Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Blaðsíða 2
Ræflar og eldgos
S varthöfði átti erfitt með að skilja hvers vegna al-mannavarnir og lögregla
ákváðu að skipta sér af og tak-
marka aðgengi almennings að
ræfla-gosinu á Suðurnesjum.
Á núna að fara að aðgangs-
stýra fólki að náttúrunni allri
bara eins og hún leggur sig?
Hvað varð um ferðafrelsið?
Svarthöfði viðraði þessa
skoðun sína við vin sinn yfir
einni kollu af öli á bjórknæpu í
miðbænum áður en yfirvaldið
skellti þar í lás á miðvikudag.
Kunningi Svarthöfða andvarp-
aði mæddur. „Veistu það ekki
maður? Auðvitað ætti hver og
einn maður að drösla sér upp
að þessu gosi á eigin ábyrgð.
En ég held að almannavarnir
og lögregla viti það jafn vel
og ég að ef einhver af þessum
bjánum endar með að slasa
sig þá verður almenningur
ekki lengi að draga fram hey-
gafflana og fordæma yfirvöld
fyrir að hafa ekkert eftirlit
með jafn hættulegum stað.“
Svarthöfði var satt best að
segja kjaftstopp. Þetta er svo
rétt. Það er líklega fátt sem
á eins vel við Íslendinga og
frasinn um að vilja eiga kök-
una sína en borða hana líka.
Við viljum bæði sleppa og
halda. Ríkið á ekki að skipta
sér of mikið af okkur, en samt
vernda oss frá öllu illu. Við
viljum borga lægri skatta en
fá samt í staðinn öflugra vel-
ferðarkerfi. Við viljum bera
ábyrgð á okkur sjálfum, nema
þegar eitthvað kemur fyrir
eða eitthvað er óþægilegt. Þá
eiga aðrir að bera ábyrgð.
Gott dæmi um þetta er
fjórða bylgjan af COVID sem
er líklega hafin. Ekki ætlum
við að nýta tækifærið og líta
í eigin barm og viðurkenna
að við vorum farin að slaka
meira á einstaklingsbundnum
sóttvörnum en þríeykið hafði
leyft okkur. Enda var það hætt
að henta okkur. Nei, frekar
viljum við benda á ESB, ríkis-
stjórnina fyrir að vera ekki
búin að bólusetja okkur, Þórólf
fyrir of harðar aðgerðir og að
sjálfsögðu fyrst og fremst út-
lendinga.
„Það ætti samt ekki að hafa
öll þessi afskipti,“ bætti kunn-
inginn við og reif Svarthöfða
upp úr hugsunum sínum. „Ef
einhver áhrifavaldur sem
ákveður að spássera um á ný-
storknuðu hrauni endar ofan
í sprungu á bara að afhenda
viðkomandi Darwin-verð-
launin, þakka sínum sæla
fyrir náttúruvalið og halda
áfram með lífið.“
Svarthöfði velti þessu fyrir
sér. Það er kannski líka vanda-
málið við Íslendinga. Við
erum farin að treysta um of á
að einhver grípi okkur þegar
við föllum eða okkur skrikar
fótur og erum hætt að kunna
almennilega að standa á eigin
fótum, eða bera ábyrgð á eigin
hegðun. Kannski þarf þetta
að breytast ef við viljum sjá
breytingar í framtíðinni.
Kannski þurfum við bara að
leyfa fíflunum að detta ofan
í rauðglóandi eldgos, það
verður þá allavega einu fífl-
inu færra og kannski hugsa
hin fíflin sig um tvisvar áður
en þau leika það eftir.
En þetta eru náttúrulega
bannaðar vangaveltur því
allir eiga að vera vinir og allir
að styðja alla og allt blómum
þakið og enginn má móðgast
því þá móðgast svo margir
yfir móðguninni að það
verður móðgana-keðjuverkun
sem skapar risavaxinn hnút
sem tekur tíma að skera á, og
ekki ætlar Svarthöfði að bera
ábyrgð á því verkefni. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Sería 4
J
æja, krakkar, þá er komið aftur afsakið
hlé. Stillimyndin sem blasir við okkur er
af fjórum manneskjum sem dreifast yfir
skjáinn. Inn á milli er ýtt á play og stilli-
myndin virðist hreyfast. Einhver fer út og
annar kemur inn. Þetta er svokallað „slow
TV“ þar sem allt gerist hægt og aðalpersónurnar eru
heimilisvinir.
