna til þess að nokkru hér: Þau hjón, Þóra Jónsdóttir og Pétur Björnsson, höfðu, þegar þau giftust, verið í stúk- unni Framsókn um skeið og frú Þóra „hafi þá um sinn verið ein helsta stoð og stytta bindindisstarfs á Siglufirði. Unnu þau hjón síðan samhent og ákveðið að félagsmálum Siglfirðinga í tæpa þrjá ára- tugi. Frú Þóra var löngum gæslumaður barnastúkunnar Eyrarrósar og mun varla of- mælt að hún hafi leitt tvær kynslóðir ungra Siglfirðinga fyrstu sporin á félagsmála- brautinni. Mér er í barnsminni hve henni var eðlilegt að beina hugum ungs fólks að þeim siðum sem háleitastir eru. Fyrir það eiga margir henni þakkarskuld að gjalda. Pétur Björnsson var hins vegar lengst af í fylkingarbrjósti í stúkunni Framsókn.“ Einn merkasti þátturinn í starfi stúkunnar var stofnun og starfræksla Sjómanna- og gestaheimils Siglufjarðar. „Saga Sjómannaheimilisins er gildur þáttur í sögu Siglu- fjarðar um aldarfjórðungs skeið. Ekki hygg ég á neinn hallað þó að þess sé minnst að Pétur Björnsson átti hvað drýgstan þáttinn í stofnun þess og var öruggur bakhjarl starf- seminnar j^fnan síðan.“ í stjórn Sjómanna- og gesta- heimilisins sat hann rúma tvo áratugi. Og þótt þessa eins væri minnst af störfum Péturs á Siglufirði „nægði það til að tryggja honum verðugan sess meðal bestu forystumanna Siglfirðinga.“ Þegar Pétur Björnsson varð fyrsti erindreki Áfengisvarna- ráðs hafði frú Þóra um nokk- urt árabil verið stórgæslu- maður í unglingastarfs Stór- stúku íslands. „Var eðlilegt að þau voru kvödd til starfa fyrir landsmenn alla. Slík höfðu störf þeirra á Siglufirði verið.“ „Pétur Bjömsson átti hvað drýgstan hlut að máli þegar hafist var handa við að skipu- leggja störf áfengisvarna- nefnda og stofna félög þeirra. Þar var í engu rasað um ráð fram en unnið af stillingu og festu. Pétur fór sér að engu óðslega, gaf sér tíma til að kynnast aðstæðum á hverjum stað, mönnum og málefnum. Verk hans eru því traustrar gerðar eins og maðurinn sjálf- ur og unnin af þeirri einlægni og innsýn í kjör manna og háttu að vini“ átti „hann í hverri byggð á landi hér.“ Áfengisvarnaráð og áfeng- isvarnamenn víðs vegar um land þakka störf Péturs og samstarfið við hann frá upp- hafi vega. Hann sat lengi í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu og mun starfa hans á þeim vettvangi lengi sjá staði. Oryggi, festa og gætni einkenndu störf hans og dagfar allt. Hann var óvenju heilsteyptur maður. Fjas og sýndarmennska voru eitur í beinum hans. Hann vildi vel og vann vel. Mér er í minni hversu náið hann fylgdist með högum góðra vina sinna í áfengisvarnanefndum víðs vegar um land. En Pétur var ekki allra. Óheiðarlegt fólk, svikult og rætið, átti ekki upp á pallborðið hjá honum. Um slíkt fólk vildi hann helst ekki tala; hann þekkti það ekki. Trúlyndi hans sjálfs var svo sterkur þáttur skaphafnarinn- ar að hann átti bágt með að þola yfirboðshátt, dómgreind- arskort og illgirni flysjunga. Pétur Björnsson man ég allt frá þeim tíma að ég tók að skynja veröldina í kring um mig. Með þeim föður mínum var kær, gamalgróin vinátta sem ekki féll skuggi á meðan báðir lifðu. Síðar átti ég eftir að verða stamstarfsmaður Péturs um árabil. Ekki gat ég óskað mér betri félaga þótt aldursmunur væri nokkur. Það fylgdi því notaleg örygg- iskennd og vita af honum í stólnum sínum. Ráð hans voru heillaráð. Honum gat ég treyst í hverjum vanda. „Betri voru handtök hans heldur en flestra tveggja". Og nú er Pétur horfinn frá önnum þessa lífs og erli, ald- inn að árum. Hvíldin mun kær vinnulúnum atorkumönnum. Og það er gott að kveðja með slíkt dagsverk að baki sem Pétur á. Frú Þóru og öðrum aðstandendum vottum við samúð. Guð gefi honum raun lofi betri. Ólafur Haukur Árnason.

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.