Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Page 34
Reffilegar
og rakaðar
stjörnur
Margar skærustu stjörnur Holly-
wood hafa á einhverjum tíma-
punkti rakað af sér hárið af hin-
um ýmsu ástæðum. Algengast
er stjörnurnar hafi rakað hárið af
sér fyrir hlutverk, en dóttir Bruce
Willis, Tallulah bað föður sin um
að raka af sér hárið í sóttkví.
TALLULAH WILLIS
Tallulah Willis dóttir Bruce Willis og Demi Moore lét
lokkana fjúka á síðasta ári þegar hún var í sóttkví
ásamt foreldrum sínum og systur. Það var enginn
annar en stórleikarinn faðir hennar sem rakaði af
henni hárið en hann er einmitt krúnurakaður líka. Fal
legt höfuðlag fjölskyldunnar ber klippinguna vel eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd. Demi rakaði hár sitt
af fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni G.I. Jane árið 1997.
CARA DELEVINGNE
Cara Delevingne fyrirsæta og leikkona rakaði af sér
hárið fyrir hlutverk í myndinni Life in a year (2020).
Áður en hún hafði landað hlutverkinu hafði hún greint
umboðsmanni sínum frá því að ef hún fengi hlutverkið
myndi hún raka af sér hárið. Myndin fjallar um unga
konu sem á ár eftir ólifað sökum veikinda.
SIGOURNEY WEAVER
Sigourney Weaver var ein sú fyrsta til að láta lokkana
fjúka fyrir hlutverk. Hún fékk samkvæmt seigum sögu
sögnum 4 milljónir Bandaríkjadala fyrir að raka af sér
hárið fyrir tökur á myndinni Alien. Hvort sem það er
satt eða ekki borgaði fórnin sig engu að síður þar sem
hún lék í 4 Ailien kvikmyndum.
TONI COLETTE
Toni Colette rakaði hárið á sér
árið 2015 af fyrir hlutverk sitt í
Miss You Already þar sem hún
leikur konu sem berst við krabba
mein. Leikkonan þurfti að raka
höfuð sitt fimm sinnum á meðan
á tökum stóð og segir það hafa
verið afar frelsandi.
CHARLIZE THERON
Charlize Theron rakaði hárið á
sér fyrir leik sinn í kvikmyndinni
Mad Max: Fury Road sem kom út
árið 2015. Leikkonan vinsæla er
ein þeirra sem virðist bera hvaða
greiðslu og háralit sem er.
MYNDIR/PINTEREST
KIRSTEN STEWART
Kirsten Stewart rakaði hárið af
sér við tökur á myndinni Und
erWater (2020) þar sem hún
leikur rannsóknarkonu á rann
sóknarstöð undir yfirborði sjávar.
Stewart sagði hlutverkið hafa
verið fyrirtaks afsökun til að raka
af sér hárið, þar sem hana hafi
langað að prófa það lengi.
34 FÓKUS 26. MARS 2021 DV