Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - mar. 2006, Side 4
4
SAMTÖK
LUNGNASJÚKLINGA
Fréttabréf
1.tbl.9.árgangur mars 2006
Samtök lungnasjúklinga, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, sími 552-2154
Heimasíða: www.lungu.is Netfang: lungu@sibs.is
Ábyrgðarmaður: Jóhanna Pálsdóttir
AstraZeneca styrkir útgáfu þessa fréttabréfs
Þú kannast kannski við þetta, en hvað er
til ráða? Ráðin eru mörg og þú hefur
sennilega fundið einhverjar leiðir til að
minnka mæðina. Mig langar að tæma úr
reynslubrunninum sem sjúkraþjálfari og
segja þér hvað hefur reynst mínum
sjúklingum best og hvað þeir segja að
þurfi að varast.
Flestir reyna að forðast mæðina með því
að hreyfa sig minna. Það reynist oft vel í
byrjun en síðan syrtir í álinn; mæðin
kemur við minni og minni áreynslu. Á
þessu stigi verða margir vonlitlir, hætta
að fara út og hafa tilhneigingu til að
einangra sig heima, hreyfa sig minna og
minna og verða móðari og móðari. Til
að losna úr þessum vítahring er besta
leiðin að hreyfa sig meira en ekki
minna.
En það er svo erfitt, ég verð svo móð/ur
að mér finnst ég vera að kafna. Þetta
segja mjög margir, en það er hægt að
þjálfa sig án þess að verða mjög móður.
Þeir sem hafa reynt og náð tökum á því
hafa stutt mig í því að kenna þessar
aðferðir.
Best er að kunna og hafa gott vald á því
sem við köllum þindaröndun. Það er
meðvituð öndun í neðsta hluta lungn-
anna. Hún er gerð þannig að kviðurinn
lyftist fram þegar andað er inn, eða
neðstu rifin þenjast út til hliðanna í
innöndun.
Þjálfunin getur falist í göngu, sundi eða
þeirri hreyfingu sem þér finnst skemmti-
leg. Ráðlegt er að byrja rólega án þess
að mæðast.
Best er að anda inn um nefið og út um
munninn. Þegar þú finnur að öndunin
verður aðeins hraðari, þá setur þú stút á
munninn og andar þannig frá þér. Mjög
mikilvægt er að þvinga ekki útöndunina,
heldur hafa hana meira en helmingi
lengri en innöndunina. Anda inn á 2
töktum gegnum nef og út á 5-6 töktum
gegnum hálflokaðar varir.
Þegar þú missir tökin á þessari öndun
ertu að fara of hratt! Þá skaltu fara þér
hægar og stoppa ef það dugar ekki.
Þegar þú hefur aftur náð tökum á
önduninni er kominn tími til að halda af
stað að nýju.
Ekki gefast upp í fyrstu atrennu. Þetta
tekur tíma. Best er að byrja heima í
stofu, anda í takt við skrefin og nota stút
á varirnar í útöndunni. Að telja taktinn í
huganum hefur hjálpað mjög mörgum.
Þegar þú ert orðin/n það góð/ur í
önduninni að þú treystir þér út, mundu
þá eftirfarandi:
• Borðaðu reglulega en þjálfaðu ekki fyrr
en a.m.k. 1 klst. eftir máltíð
• Þjálfaðu 3-5 sinnum í viku
• Farðu hægar í kulda og miklum hita
• Hafðu trefil eða grímu fyrir vitum í roki
og kulda og húfu á höfði
• Þegar þú gengur úti áttu eftir að fara
til baka - ekki fara of langt í einu!
• Byrjaðu rólega og endaðu rólega.
Gangi þér vel,
Jóhanna M Konráðsdóttir, sjúkraþjálfari
LSH Fossvogi og HL stöðinni í
Reykjavík.
Alveg sama hvað ég rembist, ég get ekki andað meira inn!
Hvað get ég gert við þessari endalausu mæði?
Hreyfing - öndun
Frá aukaþingi 2005