Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2021, Síða 35
Evert Víglundsson
6. október 1972
Vog
n Málamiðlari
n Samstarfsfús
n Örlátur
n Félagsvera
n Óákveðinn
n Forðast deilur
Þuríður Guðmundsdóttir
29. ágúst 1984
Meyja
n Metnaðarfull
n Traust
n Góð
n Vinnuþjarkur
n Of gagnrýnin
n Feimin
I lmur Kristjánsdóttir leikkona fagnaði af-mælisdegi sínum fyrir stuttu og er á sama tíma að undirbúa frumsýningu á nýjum
sjónvarpsþætti sem heitir Systrabönd. Í Ilmi
sameinast list og orka sem er fisknum svo
eðlislæg.
Fiskar eru skemmtilega flóknir persónu-
leikar, eiga það til að ofhugsa og flækja ein-
falda hluti. En á móti eru þeir afar listrænir
og þægilegir í umgengni, þeir eru til í flest allt
flipp og vilja bara vera í flæðinu.
Hengdi maðurinn
Bið | Sleppa tökum | Ný sjónarhorn
Það er augljóst að það hefur reynt aðeins á þolinmæðina
þína síðustu mánuðina. Þú er með alls konar drauma og
væntingar og þér finnst hlutirnir ekki rúlla áfram nógu
hratt og örugglega. Nú er tími til að treysta á alheims
orkuna og trúa því að allt sé eins og það á að vera. Nýttu
þennan rólega tíma til þess að hlúa vel að sjálfri þér og
til þess að gera undirbúningsvinnuna fyrir það sem
koma skal. Mátt ekki vanmeta hugsanaferlið á meðan
að draumarnir eru ekki orðnir áþreifanlegir.
Tunglið
Óvissa | Kvíði | Undirmeðvitund | Innsæi
Ekki örvænta þótt þú sjáir ekki annað hvort fyrir end
ann á einhverju ákveðnu eða sért óviss hvert þú ert
að stefna nákvæmlega. Þetta snýst allt um viðhorf,
þú getur séð þetta sem ævintýri. Nú þarftu að sleppa
tökunum og leyfa því að gerast sem þarf að gerast.
Þetta er ekki endilega þægilegasta staðan að vita
ekki hvernig málin fara en spilið er þér hliðhollt, þú ert
ekki ein og þú munt verða leidd áfram. Hlustaðu vel á
innsæið og vittu til hvort þú fáir ekki svör við þessum
spurningum...
Nía í myntum
Gnægð | Lúxus | Sjálfbærni | Fjárhagslegt sjálfstæði
Jæja, hér sjáum við mjög gjöfult spil sem segir að þú
munir svo sannarlega fá að uppskera. Þú verður verð
launuð fyrir þolinmæði þína. Hlutirnir munu ganga vel
og þér í haginn þannig að það er nú alveg óþarfi að vera
kvíðin yfir óvissunni sem er um þessar mundir. Þetta
Skilaboð frá spákonunni
Eitthvað segir mér að þú hafir verið að pæla í að iðka
íhugun, eftir hverju ertu að bíða? Margir sem stunda
innhverfa íhugun ná mjög langt í lífinu.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Ilmur Kristjánsdóttir
SVONA EIGA ÞAU SAMAN
Vikan 26.03. – 01.04.
Innhverf íhugun er svarið
Stjörnuþjálfari fjölgar sér
MYND/STEFÁN KARLSSON
stjörnurnarSPÁÐ Í
Þ jálfarinn og eigandi CrossFit Reykjavík, Evert Víglundsson, og eiginkona hans, Þuríður Guðmundsdóttir, eiga von á
barni í ágúst. Þetta er fyrsta barn þeirra sam-
an en fyrir á Evert tvö börn. Hjónin gengu í
það heilaga í nóvember 2018 og lék DV forvitni
á að vita hvernig hjónin eiga saman ef litið er
til stjörnumerkjanna.
Evert er Vog og Þuríður er Meyja. Þau ná
mjög vel saman vitsmunalega en líkamlega
þurfa þau að hafa fyrir því. Þau þurfa að fylgja
takti hvort annars og finna sameiginleg áhuga-
mál.
Meyjan og Vogin leggja bæði áherslu á að
byggja sambönd á traustum grunni.
Þau virða tilfinningar hvort annars og er það
algjört lykilatriði þegar kemur að því að ná vel
saman þar sem bæði eru með mjög viðkvæmt
egó.
