Reginn - 12.12.1978, Side 7

Reginn - 12.12.1978, Side 7
Þriðjudagurinn 12. des. 1978 R E G I N N 7 Almenn ályktun 13. þings Landssambandsins gegn áfengisbölinu Landssambandið gegn áfengisbölinu hvetur þjóðina til alvarlegrar íhugunar um það mikla böl sem leiðir af áfengisneyslu. Sérstaklega at- hygli vekur sambandið á nið- urstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hin síðari ár á notkun áfengis og afleiðing- um hennar. Má þar nefna rannsóknir yfirlæknanna, dr. Tómasar Helgasonar og Jó- hannesar Bergsveinssonar, og Gylfa Ásmundssonar sálfræð- ings. Þingið bendir á beiska reynslu annarra þjóða sem hafa ætlað að bæta ástandið með því að draga úr hömlum á framleiðslu og sölu áfengra drykkja. Þar eru nýleg dæmin frá Svíþjóð, Finnlandi og Kanada. Engir verða eins hart úti og börnin vegna áfengisneyslu foreldra þeirra eða annarra forráðamanna. Hún veldur þeim öryggisleysi og veikir eða jafnvel brýtur niður grund- völlinn undir lífi þeirra. Slíkt leiðir gjarnan til vantrausts á umhverfinu. afbrota og jafn- ve! sálsýki. Verða þessi börn öðrum fremur olnbogabörn þjóðfélagsins. í tilefni Alþjóðaárs barnsins hvetur sambandið alla til að íhuga þessi mál gaumgæfi- lega. Heimilið er hornsteinn þjóðfélagsins. Þar verða börn- in að njóta öryggis og skjóls. Fordæmi foreldra er áhrifa- mesta aflið í uppeldi barna þeirra. Bindindi og reglusemi stuðla öðru fremur að góðri heilsu og hamingjuríkri fram- tíð barnanna. Samþykktir 13. þings Landssambandsins gegn áfengisbölinu I. Landsambandið gegn áfengisbölinu hefur áður var- að við frjálsri sölu bruggefna sem að vísu eru seld undir því yfirskini að gera skuli óáfenga drykki en keypt að því er al- mennt er talið, í þeim tilgangi að brugga áfengi enda jafnan auglýst á sölustað hversu auð- velt sé að gera bruggið sterk- ara en lög leyfa. Þingið skorar á stjórnvöld að stöðva sölu þessara bruggefna og tilheyr- andi tækja eins og Svíar og Finnar hafa gert. II. Þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu finnur engin rök fyrir því að þeir sem fara landa milli hafi leyfi til að kaupa og flytja inn tollfrjálst áfengi umfram aðra menn. Þar sem vitað er að afnám þessara fríðinda er nú mjög til umræðu með nágrannaþjóð- um skorar þingið á íslensk stjórnarvöld að styðja það í samvinnu við þær. III. Þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu 1978 þakkar það sem unnið hefur verið á vegum menntamála- ráðuneytisins til að tryggja ýt- arlega fræðslu í skólum um áfengi og önnnur fíkniefni. Þingið væntir þess að áfram verði haldið í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða og verki hraðað sem kostur er. IV. Þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu vekur athygli á eftirfarandi ályktun er samþykkt var á svæðisráð- stefnu Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar um áfengi og önnur fíkniefni í ágúst s.l.: „Sérstök skylda hvílir á mönnum í áhrifastöðum í þjóðfélaginu til að sýna fyllstu ábyrgðí afstöðu til áfengis og annarra fíkniefna.“ Þingið ítrekar áskorun til opinberra aðila um að hætta áfengisveitingum. V. Þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu minnir á það að á þessari öld tölvu, skýrslugerða og áætlana liggur ekkert fyrir um það hvað áfengisneysla íslendinga kost- ar. Þó liggur fyrir í opinberum gögnum ýmislegt um vissa liði þessara mála, svo sem þegar Almannatryggingar greiða 150 miljónir króna á einu ári í dvalarkostnað íslenskra of- drykkjumanna á erlendu hæli. sjúkrasögur manna á innlend- um sjúkrahúsum og hælum, lögregluskýrslur um slys og voðaverk o.s.frv. Hér má líka nefna bein framlög ríkis og sveitarfélaga til. viðnáms og hjúkrunar í sambandi við áfengisneyslu. Vitað er að fé- lagsvísindadeild Háskóla ís- lands hefur talið þetta verk- efni stærra en svo að fjárhagur hennar leyfi að það sé leyst. Auðvitað eru sumar afleið- ingar áfengisneyslu þannig að þær verða aldrei metnar til fjár en mörgum þeirra fylgir beinn fjárhagslegur kostnaður og aðrar eru einkum fjárhags- legar. Þingið beinir því til Hagsstofu íslands, Þjóðhags- stofnunar, Háskóla og Fjár- málaráðuneytisins að mikið skorti á hagfræðilega þekk- ingu um þjóðarbúskapinn meðan þetta dæmi er óreikn- að. VI. Þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu lýsir ánægju sinni yfir því sem unnist hefur undanfarið í hjálparstarfi ýmiss konar við þá sem fatast hefur stjórn á drykkjufýsn sinni og lýsir ein- dregnum stuðningi við þá stefnu að byggja upp full- nægjandi kerfi hjálparstofn- ana innan lands svo sem verða má. Jafnframt bendir þingið á að sigur í baráttunni við þetta þjóðarmein vinnst aldrei meðan áfengisneysla þjóðar- innar minnkar ekki því að stöðugt bætast við nýir sjúk- lingar í stað þeirra sem bjarg- ast. Áfengisbölið verður því ekki minnkað nema áfengis- neyslan minnki. Því leggur þingið höfuðáherslu á það að efla verði fyrirbyggjandi starf sem miðar að almennri bind- indissemi. VII. Þing Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu minnir á hve mikil not má hafa af Sjónvarpinu til áfeng- isvarna og fræðslu á árverkni er með og áhugi á að beita því í samræmi við ályktun Al- þingis um þau efni 1976. Hér vantar ekki annað en að nota það sem til er og koma á sam- starfi Sjónvarpsins, Áfengis- varnaráðs og bindindishreyf- ingarinnar. Slíkt samstarf virðist svo eðlilegt að furðu- legt má kalla ef lengi dregst úr þessu að það hefjist. % Frétt frá stúkunum á Akureyri Á bindindisdaginn 26. nóv. s.l. fóru barnastúkurnar þrjár. Sakleysið, Von og Samúð, á Akureyri í mótmælagöngu gegn reykingum og gengu um Miðbæinn. Gengu börnin undir fánum og báru spjöld með ýmsum áletrunum um ó hollustu reykinga. Spjöldin höfðu þau sjálf búið til með hjálp eins gæslumannsins. Gengið var fra félagsheimili templara, Varðborg, og þang- að aftur. Horfðu börnin þar i kvikmynd eftir gönguna Fremur kalt var þennan dag.

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.