Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Side 11
Lilja talar opinskátt og án
allrar tilgerðar sem gerir það
auðvelt að tengjast því sem
hún er að segja. Ekki á þann
hátt sem þaulreyndir leik-
arar gera þó að hún sé það
vissulega líka – heldur eins
og heiðarlegt fólk sem finnst
vænt um söguna sína gerir.
Þegar hún er spurð út í
æskuna slaknar á andlitinu og
hún ferðast í huganum heim í
sveitina. Lilja var sjálfstæður
krakki með óþrjótandi áhuga
á sögum og forvitin að eðlis-
fari. Hún átti það til að heim-
færa það sem hún las upp á
sjálfa sig eins og mörg börn
gera þegar þau eru að máta
sig við heiminn.
Verksmiðjustilling
„Ég man eftir kvíðamóment-
um þar sem ég var tólf ára
og las skrítna hluti og tengdi
þá við mig. Ég las til dæmis
um holdsveiki og þá fór ég að
finna fyrir einkennum sem ég
las um. Ég sagði mömmu þá að
ég væri örugglega með holds-
veiki sem hún sagði mér auð-
vitað að væri útilokað. Svo las
ég stelpnafræðarann og las
þar um samkynhneigð. Þá var
ég viss um að ég væri lesbía.
Þegar mamma spurði hvort ég
væri hrifin af stelpum sagði
ég nei og þannig gekk þetta.
Ég var sumsé hvorki holdsveik
né lesbía en þá var ég viss um
að ég væri með aids. Mamma
tók þessu öllu af mikilli ró
og ég bar fullkomið traust til
hennar og ræddi þessar hug-
myndir mínar alltaf við hana.“
Lífið í sveitinni var gott
en skólinn sem Lilja var í
náði bara upp í 8. bekk. Hún
flutti því í Mosfellsbæ 13 ára
gömul og bjó hjá föðurbróður
sínum og fjölskyldu hans á
meðan hún kláraði grunn-
skólann. Eftir hann fór hún í
Menntaskólann á Laugarvatni
þar sem stemmingin var allt
önnur og andrúmsloftið átti
illa við hana.
„Verksmiðjustillingin mín er
mjög óheppileg fyrir mig sem
manneskju af því að ég geng
alltaf út frá því að allir séu
vinir mínir. Þetta hefur verið
dáldið erfitt því lífið virkar
ekki þannig og því fylgir oft
mikil höfnun og gerði það sér-
staklega framan af. Ég lokað-
ist eftir nokkra stóra skelli og
hef meðvitað verið að vinna í
því aftur að verða opnari af
því að mér finnst þetta falleg-
ur eiginleiki. Að ganga út frá
því að öllum líki við mig og að
mér líki vel við alla þangað til
annað kemur í ljós.“
Lilja fór því í Kvenna-
skólann í Reykjavík sem átti
ákaflega vel við hana enda
með blómlegt leikfélag sem
hún tók virkan þátt í. Lilja
hafði ákveðið ung að verða
leikkona eftir að hafa kynnst
leiklistinni í gegnum afa sinn
sem starfaði sem sviðsstjóri í
Þjóðleikhúsinu og kynnti töfra
leikhússins fyrir henni.
Keppniskúla
„Tólf, þrettán ára man ég eftir
að hafa hugsað, ef ég er leikari
get ég gert allt. Ég vissi strax
þá að 9 til 5 vinna hentar mér
ekki nema í mjög takmark-
aðan tíma. Ég fæ fljótt leið á
Lilja Nótt segir
það skipta
sköpum að
skapa eigin
verkefni og
geta sagt nei
við verkefnum
sem ekki
henta.
MYND/VALLI
DV 26. MARS 2021
rútínu, það hefur líklega verið
ein mesta áskorunin fyrir mig
sem foreldri. Að halda rútín-
unni.“
Það þarf hugrekki til þess
að læra leiklist þar sem það
eru minni líkur en meiri á að
hægt sé að lifa af listinni einni
saman. Í dag tekur Listahá-
skólinn inn tíu leikaranema
í tvö ár í röð og engan það
þriðja. Þegar Lilja sótti um
komust aðeins átta nemar inn
en yfir 300 sóttu um.
Leikaranemar hafa einnig
löngum verið flokkaðir sem
einir dýrustu nemar lands-
ins ásamt tannlæknanemum
svo það hlýtur að vera mikil
pressa á að fólk „meiki“ það?
„Ef maður hugsaði þannig
myndi enginn læra leiklist.
Eftir þessi erfiðu inntökupróf
og prufur þá fékk ég alveg að
heyra það – og við öll í bekkn-
um – að ef við gætum hugsað
okkur að gera eitthvað annað
þá ættum við að ganga út og
gera það. Þarna fannst okkur
við vera guðs útvöldu börn,“
segir hún og hlær.
