Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Side 31
KYNNING 31DV 26. MARS 2021 H eilsuvegferðin hófst hjá Gyðu Dís þegar hún tók afdrifaríka ákvörðun árið 2003 um að taka lífsstílinn rækilega í gegn. „Ég eignaðist son minn sem er langveik- ur og er í dag orðinn ungur maður. Til þess að geta sinnt mínu hlutverki sem móðir langveiks barns og þeim krefjandi en skemmtilegu verkefnum sem því fylgdu, þá þurfti ég að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ segir Gyða. Frumkvöðull á Íslandi Gyða Dís starfrækir jógastúdíóið Shree Yoga, en shree/shre/sri kemur úr sanskrít og stendur fyrir hina glitrandi fegurð sem finna má í öllu sem er. Þar býður hún upp á jóganám- skeið, kennaranámskeið og heilsumið- aðar jóga- og matarferðir á vegum stúdíósins. Einnig hefur hún kynnt spennandi nýjungar í jógafræðum fyrir Íslendingum. Þá var hún sú fyrsta hér á landi til þess að kynna handstöður inn í jógatímana. „Ég var með handstöðuáskorun í 365 daga þar sem ég hvatti fólk til þess að tileinka sér handstöðu- tæknina. Í öllu mínu starfi hef ég lagt áherslu á að vera með heild- ræna nálgun. Því jóga er ekki bara stöðurnar, heldur er gríðarlega mikilvægt að fara líka í öndunina. Svo blanda ég Ayurveda-fræðunum alltaf saman við, enda er svo mikinn lærdóm að draga af þeim.“ Gyða Dís heldur líka úti fræðandi bloggi, www. shreeyoga. is, þar sem hún fræðir lesendur um Ayurveda, jóga, heilsu og birtir mataruppskriftir. Leyniráð Ayurveda „Í minni heilsuvegferð sem hófst 2003 var allra fyrsta verkefnið hjá mér að taka út gosdrykki og rusl- fæði, en samkvæmt Ayurveda-fræð- unum, sem snúast um líf og vísindi í grunninn, er mikil áhersla lögð á fæðið og er það ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að heilsunni. Þá er mælt með plöntumiðuðu fæði og mikið rætt um lækningamátt jurta. Við erum því í raun að nota jurtir og mataræði til þess að heila líkamann. Næst á eftir er svefninn, og er ég mjög glöð yfir því að það hefur orðið mikil vitundarvakning í samfélaginu um mikilvægi svefns. Hreyfingin kemur svo ekki fyrr en í þriðja sæti. Það er líka svo skemmtilegt að í Ayurveda-fræðunum er að finna svo mörg leyniráð og þaðan höfum við lært hvað túrmerik er hollt og bólgu- eyðandi, hvað kanillinn er frábær og hversu kardimommur eru bráðhollar fyrir okkur. Hægt og bítandi tók ég svo út mjólk- urvörur. Því næst tók ég út kjötið og síðast hætti ég í kjúklingi og fiski. Svo varð ég grænmetisæta og árið 2009 fór ég á hráfæði. Því hélt ég fram til ársins 2016 og er nú hægt og blíðlega að bæta inn heitum mat í mataræðið. Nú er ég á plöntumiðuðu fæði og passa mig á því að borða engar unnar mat- vörur. Breytingin varð mér mjög til batnaðar. Fólkið í kringum mig var fljótt að taka eftir þessari breytingu og er ég mjög þakklát í dag að búa að því að hafa tekið lífsstílinn í gegn.