Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Síða 9

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 27.03.1985, Síða 9
FÉLAGSTÍÐINDI 7 taki mál þetta til skoðunar og afgreiðslu svo fljótt og hægt er". Mál þetta hefur verið rætt í samstarfsnefnd BSRB og ríkisins. Þar hefur fjármálaráðu- neytið ekki enn viljað fallast á að Rafiðn- aðarsambandið semji fjrrir þessa starfsmenn RARIK. VERULEGUR LAUNAMUNUR? En er um verulegan launamun að ræða hjá raf- veitustjórum II eftir því hvort þeir taka laun eins og nú er samkvæmt samningum BSRB/ SFR, eða færu þeir á samninga Rafiðnaðar- sambandsins? Lausleg athugun bendir til þess að fjármála- ráðuneytið hafi samþykkt mun betri kjör í samningum við Rafiðnaðarsambandið en BSRB/ SFR. Sem dæmi má nefna að byrjunarlaun flokkstjóra sem allmargir eru undirmenn rafveitustjóra II, voru í febrúar 25.970 krónur á mán- uði. Þeir tóku laun samkvæmt öðrum flokki £ samningi Rafiðnaðarsambandsins, en sá flokkur hefur 15% álag. Sá flokkur, sem rafveitustjórar II myndu líklega taka laun eftir ef þeir væru í Rafiðnaðarsambandinu, hefur hins vegar 32.4% álag. Byrjunarlaun rafveitustjóra II í samningum BSRB/SFR voru hinsvegar 24.569 krónur í febrúar, eða lægri en flokkstjóranna. Hámarkslaun flokkstjóra voru þá 30.385 krónur eftir 10 ára starf, en hámarkslaun rafveitu- stjóra II aðeins 28.075 og það eftir 18 ára starf. Augljóst er því að hið opinbera hefur samið við Rafiðnaðarsambandið um mun hærri launa- kjör en við BSRB/SFR. Er þetta enn eitt dæmið um gróflega mismunun í garð opinberra starfsmanna. En samanburður á kjarasamningum gefur einnig til kynna að á ýmsum öðrum sviðum hafi hinu opinbera þótt rétt að semja betur við Raf- iðnaðarsambandið en BSRB/SFR. Þetta á t.d. við um orlof, uppsagnarfrest, orlofsfé, svo- nefnt orlofsframlag (sem er 2ja vikna laun hjá Rafiðnaðarsambandinu), desemberlauna- uppbót (sem einnig nemur 2ja vikna launum), möguleika á fríum án launa með reglulegu millibili og um vinnu- og hvíldartíma. Hér er að sjálfsögðu um að ræða stórmál, sem samtök opinberra starfsmanna verða að taka til rækilegrar skoðunar. Starfsmenn í Lands- smiðjunni eiga rétt á greiðslu biðlauna Að mati lögfræðings SFR eiga þeir félagar í SFR, sem ráðnir voru með gagnkvæmum 3ja mánaða uppsagnarfresti hjá Landssmiðjunni og sagt var upp vegna eigendaskipta á fyrir- tækinu um áramótin, rétt til biðlauna samkv. 14. grein laga nr. 38/1954. Sem kunnugt er tók nýtt hlutafélag einstak- linga við Landssmiðjunni úr höndum ríkisins um sxðustu áramót. Öllum starfsmönnum var sagt upp í september 1984 miðað við 1. jan. 1985. Ekki var deilt um það, að uppsögnin hafi farið fram með lögmætum hætti, heldur var spurningin sú, hvort réttur ráðins manns til biðlauna samkvæmt 14. grein áður- nefndra laga haldist þrátt fyrir lögmæta uppsögn, ef staða hans er lögð niður. Telur lögfræðingurinn, að gildandi íslenskur rétt- ur tryggi réttinn til biðlauna í slíkum tilvikum og vísar því til stuðnings í dóma Hæstaréttar frá árinu 1964, þar sem fjallað var um hliðstæð mál. Sérprentaðir sérsamningar SFR hefur gefið sérkjarasamning félagsins út sérprentaðan í handhægum bæklingi. í bæklingnum er bæði hinn almenni sérkjara- samningur félagsins við fjármálaráðuneytið og eins aðrir sérkjarasamningar, sem gerðir hafa verið, bókanir og fleira sem að þeim lítur. Bækling þennan má fá á skrifstofu SFR að Grettisgötu 89, Reykjavík. Samkomulag Á fundi samstarfsnefndar BSRB og fjármála- ráðuneytisins varð að samkomulagi, að við talningu á óreglulegri yfirvinnu í veik- indum yrðu fjarvistir í verkfalli BSRB taldar eins og um launalaust leyfi væri að ræða. í reynd þýðir sú regla, að yfirvinna sxðustu sex mánaða er talin aó verkfallsdögunum með- töldum, en í staðinn fyrir að nota deilitöl- una 1000 er tekið tillit til fjarvistanna og deilt með 800.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.