Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2013, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2013 samfélagi liðinna alda en einmitt ættfræðin. Síðan bætist skemmtanagildið við sem bónus. Fleira ræddi ég urn í þessum sannarlega sundur- lausu þönkum mínum um ættfræði og fjölskyldusögu í fyrrgreindum fyrirlestri á fundi Ættfræðifélagsins t.d. um það hvemig veldi einstakra ætta hélst á Islandi fyrr á öldum og voru sýndar ættartöflur því til rök- stuðnings. Ekki verður hér frekar fjallað um þau mál en hins vegar leitast við að færa nokkur rök fyrir sumu af því sem hér að framan hefur verið rakið. Verður skýrt frá efni nokkurra mynda sem sýndar voru í fyr- irlestrinum. Endurnýjun Árið 1703 voru alls 3284 giftar konur á aldrinum 20- 44. Þessar konur sáu að mestu leyti um sköpun næstu kynslóðar íslendinga. (Mjög fátítt var hér áður fyrr að konur undir 20 ára aldri eða yfir 44 ættu börn og óskilgetin börn á 18. öld voru að jafnaði um 5% af heildarfjölda barna, auk þess sem dánartíðni óskilget- inna barna var miklu hærri en þeirra skilgetnu og frekar fá þeirra sem lifðu komust úr ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar í stöðu giftra húsráðenda.) 3284 giftar konur merkir að alls hafi það verið hlut- verk 6568 einstaklinga að skapa næstu kynslóð. Þetta gerir um 13% heildarfjölda þjóðarinnar. Athuganir á manntölunum 1801 og 1845 sýna svipaðar hlutfalls- tölur að meðaltali, aðeins hærri 1801, aðeins lægri 1845. Sú kenning er því sett fram að í gamla íslenska sveitasamfélaginu hafi um 13 % þjóðarinnar séð um endurnýjun hennar hverju sinni. Þar sem fjöldi þjóð- arinnar sveiflaðist að öllum líkindum milli 40 og 60 þúsund í tímans rás, má álykta að milli 5200 og 7800 einstaklingar hafi hverju sinni séð um endurnýjun þjóðarinnar. Áafjöldinn í fyrsta lið frá okkur eru áar okkar tveir, þ.e. faðir og móðir, í öðrum lið fjórir, í þriðja lið átta, í fjórða lið sextán o.s.frv. í áttunda lið eru þeir 256, í ellefta lið 2048, í þrettánda lið 8192, í fjórtánda lið 16382. í reynd voru þeir auðvitað færri vegna tvítalningar eða jafnvel margtalningar en varla meira en sem nemur tæpum helmingi fyrrgreindra talna. Ég hef því það fyrir satt að í 13. lið, hugsanlega þeim fjórtánda, frá okkur, teljist vera allir þeir íslendingar sem þá sáu um endurnýjun þjóðarinnar. Raunhæft virðist að álykta að meðalkynslóðabil hafi verið um 30 ár á íslandi í tímans rás. Það er nokkru hærra ef aðeins rakið er í karllegg en aðeins lægra ef aðeins er talið í kvenlegg. 13. liður talinn frá manni sem fæddist árið 1950 hefur samkvæmt þess- ari ályktun fæðst að meðaltali árið 1560,14. liður árið 1530. Maður fæddur árið 1950 á því fyrir áa alla þá íslendinga sem fæddir voru 1530-1560 og sem eign- uðust afkomendur. (5200-7800 manns, sbr. það sem útskýrt var um áafjölda hér að framan). Við erum þannig að fjalla um fullkomna endur- vinnslu á öllu litningakerfi þjóðarinnar á urn 400 ára fresti! Sem þýðir að við ættum að vera komin af Oddaverjanum Jóni Loftssyni (f. 1124, d. 1197),fóstra Snorra Sturlusonar á að minnsta kosti 8000-16000 mismunandi vegu! En afar Jóns Loftssonar voru þeir Sæmundur fróði og Magnús berfættur Noregskonungur, sem var afkomandi Haralds hárfagra í beinan karllegg. „Þér landnemar, hetjur af konungakyni...“! „Útdauð ætt“ Þegar við hugleiðum þessa miklu margbreytni í áa- fjölda okkar, er eðlilegt að spyrja hvernig útskýra á það fyrirbæri að einhver ætt verði „útdauð“? Þannig er víða sagt svo frá að allar helstu höfðingjaættimar íslensku á Sturlungaöld hafi „dáið út“. I danska rík- inu þurfti „að skipta um konungsætt“ árið 1863 vegna þess að gamla Aldinborgarættin hafi verið „útdauð“. Yfirleitt virðast tignar ættir deyja út fyrr eða síðar. Þetta hmn tiginna ætta á sér einfalda skýringu. Ættin er aðeins rakin í karllegg og stundum aðeins í karllegg elsta sonar. Slíkt framhald ættar frá einni kynslóð til annarrar raskast auðveldlega. Segjum að frá ættföður séu 50% karlar, 50% kon- ur. Karlleggurinn er þá 50% allra niðja í fyrstu kyn- slóð. Sonarsynir ættföðurins eru hins vegareftir sama mælikvarða aðeins fjórðungur afkomenda hans; beini karlleggurinn er aðeins 25 % niðjanna. I fjórða lið frá ættföður er beinn karlleggur 6,25% niðjanna, í áttunda lið 0,39% eða tæplega einn af 250 afkomendum! Engin furða er þótt slík föðurleggsætt „deyi út“, ekki síst þegar yngri synir fá að mynda nýjar ættir eins og oft gerðist fyrr á tímum. Þegar Aldinborgarættin dó út með Friðriki VII Danakonungi hafði sú ætt verið við völd í Danmörku í 415 ár eða í þrettán kynslóðir, að sjálfsögðu í beinan karllegg. Góð frammistaða þar! Við völdum tók ný ætt kennd við höllina Glúcksborg í Slesvrk. En fyrsti konungurinn af þess- ari nýju konungsætt, Kristján IX, var eins og fyr- irrennari hans líka tólfti maður frá fyrsta konunginum af Aldinborgarættinni, Kristjáni I, í beinan karllegg! Að vísu í þrjár kynslóðir á 16. og 17. öld frá yngsta syni til yngsta sonar. Karlleggsættir Ákveðin byrjun karlleggsætta hófst á Islandi á Sturlungaöld, e.t.v. fyrir áhrif af venjum evrópska að- alsins á miðöldum. Þegar sagt er frá því að Oddaverjar, Haukdælir og jafnvel Sturlungar hafi „dáið út“ er sem sagt verið að skýra frá því að þessi tímabundna tilraun íslendinga til að koma á karlleggsættum hafi hreint út sagt misheppnast. Því að auðvitað eru afkomendur frá flestum þessum höfðingjum eftir sem áður með báða leggi í bland eins og gengur og gerist. Var það í raun og veru ekki besta mál að þessi karlleggjatilraun misheppnaðist? Væri íslensk ætt- fræði ekki miklu fátækari hefði hún heppnast? http://www.ætt.is 23 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.