Rit Mógilsár - 2013, Page 7

Rit Mógilsár - 2013, Page 7
Rit Mógilsár 28/2012 7 stafar af því að í nokkrum stórum skógræktarreitum er einungis gert ráð fyrir að gróðursetningar þeki helming eða fjórðung af flatarmáli reitanna. Mat á kolefnisbindingu í trjágróðri Notaðir voru ferlar gróskuflokka kol- efnisforða fyrir trjátegundirnar fimm sem útbúnir voru fyrir þessa vinnu (Arnór Snorrason, í handriti). Þeir byggja á mælingum sem gerðar voru á trjágróðri á öllu landinu um síðustu aldamót í sambandi við úttekt á skóg- ræktarskilyrðum (Arnór Snorrason o.fl. 2001 a,b,c, 2002 a,b). Þá voru gerðar 1940 mælingar dreift á 775 staði á landinu. Mælingar, þar sem mögulegt var með góðu móti að ákvarða á flatarmál mæli- flatar, voru notaðar við flokkun grósku- flokka fyrir trjátegundirnar. Notaðir voru bæði innlendir og erlendir grósku- flokkar til að flokka mælingar úr úttekt- inni. Fyrir alaskaösp, stafafuru og sitkagreni var stuðst við breska flokka (Hamilton o.fl. 1971), fyrir síberíulerki var stuðst við íslenska gróskuflokka (Lárus Heiðarsson o.fl. 2012) og fyrir birki var stuðst við norska gróskuflokka (Helge Braastad 1977). Áætlaður kolefnisforði í trjám (ofan- og neðan- jarðar) var síðan reiknaður út frá skógmæligögnum á hverjum mælistað. Þær mælingar sem samkvæmt yfirhæð2 féllu saman i gróskuflokk voru nýttar til að útbúa meðaltalsferill fyrir þróun kolefnisforða með gróðursetningaraldri3 fyrir hvern gróskuflokk. Þegar sá ferill hefur verið útbúinn er hægt að reikna bæði meðalársbindingu (e: mean annual increment: MAI) og árlega bindingu (e: current annual increment: CAI) koldíoxíðs (CO2) fyrir hvern gróskuflokk. Við úrvinnslu grunngagna kom í ljós að í mörgum tilvikum voru of fáar mælingar í sumum gróskuflokkum til að hægt væri að útbúa traust- vekjandi kolefnisforðaferil. Einnig sköruðust stundum kolefnisforðagildi aðliggjandi flokka of mikið til að hægt væri að útbúa aðgreinda ferla. Í þessum tilvikum var gróskuflokkum slegið saman og útbúinn sameiginlegur ferill fyrir tvo eða fleiri gróskuflokka. Næsta skref var að athuga í hvaða flokka mælingar úr úttektinni í nágrenni skógræktarsvæðanna lenda og út frá því var valinn gróskuflokkur fyrir viðkomandi trjátegund og skógræktar- svæði. Fyrir Laxaborg voru skoðaðar mælingar í Dalasýslu, fyrir Belgsá mælingar í Fnjóskadal og Ljósvatns- skarði, fyrir Ormsstaði mælingar í Breiðdal og fyrir Skarfanes mælingar ofarlega á Rangárvöllum og Landssveit auk mælinga austarlega í Gnúpverja- hreppi. Dæmi um þetta val er sýnt á 1. 2Yfirhæð er skilgreind sem meðalhæð á sverustu 100 trjám á hektara (sverleiki er mældur sem þvermál í 1,3 m hæð frá yfirborði). Oftast er yfirhæð mæld á mæliflötum og fyrir mælifleti í kringum 100 m2 er einungis mæld hæð á sverasta trénu á mælifletinum. Fyrir mælifleti í kringum 200 m2 er tekið meðaltal hæðar á tveimur sverustu trjánum o.s.frv. 3Gróðursetningaraldur er fjöldi sumra frá gróðursetningu.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.