Rit Mógilsár - 2013, Side 15
Mógilsá, Rannsóknastöð skógræktar, er deild innan Skógræktar ríkisins og sinnir rannsókna-
störfum fyrir hönd stofnunarinnar. Höfuðstöðvar Rannsóknastöðvarinnar eru að Mógilsá í Kolla-
firði en útibú er á Akureyri. Á vegum stöðvarinnar eru fjöldi tilrauna sem staðsettar eru víða
um land.
Rannsóknastöðin leggur höfuðáherslu á hagnýtar tilraunir í þágu skógræktar og skógverndar,
auk grunnrannsókna á íslenskum skóglendum. Innan stöðvarinnar eru skilgreind 7 fagsvið er
lúta m.a. að erfðaauðlindum í skógrækt, nýrækt, áhrifum skóga á loftslagsbreytingar, trjá og
skógarheilsu og vistfræði skóga. Að auki er landfræðilegur gagnagrunnur um ræktuð og
náttúruleg skóglendi landsins vistaður við Rannsóknastöðina.
Árið 2012 unnu 13 manns á Mógilsá, þar af 10 með háskólagráðu í skógfræði eða skyldum
greinum.