Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Page 18
18 EYJAN VALDIÐ SEM FELST Í BJÖLLUNNI 26. MARS 2021 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Í hugum margra er forseti Alþingis sá sem kynnir næsta ræðumann og hringir bjöllunni þegar ræðu- tíminn er búinn. Hlutverk forseta Alþingis er hins vegar mun veigameira og er það í raun valdamesta hlutverkið þegar kemur að störfum þingsins. „Dagskrárvaldið á Alþingi er hjá forseta þingsins. Þeir sem veljast í þetta embætti eru venjulega gamalreyndir stjórnmálamenn sem kunna vel á hefðir þingsins og eru vel í stakk búnir til að stjórna starfi þess. Þeir sem hafa orð- ið forsetar Alþingis á síðustu áratugum hafa oftast verið fyrrverandi ráðherrar og oftast úr flokki forsætisráð- herra. Þannig er dagskrár- valdið því í raun í höndum ríkisstjórnarinnar sjálfrar, sér í lagi foringja ríkisstjórn- arflokkanna,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti Alþingis eftir að sitjandi ríkisstjórn tók við, í desember 2017. Hann hefur verið þingmaður síðan 1983, í tæpa fjóra áratugi. Hann er fyrrverandi for- maður Vinstri grænna, flokks forsætisráðherra, hefur verið ráðherra fjölda ráðuneyta og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þingflokk sinn. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem Steingrímur gegnir embætt- inu en hann var stuttlega for- seti Alþingis frá 2016-2017. Viðeigandi endir á ferlinum Ólafur segir að lengi vel hafi embættið verið meiri virð- ingarstaða en valdastaða. Það hafi hins vegar breyst með aukinni áherslu á sjálfstæði þingsins. „Þegar ríkisstjórnir eru myndaðar hefur það verið keppikefli flestra frammá- manna í flokkunum sem fara saman í ríkisstjórn að fá ráð- herraembætti. Þar á eftir hefur komið embætti forseta þingsins. Stundum hefur það einmitt verið þannig að þegar hefur farið að síga á seinni Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn for- seti Alþingis í desember 2017. Hann hættir á þingi eftir kosn- ingar. MYND/ERNIR Þau sem gegna embætti forseta Alþingis eru jafnan virðulegir þingmenn sem eru framarlega í sínum flokki en hlutu ekki ráð- herrastól. Dagskrárvald á Alþingi er formlega hjá forseta þingsins en í praxís hjá ríkisstjórninni sjálfri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.