Sólskríkjan

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sólskríkjan - 01.05.1934, Qupperneq 10

Sólskríkjan - 01.05.1934, Qupperneq 10
V 0 R I Ð. Vorið er sá tími ársins, sem tooðar loirtu og gróður, til dæmis "byrja blessuð 'blómin að stinga upp litlu kollunum sínum, sólin hækkar á lofti og fuglarnir kvaka ké.tt og syngja skarpara lofsön’gtva sína. Við^börnin^ gleðjumst yfir allri Þessari dýrð og hlökkum til sumarsins, Þvi Þa ^fa ^ flest börn að fara á berjamó. Svo kemur vorið með betra. veður bæði á sjo og landi, Þá eru sjómennirnir glaðari í bragði. Anton G-. Axelsson. DOTTIÐ í TJÖRNINA, Það var veturinn 1932. Ég var í leikfimifélaginu K. R. og var að koma úr leikfimi með öörum telpum. G-engum við yfir tjörnina, Því að Það var dálítið frost. En Þegar ég var komin út á miðja tjörnina, Þá eru Þar 2 telpur að renna sér fótskriðu og ætla ég og önnur telpa að gera eins, en Þá runnum við út í dálitla vök og duttum ofan í tjörnina, Okk- ur brá mikið við, ísinn brotnaði og hinar telpurnar duttu líka ofan í og reyndum við að komast í land. Komumst viö loks upp úr og varð cg mjög feginn að vera komin í land. Varö ég svo og hinar telpurhar að ganga blautar heim, og Þótti mér Það vont, Því ég er óvön að vera blaut, og Það sló ennÞá hratt í mér hjartað Þegar ég kom heim. Var mamma hissa að sjá mig svons blauta og fór ég að hátta undir eins.^En mamma hélt að ég hefði ofkælst. Ég sagði, að Það væri engin hætta á Því og van hraust eftir. Sigríður Álfsdóttir. FAOURT KVÖLD. Einu sinni var ég út á engjum og við ætluðum að ná öllu heyinu, sem var úti. Ég var í rökum hjá honum Steina nafna mínum, við vorum langt frammi í Lambhaganum, og Þar var nú yndislega fallegt. Þar voru hæðir á báða vegu og „'áin tær, beljandi fyrir framan og svo hinn yndislegi Reykjanessfjallgarður á annan veginn, en Háaberg á hinn. í Reykjaness- fjailgarðinn ganga margskonar hvilftir og upp úr honum eru margir toppar og mishæðir, Nú er best að snúa sér að Því sem nær er og tala nánar um Það. Áin biikaði við fætur okkar og svo er maður horfði lengra út á ána kom hinn eiginlegi áarlitur - hinn grái jökullitur.- Döggin á grasinu blikaði alveg eins og rigning. Steindór Bríem. UMFERÐIH í REYKJAVÍK. Umferðin í Reykjavík er sérstaklega mikil eftir stærð og mannfjölda. Bílarnir gera Þessa umferð, Því Þeir eru á fleygiferö allan daginn. Bíl- arnir eru bæði stórir og^litlir. Stæðstu bílarnir heita strætisvagnar. Þegar eg kom til Reykjavíkur, var ég dauðhræddur að fara yfir Laugaveg-

x

Sólskríkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskríkjan
https://timarit.is/publication/1550

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.