Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Page 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Page 8
6 FÉLAGSTÍÐINDI Geta fengið hærri laun með úrsögn úr félaginu? Nokkrir starfsmenn hjá Rarik Er fjármálaráðuneytið að semja um mismun- andi kjör fyrir sömu störf eftir því við hvaða stéttarfélag er samið? Geta sumir félagar í SFR hækkað laun sín verulega með því einu að færa sig úr félag- inu yfir í annað stéttarfélag en gegna áfram sama starfinu? Tilefni þessara spurninga er skrifleg beiðni sem fram hefur komið frá rafmagnsveitu- stjóra RARIK þess efnis að þeir menn sem gegni störfum "rafveitustjóra II" samkvæmt kjarasamningi BSRB og SFR fái að ganga í Rafiðnaðarsamband íslands. í bréfi rafmagnsveitustjóra er vísað til þess að undirmenn "rafveitustjóra II" séu í Rafiðnaðarsambandi íslands. "Stór hluti þeirra er mun betur launaður en rafveitu- stjórarnir, sem eru á kjörum BSRB. Hafa rafveitustjórarnir ítrekað bent á þennan mismun og óskað eftir leiðréttingu. Þrátt fyrir að lítils hátter leiðrétting hafi feng- ist við sxðustu kjarasamninga SFR, þá er enn langt í land að þessir menn nái þeim launakjörum sem þeir myndu að öllum lík- indum fá samkvæmt samningum Rafiðnaðarsam- bandsins". Fram kemur ennfremur, að nokkrir þessara manna hafi óskað þess eindregið að fá að flytjast yfir á kjör Rafiðnaðarsambandsins. Leitaði rafmagnsveitustjóri eftir samþykki iðnaðarráðuneytisins við þá málaleitan og fékk þar hið snarasta samþykki. Að því búnu ritaði rafmagnsveitustjóri SFR bréf, þar sem skýrt var frá því, að "nokkrir rafveitustjórar II hjá Rafmagnsveitunum, sem eru á launakjörum BSRB og félagsmenn í SFR hafa lagt mikla áherslu á að fá að taka laun samkvæmt samningum Rafiðnaðarsambands íslands og Rafmagnsveitnanna". PRINSIPPMÁL SFR ritaði BSRB bréf af þessu tilefni. Þar segir m.a.: "Það hefur verið stefna stjórnar SFR á undangengnum árum að samþykkja skilyrðis- laust úrsagnir fólks úr félaginu, með vísun til ákv. stjórnarskrár lýðveldisins um félagafrelsi. Fyrst og fremst hafa vilja skipta um stéttarfélag * þessar beiðnir verið frá fagmenntuðum ' hopum eða einstaklingum, sem gengið hafa í » BHM, til samstarfs við samskonar hópa eða ' stéttir með sambærilega menntun, eins og i tæknifræðingar, sjúkraþjálfarar, iðju- | þjálfar og félagsráðgjafar, svo dæmi séu i nefnd. Hliðstæð þróun hefur verið að því | er virðist hjá öðrum félögum innan BSRB. ( NÚ ber hins vegar nýrra við, forstj óri > eins af stærri stofnunum ríkisins óskar ( eftir flutningi starfsmanna sinna af kjara- ' samningum ríkisstarfsmanna með samþykki , fagráðuneytis. Forsenda flutningsins er ' samkvæmt fullyrðingu forstjórans, sem » fram kemur í bréfinu, að kjarasamningar [ BSRB/SFR séu það lélegir, að laun undir- i manna á kjarasamningum ASÍ/RÍ séu undan- ' tekningalítið hærri en laun yfirmanna i þeirra. ' Fullyrðing þessi er mjög alvarleg með sér- , stöku tilliti til þess, að samningar þeir 1 sem vísað er til eru samningar sem fjár- , málaráðuneytið hefur gert m.a. fyrir ' línumenn RARIK við umrætt félag. [ Stjórn SFR hefur enn sem komið er ekki » tekið afstöðu til þessa erindis. Hér ! virðist við fyrstu sýn vera um annað og • miklu stærra "princip" mál að ræða, svo J hægt sé að afgreiða það með sama hætti og » flutningi yfir til BHM. M.a. með vísan til , nýfallins dóms á Siglufirði, um heimild ' fyrir einstakling til flutnings af kjara- ( samningum Vöku yfir í samtök bæjarstarfs- ' manna. Dómsniðurstaða var að flutningur , væri óheimill vegna forgangsréttarákvæða í ' samningum Vöku. Aðeins einu sinni hefur , það gerst áður, að félagsmenn SFR hafa með » beinum eða óbeinum hætti verið fluttir eða , þrýst úr félaginu yfir í aðra kjarasamninga, ! en það var í samningum við Sementsverksmiðju i ríkisins á Akranesi. Frá þeim tima hefur ! með öllum tiltækum ráðum verið ýtt á félags- i menn að yfirgefa samtökin. T.d. með því að J neita eða smokra sér undan endurskoðun á i samningum umræddra félagsmanna, allt frá J því að samningurinn var gerður um forgangs- » rétt verkalýðsfélaganna á staðnum til vinnu J í verksmiðjunni. , Félagið væntir þess að samstarfsnefnd BSRB

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.