Af og til fara þær í stutt leyfi og einhver svip-
aður leysir af. Sem er oftast skellur. Flestum fannst
Ronn Moss betri Ridge Forester en Thorsten Kaye í
Glæstum vonum.
Í Gölnu veirunni eru allavega nafnspjöld og
tilkynnt um varamenn og skiptingar, annað en í
Glæstum þar sem Ridge er allt í einu leikinn af
öðrum manni án útskýringa.
Hvort Rögnvaldur er betri Víðir en Víðir er
smekksatriði. Ég hefði frekað komið með
Rögnvald inn sem launson einhvers. Að
Víðir veiktist og Alma varð amma eru
stórtíðindi. Þórólfur tók lagið en mér
finnst samt vanta einhvern ástar-
þríhyrning þarna. Það má vera
aukaleikari sem tekur það að sér.
Annars er þetta orðið ansi þreytt
efni eins og sést á aðalpersónunum
sem hafa ekki fengið frí lengi. The
show must go on.
Hnyttinn netverji spurði í
öngum sínum á Facebook í
vikunni hvað RÚV hefði
eiginlega keypt margar
seríur af „þessu rugli“?
Það minnti mig á vondan
samning sem önnur sjón-
varpsstöð gerði fyrir
löngu.
Þegar keyptir voru
sjónvarpsþættir til sýn-
inga voru gerðir svokall-
aðir „end of life“-samn-
ingar sem kváðu á um að stöðin
væri skyldug til þess að kaupa
allar þáttaraðir af þættinum á
meðan hann væri í framleiðslu.
Oft var þetta gott – til dæmis
þegar stöðin keypti þætti sem hittu í mark. Þá þurfti
ekki sífellt að endursemja og slást við aðra miðla um
að ná næstu seríu.
Svo voru keyptar þáttaraðir sem neituðu að gefa
upp öndina – má þá helst nefna Law and Order: SVU,
Bachelor og Survivor. Sá síðastnefndi reyndist þó
hinn hrikalegasti dragbítur og neitaði að gefast upp.
Sem er kaldhæðnislegt miðað við innihald og nafn
þáttarins.
Survivor kostaði himinháar fjárhæðir sem stöðin
var skyldug til að greiða en ekki dugði það því í
samningnum var einnig tekið fram að það yrði að
sýna þættina. Stundum hlóðust þáttaraðirnar upp
því alltaf voru einhverjir vitleysingar til í að sitja við
varðelda og plotta í skítugum stuttbuxum.
Ég get ekki annað en hugsað til þess að RÚV sé
orðið innikróað í Survivor-samningi. Verði að sýna
seríu eftir seríu af raunveruleikasjónvarpi með mis-
góðum keppendum plotta sama plottið þar til einhver
gefst upp og dettur út. n
Þetta er svo kallað
„slow TV“.
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Hrafn Norðdahl, hrafn@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Sigga Dögg kynfræðingur er
landsmönnum vel kunn enda
hefur hún um árabil frætt
unga sem aldna um kynlíf og
allt sem því við kemur. Hún
nefnir hér fimm uppáhalds
hlutina sem koma henni í
stuð fyrir kynlíf.
1 Hitastig!
Ef mér er kalt þá geturðu
gleymt þessu! Veit ekkert
betra en að vera hlýtt og geta
þannig slakað á og notið.
2 Sleipiefni!
Ég vil hafa sleipiefni við
höndina, alveg sama hvernig
kynlíf ég er að fara að
stunda.
3 Vatn!
Sko, bæði það
að vera ný-
komin úr baði
eða sundi OG
að hafa vatns-
glas hjá mér.
Það getur alveg
drepið stemm-
inguna að vera að
drepast úr þorsta.
4 Hreint á rúminu
Augljóslega kveikir það í
hvaða heilvita manneskju
sem er!
5 Falleg birta
Hvort sem það er sólarljós
eða ljósasería eða kerti, það
er eitthvað við fallega birtu
sem hjálpar mér að slaka á
en það er augljóslega mikil-
vægt til að geta komið sér í
stuð.
HLUTIR SEM KOMA
MÉR Í STUÐ
Röggi, Thorsten, Víðir og Ronn. MYND/SOAPS.COM
2 LEIÐARI 26. MARS 2021 DV