Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar 2006, Qupperneq 2

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar 2006, Qupperneq 2
2 Kæru félagar. Nú þegar vetur er kaldur og ónotalegur við okkur lungnasjúklinga, finnst mér mjög gott að vita til þess að við eigum skjól og yl í Síðumúla 6 á mánudögum. Það er nú einu sinni þannig að maður er manns gaman. Stundirnar sem við eigum saman þar eru öllum til mikillar ánægju, því fleiri því betra. En öll él birtir upp um síðir og nú er komið að því að hugsa til vorsins og sumarsins. Samtökin verða með tvo fræðslufundi, annan í febrúar um þung- lyndi og þann síðari í mars, um bakflæði. Báðir mjög athyglisverðir og eiga erindi til okkar allra. Aðalfundurinn verður svo 4. maí kl. 20 að Síðumúla 6. Okkur var gefin plöstunarvél til þess að útbúa félagsskírteini sem við höfum mikinn áhuga á að drífa í sem fyrst. Þetta skírteini komum við til með að sýna í Lyfju til þess að fá afsláttinn sem þeir eru svo rausnarlegir að veita okkur. Er þá miðað við þá sem greiða félagsgjaldið. Um leið og félagsgjaldið Formannsspjall er greitt þá fær viðkomandi skírteinið sent um hæl. Ég vil einnig minna ykkur á að mynd- bandið Tímasprengja í heilbrigðiskerf- inu er til á skrifstofu SLS og er hægt að nálgast það á mánudögum kl. 16 – 18, eða í síma 8474773. Ég vil einnig minna ykkur á minningar- kortin okkar, þau er einnig hægt að nálgast á sama stað og síma. Nýtt: Framvegis á mánudögum kl. 16 verður öllum aðildarfélögum SÍBS heim- ilt að koma í kaffi og spjalla, og hitta aðrar deildir, vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og hafa gaman af. Óska öllum góðs heilsufars og gæfu á árinu. Jóhanna Pálsdóttir, formaður Nýtt! Mánudaginn 20. febrúar kl. 16 verður opið hús fyrir alla félagsmenn allra deilda (aðildarfélaga) SÍBS að Síðumúla 6 (gengið inn á bak við húsið). Þannig verður það í framtíðinni alla mánudaga, nema annað sé auglýst sérstaklega. Nýtt! Samtökin eru komin með nýja heimasíðu, endilega skoðið hana: www.lungu.is Fræðslufundir: Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20 í SÍBS húsinu að Síðumúla 6 (gengið inn á bak við húsið) Hörður Þorgilsson sálfræðingur talar um vanlíðan í kjölfar veikinda. Fimmtudaginn 16. mars kl. 20 í SÍBS húsinu að Síðumúla 6 (gengið inn á bak við húsið) Sigurbjörn Birgisson, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum talar um bakflæði. Allir hjartanlega velkomnir! kveðja Jóhanna A U G L Ý S I N G A R

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.