“ Ólöglegur sveppur með jákvæða eiginleika Gyða Dís byrjaði snemma að drekka kombucha á svipuðum tíma og hún var að fara yfir í hráfæðið. „Á sínum tíma var hvergi hægt að komast í kombucha-teið og var ég ein af þeim sem „smyglaði“ sveppinum inn í landið, þar sem hann var í raun ólög- legur. Þessi tilraunastarfsemi er nokkuð plássfrek og var ég komin í HIN GLITRANDI FEGURÐ FINNST LÍKA Í KOMBUCHA Gyða Dís hefur um árabil boðið Íslendingum upp á heilsumið- aða jógatíma, jógakennaranám og heilsumiðaðar jógaferðir. Þá hefur hún kafað djúpt í Ayurvedafræðin og segir þann lærdóm tengjast ást sinni á kombucha-drykknum órjúfandi böndum. Iceland fyrir máltíðir. Kombucha hefur gríðarlega jákvæð áhrif á mig, gefur mér orku og róar meltinguna. Uppáhaldsbragðið mitt er klárlega krækiberja-kombucha frá Kombucha Iceland, en auk þess að vera framleitt úr íslensku vatni þá eru í því íslensk krækiber beint úr náttúrunni sem eru alveg stútfull af andoxunarefnum. Mér finnst frábært að geta stutt íslenska framleiðslu og svo er þetta bara svo gott hjá þeim. Annars er ég líka virkilega hrifin af glóaldinbragð- inu, en krækiberja er alltaf í uppá- haldi. Þetta byrjaði hægt hjá þeim og það var stundum erfitt að komast í kombucha frá Kombucha Iceland. En nú hefur greinilega orðið framþróun í fyrirtækinu og ég vona svo innilega að framleiðslan haldi áfram að vera svona lífvænleg og flott hjá þeim í Kombucha Iceland.“ n ýmiss konar tilraunastarfsemi með kombucha heima hjá mér. Sumt tókst vel, annað ekki. En sveppurinn er snöggur að stækka og þá fjölgar ílát- unum fljótt sem þarf til að geyma og ala sveppinn. Þegar ég heyrði af því að verið væri að hefja framleiðslu á íslensku kombucha úr okkar frábæra íslenska vatni, þá varð ég virkilega spennt.“ Kærkomið framtak „Í öllu mínu starfi þreytist ég seint á því að dásama kombucha-tedrykkinn. Í heilsuferðunum gef ég jógunum mín- um alltaf skot af kombucha á fastandi maga, en þetta er það besta sem þú gerir til þess að keyra meltingarkerfið í gang. Kombucha er stútfullt af góð- gerlum sem bústa kerfið á morgnana. Sjálf drekk ég um eina flösku á dag sem er feykinóg fyrir mig. Ég er með jógatíma klukkan sex á morgnana og fæ mér alltaf sopa af kombucha frá Kombucha Iceland áður en ég fer að kenna. Svo fæ ég mér sopa eftir á líka. Þá drekk ég aldrei með mat en ég fæ mér oftast kombucha frá Kombucha Uppáhaldsbragð Gyðu Dísar er krækiberja og hefur verið um árabil, enda eru íslensku krækiberin stútfull af andoxunarefnum. Gyða er líka hrifin af glóaldinbragðinu enda er það frískandi og milt á bragðið. Eftirfarandi aðilar í Reykjavík eru meðlimir í Kombucha Iceland-fjölskyldunni: Krónan | Melabúðin | Fjarðarkaup | Heilsu- húsið | Matarbúðin Nándin | Brauð og co. og nú nýlega er það fáanlegt í Heimkaupum. Einnig fæst Kombucha Iceland í BioBorgara | Kaffihúsi Vesturbæjar | Le Kock | Kaffi Laugalæk | Mr. Joy | Mamá | Te og kaffi | Systrasamlaginu og á fleiri stöðum. Einnig eru nokkrir sölustaðir úti á landi: Vistvera á Selfossi| Ljómalind í Borgarnesi | Fisk kompaní á Akureyri | Hús handanna á Egilsstöðum og Kaja Organic á Akranesi. Á sínum tíma var Gyða Dís ein af þeim sem „smyglaði“ sveppnum inn í landið, þar sem hann var í raun ólöglegur. MYND/STEFÁN MYND/DANI GUINDO MYND/DANI GUINDO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.