Öreigaæska - 01.05.1934, Blaðsíða 1

Öreigaæska - 01.05.1934, Blaðsíða 1
Öreigar allra landa, sameínist! I. árg. 5. blað. I maí 1934. ÖREIGAÆSKA Útgefandi ísaf jarðardeild S. U. K. 1. mai Baráttudagur verkalýðsins um allan heim. Til samíylktr- ar baráttu undir forustu Kommunistaflokksins og’ Sam- bands ungra kommunista fyrir valdatöku verkalýðsins og’ fátækra bænda á íslandi. Á þrepskildi tímabils byltinga og stríða. Þeirri tímabundnu festingu, sem auðvaldið náði eftir heimsstyrjöld- ina, er nú lokið. Iðnaðar- og fjárhags-kreppa auðvaldsins hefir farið siharðnandi í 4 ár, innri mót- setningar hinnar almennu þjóð- félagslegu kreppu auðvaldsinshafa vaxið gífurlega og auðvaldsþjóð- skipulagið siglir hrað- byri inn í nýtt tímabil byltinga og heims- styrjalda. Hvers vegna eru viðhorf auðvaldsþjóð- skipulagsins þessi? Síðasta heimsstyrj- öld var afleiðing af stórkostlegum vexti innri mótsetninga auð- valdsins. Það var bar- átta um að skifta markaðinum og hrá- efnalindunum upp að nýju. Það leysti þó ekki og stóð heldur ekki til að það gæti leyst mótsetningar auðvaldsins. Þvert á móti sköpuðust nýjar mótsetningar. Verka- lýðurinn og fátækir bændur tóku völdin í einum sjötta hluta heimsins. Auðvalds- þjóðskipulagið komst inn í hina almennu þjóðfélagslegu kreppu sína og fór að smiða sina eigin likkistu. Auðvaldinu tókst að ná tíma- bundinni festingu eftir heímsstyrj- öldina, og þó komust nokkur lönd eins og t. d. Þýskaland og England aldrei jafnfætis því, sem þau voru áður. Bandaríki Ame- riku græddu ein verulega á heims- stríðinu. En nú er auðvaldið búið að l vera fjögur ár í iðnaðar- og at- vinnukreppu. Þessi kreppa er orðin alþjóðleg, ekkert land er undan- skilið nema Sovétlýðveldin og Sovétkína. Hún nær yfir allar iðn- greinar og grípur ekki síst hatram- lega um sig á sviði landbúnaðar- ins. En samt er ein iðngrein, sem ekki er þjökuð af kreppunni, það er hernaðariðnaðurinn. Iðnaðar- og fjárhagskreppan er timabilskreppa og, eins og endra- nær, hefir auðvaldið velt byrðum hennar yfir á verkalýðsstéttina og fátæka bændur. Miljónir hinna at- vinnulausu margfaldast, verksmiðj- l ur og atvinnutæki hætta að starfa, framleiðsluvörur eru eyðilagðar f stórum stíl, verklýðsækan er ofur- seld þvingunnarvinnu og sulti, fátækir bændur flosna upp af jörðum sínum og þær seldar á nauð- ungaruppboðum, árás- ir auðvaldsins á kjör þeirra verkamanna, sem enn hafa vinnu, vaxa gííurlega, árásir á samtök verkalýðsins og baráttu eru stór- kostlegri en nokkurn- tíma hefur áður þekst í veraldarsögunni, o. s. frv. o. s. frv. En þessar ráðstaf- anir auðvaldsins duga ekki til þess að losna út úr kreppunni. Það hyggur á nýja skift- ingu markaðsins og hráefnalindanna, og fyrst og fremst árásar- stríð á Sovétlýðveldin. Kreppan er því orðin óleysanlegá „friðsam- legan” hátt fyrir auð- valdið. Ný heimsstyrjöld stendur óhjákvæmilega fyrir dyrum. þess vegna er líka hernaðarundirbún- ingur stórveldanna æðisgengnari en nokkru sinni fyr. Jafnhliða hinni sívaxandi stríðs-

x

Öreigaæska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öreigaæska
https://timarit.is/publication/1559

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.