Reginn - 12.12.1978, Side 8
8
R E G I N N
Þriðjudagurmn 12. des. 1978
Hátíðafundur á Akureyri
Umdæmisstúkan nr. 5 hafði
hátíðlegan fund í félagsheimili
templaga á Akureyri 16. nóv-
ember. Þar var. minnst þess að
80 ár eru liðin frá stofnun
umdæmisstúkunnar og fimm-
tíu ár frá stofnun þingstúku
Eyjafjarðar.
Eiríku Sigurðsson fyrrver-
andi skólastjóri flutti sögulegt
yfirlit um þessi samtök stúkn-
anna nyrðra.
Starf umdæmisstúkunnar
féll niður um skeið 1903 og
aftur 1915, en síðan 1923 hef-
ur hún starfað óslitið. Fyrsti
umdæmistemplar var sr. Arni
Björnsson á Sauðárkróki.
Fyrsti Þingtemplar var Árni
Jóhannsson gjaldkeri.
Aðkomumenn á þessum
hátíðafundi voru Kristinn
Vilhjálmsson og Halldór
Kristjánsson. Þeir fluttu
heillaóskir og lögðu áherslu á
þýðingamikið starf templara
norðan lands, ekki aðeins
fyrir hérað þeirra, heldur
landið allt.
Umdæmistemplar er nú
Guðmundur Magnússon en
þingtemplar er íngimar Eydal.
A þessum hátíðafundi var
þess líka minnst að Eiríkur
Sigurðsson átti 75 ára afmæli á
þessu hausti. Var það mjög að
maklegleikum því að Eiríkur á
langt og mikið starf að baki í
bindindismálum, bæði í
barnastúku, undirstúku og
æðri stigum reglunnar og við
sjómannaheimilið á Siglufirði
á sínum tíma.
Að hátíðafundi loknum
settust menn að kaffiveiting-
um og gamanmálum.
Áfengismál á Alþingi.
Vilhjálmur Hjálmarsson
213 menn leita lækningar
vestur um haf á 9 mánuðum.
Dvölin kostar almanna-
tryggingar 150 miljónir.
Hvernig er ríkisvaldinu beitt?
Málefni áfengissjúklinga og
utanfarir þeirra var til um-
ræðu á Alþingi 31. öktóber
vegna fyrirspurnar frá Braga
Nielssyni lækni.
í framsöguræðu sinni sagði
læknirinn m.a. „Af aukinni
áfengisneyzlu leiðir hið óhjá-
kvæmilega, að áfengissjúkl-
ingum fer fjölgandi".
I svari félagsmálaráðherra
kom fram að frá áramótum til
30. september 1978 fóru 168
karlar og 43 konur til hælis-
vistar í Ameríku vegna
drykkjuhneigðar. Sjúkrasam-
lög borga dvölina vestra en
hún er talin um 750 þús. kr. á
mann.
Nokkrar umræður spunn-
ust af fyrirspurn Braga. Oddur
Ólafsson læknir sagði m.a.
„Þegar ég var að basla við
að læra læknisfræði þá var því
slegið föstu að kannski lukk-
aðist að lækna í mesta lagi
4-5% af þeim áfengissjúkling-
um sem reynt væri að lækna.
Nú er þetta breytt í svo ríkum
mæli, að talið er allt að 50% af
þeim, sem teknir eru til með-
ferðar, nái fullri heilsu.“
Fréttir af S.Á.Á
SÁÁ, samtök áhugafólks
um áfengismál, hafði aðal-
fund sinn í október s.l. en þá
var liðið ár frá stofnun sam-
takanna. Þar voru lagðir fram
reikningar og flutt skýrsla um
starfsárið 1977-1978.
