Bekkurinn - 01.10.1934, Qupperneq 4
4 -
BEKKURI II
4
MJÓLK OG MATUR.
<» n ií ii n;) u iffT ii i! s» 'iní it il it íí (t (» k r. ti uti tt
Undanfarna vetur hafa börnin átt kos't á að fá mjólk
hér í skólanum, á miðjum námstíma hvern dag; og hefir-það;verið
mjög mikið notað. Slík mjólkurveiting^er hin mesta nauðsyn, því
að börnin verða miður sín a® hungri síöustu kennslustundir., ef
þau fá enga næringu í skólanum, eigi sízt börn, sem fara snernma
morguns að heiman .og hafa litla lyst, áður en þau^fara heiman.
Enn er óvíst, hvað' verður um mjólkina í vetur. Skólastjóri og
kennarar leggja ríka áherzlu á að fá hana^ og skólanefnd hefir
sótt til bæjarráðs um fé til samskonar mjólkurveitinga og í
fyrra, en svar er ókomið.
Einnig er óvíst enn, hvenar mötuneyti skólans tekur til
starfa, en von urn, að þaö verði um næstu mánaðamót.
SJÓÐIR BEKKJARIRS.
ff'f/tnnv s: tvtír. r«n tvti «{Hi tvh
7« bekkur B á kr. 146,25 í sparisjóðsbók í Landsbank-
anum, síðan í fyrra. Er nokkuð af því sparisjóðsinnieignir ein-
stakra drengja, en nokkuö sameign bekkjarins, ferðasjóöur. Verður
vafalaust reynt að bæta við þessar sjóðeignir í vetur, með það fyr-
ir augum, að bekkurinn komist I eitthvert ferðalag á vori komanda.
Drengirnir í bekknum greiða hver kr. 2,oo í sameigin-
legan sjóð til iritfangakaupa. Plestir drengjanna hafa þegar greitt
gjald þetta. Ritföng 811, vinnubókapappír, teikniefnis o. þh. er
keypt inn fyrir fé þetta, sameiginlega fyrir allan bekkinn, og fær
svo hver drengur eftir þörfum af þeim sameiginlegu birgðum.
KEÍNSLUBÉKUR,
u » niTnwínnnnrrrinnnnrn i; mrrnr
Varla þarf að eyöa orðum til að lýsa því, svo er það
augljóst, hve nauðsynlegt það er og óhjákvæmilegt, að skólabörn
hafi allar þær kennslubækur, sem notaðar em í bekkjum þeirra. I
gildandi fræðslulögum er það tryggt, að öll skólabörn geti feng-
ið nauðsynlegar bækur og önnur tæki til skólanáms, enda þótt for-
eldrar þeirra hafi ekki® efni á að kaupa það. Ef svo stendur á, er
skólanum skylt að hlaupa undir baggann, og, telst kostnaður við það
með öðrum skólakostnaði. Efnalitlir foreldrar mega ekki hiká við
að nota þetta ákvæði fræðslulaganna. Eg hefi þegar, í umboði skóla-
stjóra, gefið út ávísanir á kennslubækur þær, sem notaðar eru í
'7. bekk B, handa þeim drengjanna, sem eg hefi vitað, að þyrftu þess
með. Ef fleiri ’drengjanna vantar kennslubækur bekkjarins, og for-
eldrar þeirra hafa ekki efni á að kaupa þær, vona eg, að mér verði
gert aðvart um það næstu daga.
•---------------------------------------------(-A-r—S-r—f j-'ðlri-feaði*T )