Bekkurinn - 01.10.1934, Qupperneq 2

Bekkurinn - 01.10.1934, Qupperneq 2
2 2 BEIKURI N ÍJ ■um kenn&rans og skilja þau, þegar unnið er með öðrum aðferðum en þeim, sem vaiiinn hefir helgað, eins og gert er t.d. í bekk B. Samvinna aðstandenda barna og kennara getur fariö fram með ýmsu móti. Hugsanlegt er t.d., að kennarinn heimsæki foreldra nemenda sinna af og til og ræði við þá um börn þeirra og störf sín fyrir þau. Þessi aðferð er irtilokuð hár í Reykjavík, af þeirri einföldi^ ástæðu, að hún útheimtir meiri tíma en kennarar hafa yfir- leitt ráð á. Laun kennara eru svo lág, að þeir verða að hafa auka- störf, til að geta^lifað, og eru því þess vegna allþröng takmörk sett, hve miklum tíma þeir geta fórnaö skólastarfi sínu, fram yfir það, sem þeir fá laxxn fyrir. - Af svipuðum ástæðum er hitt útilokað, að foreldrar alménntk heimsæki líennara barna sinna af og til, til umtals um þau. Hlýtur þó hverjum kennara að vera það ljúft, að foreldrar nemenda hans komi að máli viö hann til ráða- gerða um börnin, er þeim þykir ástæða til. Algengasta og handhægasta ráoið til þess að foreldrar og kennarar nái saman, er foreldrafundir, þar sem foreldrar og kenn- arar ,koma saman í hóp í .skólan-um og ræða það, sem helzt liggur á hjarta. Eg hefi haldið slíka fundi með foreldrum nemenda minna, öll þau ár, sem eg hefi stundaö skólakennslu, þar á meðal þá þrjá vet- ursem eg hefi starfaö við austurbæjarskólann. Og eg mun boða slíka fundi enn í vetur. kn eg hefi fimdiö mjög til þess, að fund- irnir hafaiverið ónógir, einkixm vegna þess, aö’ mór hefir elcki tek- izt að fá að þeim þá aösókn, sem eg get veriö ánægöur meö. All- margir foreldrar nemenda minna hér í Austurbæjarskólanum, 20-30 fo} hafa aldrei sótt foreldrafundi þá, er eg hefi boðað, og til þeirra foreldra hefi eg ekki náð meö það, sem eg gjarna vildi segja þeim um skólastarf mitt. *'Ef fjalliö kemur ekki til MÚhemeðs, verður ihíhameð að koma til fjallsins',• . Hr því að mér hefir ekki heppnazt að ná í nema nokkurn hluta af foreidrum nemenda minna á foreldrafundum, ræðst eg í að gefa út þetta blað og senda. þeim öllum, í þeirri von að þaö verðilesið, og athugað það, sem þar kann sagt að verða. I blað- inu mun eg eihkum ræöa málefni, er snerta 7, bekk B, drengina þar og starfsemi mína í þeim bekk, en þar kenni eg 30 stundir á viku, eða allar kennslustundir mínar í skolanum. Einnig getxir verið, að blaðið minnist á málefni Austurbæjarskólans almennt og skólamál og uppeldi yfirleitt. - • . s,Bekkuriim*J er -fyrsta foreldrablað, sem géfið er út frá bamaskólunum í Heýkjavík, og fyrsta slíkt blað, sem gefiö er út frá einstökum bekk hér á landi. Hugsað er til, að hann komi út einu sinni í mánuði, meðan skóli starfar, 4 síður í hvert skipti, eða 28-32 síður yfir ^veturinn. Mér er áhugamál, aö aðstfindendur allra 35 drengjanna í bekknum lesi blaðið. En þar sem e^ get eng- um skipað að kaupa það né- borga, hljrtur það aö koma út a minn kostnað, en kosta lesendur ekkert. Þakklátur mun eg þó'verða fyr- ir að fá þá greiöslu fyrir blaðið, aö bendingar þær, sem þar komá fram, verði teknar til athugunar. Eg mælist eindregið 'til þess viö foreldra nemenda minna, að þeir komi að máli við mig um það, sem þeim þykir ástæða til, viö- víkjandi 'skólavist drengjanna, námi þeirra, framförum og líðan. Einkum vil eg mælast til þess, að rætt sé við mig fyr en aðra það,

x

Bekkurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bekkurinn
https://timarit.is/publication/1547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.