Stofnfélagar urðu skráðir
um 7.000 en ekki hafði nema
röskur þriðjungur þeirra —
36% — greitt stofngjald
Hins vegar hafa samtökin
haft yfir 18 miljónir króna í
tekjur. Þar i eru stofnframlög
7 miljónir og eru þar í framlög
fyrirtækja, styrkur frá sveitar-
félögum rúmar 4 miljónir og
tekjur af útgáfu Tímarits SÁÁ
tæpar fimm miljónir, en það
er auglýsingastyrkur, en alls
námu auglýsingatekjurnar
fullum 7 miljónum.
SÁÁ hefur stutt að ferðum
80 manna til Ameríku til
dvalar í Freeport. Það rekur
nú afvötnunarstöð í Reykjadal
í Mosfellssveit og hefur þar 24
gistivini í senn og er jafnan
fullt. Oft eru 30-40 manns á
biðlista í Reykjadal. Starfs-
menn eru þar 14. Bjarni Þjóð-
leifsson læknir hefur flutt þar
fyrirlestra vikulega.
Þá hefur SÁÁ komuð upp
hæli í Sogni i Ölfusi. Það er
ætlað 20-25 manns en þó hef-
ur tala vistmanna farið upp í
26 í einu ,og þegar aðalfund-
urinn var biðu sjö menn í
Ræykjadal eftir því að komast í
Sogn. Talið er að ekki veiti af
að taka við 60 manns í mánuði
hverjum á sjúkrastöð.
Dregið hefur úr Ameríku-
ferðunum eftir að starfsemin í
Sogni hófst.
Hilmar Helgason, sem hef-
ur verið endurkosinn formað-
ur samtakanna, lét svo um
mælt í skýrslu sinni að þau
ættu í baráttu við þjóðfé-
lags-óvin númer eitt, versta og
skæðasta óvin íslenskrar þjóð-
ar. Hann sagði að orðið hefði
út undan að vinna fyrirbyggj-
andi starf og þar yrði að taka
sig á. Takmarkið yrði að vera
að minnka tíðni alkóhólist-
anna eins og hann orðaði það
í þessari skýrslu koma fram
ýmsar upplýsingar um áfeng-
ismál íslendinga.
Sú heilbrigðisþjónusta sem
hér er sagt frá, og vissulega er
rekin af myndarskap, dugar
ekki til að taka við framleiðslu
alkóhólistanna eins og tíðni
þéirra er nú. Þessi hjálpar-
starfsemi er og verður alls
ófullnægjandi meðan áfengis-
nautn er jafn almenn og al-
geng og hún er nú. Þetta er því
vonlaust nema bindindissemi
vaxi.
Samkvæmt þessu virðist
talið vonlítið að helmingur fái
verulegan bata þrátt fyrir allt.
Nokkuð töluðu þingmenn
um gæsluvistarsjóð og töldu
ýmsir að framlög til hans hefði
verið og væru um of af skorn-
um skammti. Hitt nefndi eng-
inn að undanfarin ár er þetta
líklega eini liður sem er lægri á
ríkisreikningi en fjárlögum.
Gæsluvistarsjóður hefur
nefnilega ekki fengið það lítið
sem honum var þó veitt að
lögum.
Vilhjálmur Hjálmarsson
sagði m.a.:
„Ég held að það, sem fram
hefur komið í þessum umræð-
um, gefi alveg ótvírætt til
kynna að fjölgum áfengis-
sjúklinga er mjög ör og það
verði að neyta allra ráða, það
megi hvergi slaka á og verði að
leita allra úrræða til að mæta
þessum vágesti. Hitt er svo
merkilegt, að það skuli helzt
ekki hvarfla að neinum í sam-
bandi við þessi mál, að það sé
ástæða til þess fyrir hið opin-
bera að breyta háttum sínum
og hætta þeirri siðvenju að
gera allt sem unnt er til þess að
rótfesta þá skoðun, að daga-
munur og góðra vina fundur sé
óhjákvæmilega tengdur áfeng-
isneyslu. Það held ég að menn
ættu að íhuga í leiðinni, þegar
þessi vandamál eru rædd.“