Lilja segist aldrei hafa hugs-
að út í það að hún myndi ekki
geta lifað á listinni. „Ég hef
alltaf verið mikil keppniskúla
og er mjög metnaðargjörn
að eðlisfari. Skólinn er líka
verndaður staður og hópurinn
varð eins og systkinahópur.
Fólk reif sig upp á gátt og
það komu alls konar tilfinn-
ingar. Þá kom kvíðinn aftur
og ég fékk fullbúna felmturs-
röskun.“
Var hætt að sofa
Felmtursröskun, öðru nafni
ofsakvíði, einkennist af
endurteknum kvíðaköstum
með miklum líkamlegum ein-
kennum, útskýrir Lilja. „Ég
svaf ekki í marga mánuði og
horaðist niður. Í sex ár leið
mér hrikalega illa.“
Hvað varstu hrædd um að
myndi gerast?
„Bara allt mögulegt. Rang-
hugmyndirnar eru svo marg-
ar. Ég var greind með áráttu-
og þráhyggjukvíða þar sem
það festist bara einhver hug-
mynd. Í dag er það þessi hug-
mynd en á morgun er það eitt-
hvað annað. Þetta gerðist hjá
mér í öðrum bekk í leiklistar-
skólanum og gerist í raun
af því að ég gekk of nærri
mér og var hætt að sofa nóg.
Taugakerfið var orðið eins og
það lægi utan á líkamanum og
þolið eftir því.“
Hugmyndirnar eru oft mjög
langsóttar, óhugnanlegar og
gripnar úr því sem einstakl-
ingurinn hefur lesið eða séð.
Það er einnig algengt að þrá-
hyggjan snúist einmitt um það
sem viðkomandi óttast mest
að geti komið fyrir, svo sem að
skaða barn sitt eða sjálfan sig.
„Ég sá bíómynd um mann-
ætur eða hræðilega frétt um
barnaníðing og þá tengdi ég
það við hvað ef? og festist í því.
Í skólanum vorum við að vinna
með „the magic if“ sem kallar
á að við lifum í núinu og vitum
ekki hvað gerist næst. Það var
okkar stærsta verkfæri og ég
fór alla leið með það og hugsaði
stanslaust hvað ef?
Sálfræðingurinn minn benti
mér á að þetta væri það sem
gerði mig að góðri leikkonu
en þar fyrir utan myndi þetta
gera mér lífið mjög erfitt sem
venjulegri manneskju. Ég yrði
að finna milliveginn í því að
halda í þennan eiginleika sem
leikkona en geta lifað sem
manneskja og hreinlega kom-
ist út úr húsi.“
Engin jarðtenging
Þetta voru sömu tíu hug-
myndirnar sem hringsnérust
og skiptust á að grípa hugann
með tilheyrandi efasemdum
um eigin geðheilsu. Þegar
erfið hugmynd blossaði upp
var stutt í ofsakvíðakast með
þeirri vanlíðan sem fylgir
stjórnleysinu.
Ofsakvíðakast stendur yfir-
leitt að hámarki í um 30 mín-
útur og nær vissu hámarki
áður en það fer að dvína.
„Adrenalínbirgðirnar minnka
og líkaminn örmagnast að
lokum. Þegar sálfræðingur-
inn sagði mér það og að þetta
væri tímabundið ástand þá á
að felast í því visst öryggi en í
auga stormsins þegar kvíðinn
hellist yfir þig þá fer jarð-
tengingin og þú nærð ekki
samhenginu, að þetta sé ekki
að fara að vera svona næstu
klukkustundirnar.“
Ekki er óalgengt að fyrsta
kastið sé upphafið að því
næsta. „Þú verður svo hrædd
við að fá næsta kvíðakast sem
viðheldur kvíðanum. Þá ertu
svo nálægt yfirborðinu að það
þarf svo lítið til þess að koma
kastinu af stað. Þú ert orðin
kvíðin fyrir kvíðanum og þú
festist í vítahring. Hvað ef ég
verð kvíðin og hvað ef ég verð
kvíðin?“
Á sama tíma gat hún verið
í mjög krefjandi aðstæðum
líkt og að standa á sviði fyrir
framan fjölda fólks án þess að
finna fyrir kvíða.
Plásturinn virkaði ekki
Þannig bjó kvíðinn með Lilju.
Stundum komu lengri tímabil
þar sem hann stjórnaði ekki
og svo mætti hann allt í einu,
óboðinn og yfirþyrmandi.
„Mér leið mjög illa mjög
lengi. Ég var búin að vera hjá
frábærum sálfræðingi reglu-
Ég svaf ekki í
marga mánuði og
horaðist niður.
FRÉTTIR 11