Meyjan vill þóknast öðrum og mun auðveld-
lega taka yfir ábyrgðarhlutverk Vogarinnar
en þau þurfa að muna að tala saman og ná
sáttum. n
MYND/FACEBOOK
Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna?
Hrútur
21.03. – 19.04.
Elsku, duglegi og útsjónarsami
Hrútur. Þú fagnar krefjandi
verkefnum og færð mikið út úr
því að leysa þau. Þú kannt svo
sannarlega að hugsa út fyrir
boxið og vekur mikla aðdáun á
vinnustaðnum fyrir útsjónarsemi
þína og sköpunargleði.
Naut
20.04. – 20.05.
Nautið er í góðu jafnvægi þessa
vikuna. Það er ekki mikið um
að vera. Það kemur þér í opna
skjöldu hversu auðvelt þú átt með
að vera bara í núinu, staldra þar
við og hefur ekki neinar óþarfa
áhyggjur.
Tvíburi
21.05. – 21.06.
Tvíburinn er spennufíkill og mun
því vera einn af þeim sem pakkar
niður nesti, græjar gönguskóna
og fer í ævintýraleiðangur upp að
eldgosinu góða. Þú færð mikinn
kraft frá móður náttúru og ert
ævinlega þakklátur fyrir að eiga
heima á svona einstökum og
mögnuðum stað.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Krabbinn er þekktur fyrir „pabba
húmor“ og býður öllum sem koma
í heimsókn velkomna með Hrauni
og gosi við komu. Að venju er
krabbinn líka mikil fjölskylduvera
og eyðir vikunni í að ákveða hvað
hann geti fengið alla til að gera
með sér um páskana.
Ljón
23.07. – 22.08.
Ljónið fer aðeins meira inn á við
þessa vikuna. Þú skrifar í dag
bókina sem þú hefur ekki gert í
nokkra mánuði. Þú leyfir þér að
vera í mýktinni og grætur mikið
yfir einni, væminni klassískri
kvikmynd.
Meyja
23.08. – 22.09.
Þú tekst á við nýjar aðstæður
og ert örlítið stressuð. Það er
fullkomlega eðlileg tilfinning en
þú munt finna þig vel í þessu nýja
verkefni og hlutirnir munu ganga
betur en þú hefðir vogað þér að
ímynda þér.
Vog
23.09. – 22.10.
Þú færð nýjan starfskraft sem
þú ert búin að vera bíða eftir. Nú
lítur þú til baka og óskar þess að
þú hefði nýtt tímann betur, en það
þýðir ekkert, þannig að þú skalt
bara hætta því og halda ótrauð
áfram. Áfram þú!
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Þú þarft að vera sáttasemjari
þessa vikuna eða hjálpa einstakl
ingum að finna lausnir á málum
þar sem allir verða sáttir, þrátt
fyrir að þurfa að gefa eitthvað
eftir. Þú er með góða leiðtoga
hæfni, því ætti þetta ekki að vera
stórmál fyrir þig.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Loks fer boltinn að rúlla og þú
sérð fyrir endann á einum kafla
og ert svo sannarlega spenntur
fyrir þeim næsta. Þú klárar við
skiptaáætlun og færð styrk fyrir
vikulok sem mun hvetja þig áfram
í þessu nýja verkefni.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Ef þig langar að slökkva á
símanum og fela þig undir teppi
þá gerirðu það bara. Það kemur
vika eftir þessa og þú getur verið
afkastamikil þá. Það er svo mikil
vægt að hlusta á þarfir sínar og
nauðsynlegt að passa vel upp á
að vera ekki of hörð við sig.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
„Blast from the past“ ef okkur
leyfist að sletta smá. En einhver
úr fortíðinni lætur í sér heyra
og vill tengjast þér á nýjan leik.
Þið hafið bæði breyst mikið á
þessum tíma í sundur og nú
mögulega tilvalinn tími til þess að
endurbyggja sambandið á nýjum
grundvelli.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Þér líður eins og það sé ekkert
um að vera en það er ekki raunin.
Þú er að leggja mikla grunnvinnu
fyrir það sem koma skal. Stundum
byrjar ferlið bara með hug
myndinni sjálfri en hún er einmitt
mikilvægasta fræið.
spil segir þér að hlutirnir verða í lagi og hvetja þig til að
njóta ferðalagsins, annars munt þú sjá eftir því og gera
leiðina að leiðarendanum lengri en hún þarf að vera.
Reyndu að stilla hugann og finna þér hugarró.
FÓKUS 35DV 26. MARS 2021