Rit Mógilsár - 2013, Side 9

Rit Mógilsár - 2013, Side 9
Rit Mógilsár 28/2012 9 sem gróskan er lítil til meðal. Í einu tilviki er gróskan metin mikil en það er fyrir sitkagreni í Skarfanesi. Laxaborg virðist vera með hlutfallslega lægsta gróskustigið. Belgsá og Ormsstaðir eru á svipuðu róli á miðju rófinu en Skarfa- nes er með hæstu flokkana. Í 3. töflu er síðan birtur meðalársvöxtur við 50 ára gróðursetningaraldur fyrir gróskuflokka- valið eins og það birtist í 2. töflu. Þar kemur fram mikill munur á grósku tegundanna þar sem birkið vermir botninn en alaskaösp er með hæstu gildin. Þar fyrir neðan er sitkagreni en síberíulerki og stafafura eru á svipuðu róli. Mat á kolefnisbindingu í jarðvegi og sópi Við mat á kolefnisbindingu í sópi (dautt lífrænt efni, e:litter) og kolefnisbindingu eða -losun í jarðvegi var stuðst við sömu stuðla og notaðir voru í opinberu árlegu kolefnisbókhaldi Íslands til Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Birna Sigrún Hallsdóttir o.fl. 2012). Eftirtaldir stuðlar voru notaðir í 50 ár eftir nýræktun skóga: 1. Binding í sópi: 0,52 tonn CO2/ha og ári. 2. Binding í þurrlendisjarðvegi á vel- eða fullgrónu landi: 1,34 tonn CO2/ha og ári. 3. Binding í þurrlendisjarðvegi á lítt til hálfgrónu landi: 1,88 tonn CO2/ ha og ári Stuðlar 1 og 2 byggja á rannsókna- niðurstöðum úr skógum á Íslandi (Arnór Snorrason o.fl. 2000, Arnór Snorrason o.fl. 2002c, Bjarni D. Sigurdsson o.fl. 2005, Brynhildur Bjarnadóttir 2009). Stuðull 3 er landsmeðaltal sem Land- græðsla ríkisins notar við mat á kol- efnisbindingu jarðvegs við landgræðslu á lítt grónu landi (Birna Sigrún Halls- dóttir o.fl. 2012). Laxaborg Belgsá Ormsstaðir Skarfanes Alaskaösp 8,0 8,0 13,8 Stafafura 4,2 6,5 6,5 6,5 Sitkagreni 7,6 7,6 7,6 10,1 Síberíulerki 4,6 Birki 2,5 3.tafla. Meðalársbinding í trjám við 50 ára aldur metin fyrir trjátegundir sem valdar eru á skógræktarsvæðunum fjórum. Tölurnar eru í tonnum af CO2 á ha og ár. Laxaborg Belgsá Ormsstaðir Skarfanes Ný svæði að bætast við samning 2012-2013 2013 2015-2018 2014-2021 Öll svæði að binda 2014-2062 2014-2063 2019-2065 2021-2064 Svæði að detta út úr samningi 2063-2064 2064 2066-2069 2065-2072 4. tafla. Mismunandi tímabil kolefnisbindingar fyrir svæðin fjögur.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.