Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13DV 26. MARS 2021
gera sitt eigið og skapa verk-
efni. Ef þú ætlar raunverulega
að lifa á þessu það sem eftir er
ævinnar þá þarftu að skapa
þín eigin tækifæri. Það er
ekki lengur þannig að þú sért
ævi ráðinn í leikhúsinu. Ég er
heppin, ég fékk þá flengingu
snemma og lærði að reikna
ekki með neinu.“
Kjaftamaskínan
Lilju var boðinn árssamning-
ur bæði í Þjóðleikhúsinu og
Borgarleikhúsinu þegar hún
útskrifaðist og valdi Þjóðleik-
húsið þar sem hún lék hið eftir-
sótta hlutverk kvenhetjunnar
Snæfríðar Íslandssólar í Ís-
landsklukkunni.
„Ég gaf mig alla í hlutverkið
en því var misvel tekið. Fólk-
inu fannst ég góð en brans-
anum ekki. Það er allt í þessu
fína en það eru þessi átök sem
voru í þessu húsi sem voru það
ekki.
Konur sérstaklega lenda í
þessari kjaftamaskínu þar sem
einhvers staðar segir einhver
eitthvað um að hún sé erfið og
það sé ekki hægt að vinna með
henni en oftast getur enginn
sagt af hverju eða nefnt dæmi.
Ástæðan er þá kannski að ein-
hverjum einum karli fannst
erfitt að vinna með henni því
hún var ekki sammála öllu
sem hann sagði.“
Lilja segist sjálf hafa gerst
sek um að dæma konu úr leik
því hún hafði heyrt að við-
komandi væri erfið í sam-
starfi. „Ég var að leita að
manneskju til að skrifa með
mér handrit og Þórhallur
Gunnarsson stingur upp á
konu sem ég afskrifaði strax.
Þegar hann spurði mig hvort
ég þekkti hana eða hefði unnið
með henni varð ég að átta mig
á að ég var þarna orðin hluti
af vandamálinu. Þetta var
svo gott á mig – og ég var svo
pirruð á því að ég hefði tekið
þátt í þessu því ég hafði lent í
hinni hliðinni.“
Þetta fyrsta ár Lilju í Þjóð-
leikhúsinu hafði hún tekið
þátt í nokkrum uppsetningum
þegar farið var að kalla fólk í
prufur fyrir næsta leikár. „Það
voru bara prufaðar leikkonur.
Leikararnir þurftu ekki að
fara í prufur, þeir fengu bara
sín hlutverk, en leikkonurnar
urðu að mæta í prufur. Eðli-
lega varð mikill kurr í húsinu
og mikið talað inni í lokuðum
herbergjum. Ég með mína út-
blásnu réttlætiskennd og litlu
meðvirkni gat ekki setið á mér
þegar ég var boðuð í prufu og
rétti upp hönd og sagði: Má ég
spyrja að einu, af hverju er
bara verið að prufa konur?“
Lilja segir að það hafi ekki
verið tekið vel í þá fyrirspurn
og fátt hafi verið um svör. „Ég
var ung og nýútskrifuð og átti
bara að þegja og vera þakklát
fyrir að vera í vinnu. Ég fékk
svo ekkert hlutverk í þessu
leikhúsi árið eftir. Ég fór í
kjölfarið mjög langt niður. Ég
hafði fengið þarna gífurlega
eftirsótt hlutverk í Íslands-
klukkunni sem átti að vera
upphafið mitt. Ég skildi ekki
hvar mér hafði mistekist því
ég lagði mig alla fram. Svo ári
seinna kemur í ljós að kjafta-
maskínan hafði farið í gang
eftir þessa spurningu mína,
að ég væri svo erfið og mikil
stjarna og þættist of góð til
þess að mæta í prufu. Hvort
maskínan kom því eitthvað
við að ég var ekki ráðin veit
ég ekki en það hjálpar ekki.
Þess vegna var það svo hug-
vekjandi fyrir mig að átta mig
á að ég hafði sjálf tekið þátt
í þessu með því að vilja ekki
íhuga þessa konu sem hand-
ritshöfund því ég „hafði heyrt“
að hún væri erfið sem hún var
svo alls ekki og er algerlega
brilljant.“
Er þetta ekki ekki öðruvísi
núna? Er fólki ekki fagnað
fyrir að taka slaginn?
„Jú, að einhverju leyti, en
svo eru alltaf einhverjir sem
hugsa: Gott hjá þér svo lengi
sem þú tekur slaginn við aðra
og vinnur annars staðar. Ég
nenni ekki að vinna með þér,
hvað ef þú ferð að taka slaginn
við mig?“ segir Lilja og segist
þó sjálf ekki vera upptekin af
því hvaða afleiðingar réttlætis-
kenndin hefur. Hún þarf að fá
að brjótast fram.
„Ég áttaði mig heldur ekki
á því fyrr en ég var ráðin
aftur í Þjóðleikhúsið að þessi
draumastaður sem ég sá fyrir
mér – að geta valið úr verk-
efnum – ég var á honum. Hann
leit bara öðruvísi út en ég hélt
nokkrum árum áður. Þarna
hafði ég hafði losað mig undan
kvíðanum, eignast barn og var
komin nær sjálfri mér. Þá fann
ég kraftinn til að velja. Ég þarf
ekki að taka öll verkefni sem
mér bjóðast, ég ber ábyrgð á
því sem listamaður að velja
verkefnin mín.“ n
Lilja er með
sjónvarps-
handrit í
smíðum þar
sem sagn-
fræðiáhugi
hennar fær að
njóta sín.
MYND/VALLI
Það voru bara
prufaðar leik
konur. Leikar
arnir þurftu ekki
að fara í prufur,
þeir fengu bara
sín hlutverk.