Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021VIÐTAL
„Í grunninn má þó segja að það hafi skort
skýra sýn á hlutina. Það var verið að vinna í of
mörgu og á sama tíma og ráðist var í yfirtökur á
fyrirtækjum virðist ekki hafa tekist að sameina
fyrirtækin og þau grunnkerfi sem þau notuðu í
eitt. Þau urðu í raun dýrari í rekstri en þau voru
fyrir kaupin. Markmiðið með kaupum af þessu
tagi er alltaf það að reka sameinað fyrirtæki með
minni kostnaði.“
Verðmatið fjarri veruleikanum nú
Þegar hugmyndir komu upp um að selja Val-
itor eða greiða fyrirtækið jafnvel út til hluthafa
Arion banka í formi arðs mætti það mikilli and-
stöðu víða í samfélaginu, m.a. meðal þingheims
en á þeim tíma var íslenska ríkið hluthafi í bank-
anum. Voru í ræðustól Alþingis nefndar tölur
sem bentu til þess að Valitor væri jafnvel 60 til
70 milljarða virði. Blasir nú nokkuð önnur mynd
við og félagið er nú metið á 8,5 milljarða króna í
bókum Arion banka. Telur þú að slíkt verðmat
hafi átt rétt á sér á sínum tíma?
Það var ekki laust við að margir hrykkju við um
mitt síðasta ár þegar tilkynnt var að kortafyrir-
tækið Valitor hefði tapað nærri 10 milljörðum á
árinu 2019. Hvernig gat fyrirtæki sem lengst af
var álitið nærri því að teljast peningaprentunar-
vél fyrir eigendur sína tapað slíkum fjármunum?
Ástæðnanna var að leita í mörgum samverkandi
þáttum, slæmum ákvörðunum og breytingum á
aðstæðum á markaði. Staðreyndin var hins veg-
ar sú að Valitor hafði brennt peningum allt frá
árinu 2014 og þótt uppi hafi verið stór áform um
gríðarlegan vöxt á erlendum mörkuðum virtist
fyrirtækinu alls varnað þegar kom að því að
skapa tekjur umfram þann kostnað sem stofnað
var til.
Í árslok 2019 var Herdís Dröfn Fjeldsted kos-
in í stjórn Valitor ásamt tveimur öðrum ein-
staklingum. Hún kom að félaginu í gegnum
stjórnarstörf á vettvangi Arion banka þar sem
hún sat á þeim tíma. Hún gerði sér grein fyrir
því að fyrirtækið var í kröggum og var farið að
valda stjórnendum bankans hugarangri. Hún
viðurkennir þó að það sem hafi blasað við þegar
tekið var að kafa ofan í starfsemina hafi verið
stærra í sniðum og alvarlegra en hana hafði órað
fyrir.
„Við gerðum okkur í raun grein fyrir því mjög
fljótt að það yrði að taka hart í handbremsuna ef
ekki ætti illa að fara. Búið var að ganga á mest-
allt lausafé félagsins og það gekk illa að stöðva
útflæði fjármagns. Stjórnin gekk því hreint til
verks ásamt stjórnendum fyrirtækisins í árslok
2019.“
Úr stjórnarsæti í forstjórastól
Þremur mánuðum síðar var Herdís Dröfn orð-
in forstjóri fyrirtækisins – nokkuð sem hún hafði
aldrei ætlað sér. Reynsla af breytingastjórnun
og endurskipulagningu fyrirtækja á vettvangi
Framtakssjóðs Íslands, hvar hún var fram-
kvæmdastjóri frá 2014 til 2018, kom sér vel í
þeim aðstæðum sem þarna höfðu teiknast upp.
„Við réðumst í algjöra uppstokkun á fyrir-
tækinu. Það voru einingar inni í fyrirtækinu sem
brenndu gríðarlegum fjármunum og toguðu arð-
samar einingar í starfseminni niður með sér.“
Þar vísar Herdís í rekstrareiningar eða fyrir-
tæki sem Valitor hafði keypt í eins konar útrás á
árunum á undan, bæði í Bretlandi og Danmörku.
„Starfsemina í Danmörku seldum við strax í
maí 2020 og tengda starfsemi í Bretlandi tveim-
ur mánuðum síðar. Við erum enn með starfsemi í
Bretlandi en hún er á sviði færsluhirðingar og
sölu og leigu á posum. Skömmu eftir að ég kom
inn í stjórnina fengum við í hendur skýrslu sem
sýndi að lausnin sem búið var að verja millj-
örðum króna í var ekki skalanleg, þ.e. að hana
var aðeins hægt að nýta í þjónustu við stærri
fyrirtæki en ekki lítil og meðalstór fyrirtæki eins
og þau sem við erum helst að þjónusta. Það sem
var enn alvarlegra var sú staðreynd að þjón-
ustan sem þessi lausn átti að veita var sams kon-
ar og sú þjónusta sem við veittum þegar og erum
raunar enn að veita á grundvelli annarrar lausn-
ar sem virkar vel.“
Spurð hvað hafi farið úrskeiðis á vettvangi
Valitor segir Herdís að erfitt sé að henda reiður
á einhverju einu tilteknu atriði sem rekja megi
allar ófarir fyrirtækisins til.
„Það voru uppi mikil áform um mikinn vöxt og
á einhverjum tímapunkti hafa þeir sem að fyrir-
tækinu stóðu metið það svo að ef hlutirnir
gengju upp yrði félagið afar verðmætt. Það má
ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækisins
voru ekki einir á þessari vegferð. Þeir nutu
stuðnings eigandans á þeim tíma. En hlutirnir
fóru hins vegar ekki eins og lagt var upp með.“
Það voru ekki aðeins vonbrigðin með lausnina
sem ekki reyndist unnt að skala. Áskoranirnar
voru fleiri og birtust m.a. í því að stærsti við-
skiptavinur fyrirtækisins í færsluhirðingu ákvað
að sinna þeirri þjónustu af eigin rammleik árið
2018. Þá stóð fyrirtækið einnig frammi fyrir sí-
fellt harðari samkeppni á sviði greiðslumiðlunar
á öllum mörkuðum og reyndi sú staða mjög á
framlegð af starfseminni. Drógust tekjur félags-
ins saman um nærri 4,5 milljarða króna milli ár-
anna 2018 og 2019 og stóðu í tæpum 16 millj-
örðum síðarnefnda árið.
„Aðgerðirnar sem við gripum til voru afger-
andi og sársaukafullar. Það birtist m.a. í því að
starfsfólki fyrirtækisins hefur fækkað úr ríflega
400 í rúmlega 200. Að stórum hluta tengist fækk-
unin sölu fyrirtækjanna í Danmörku og Bret-
landi en við höfum einnig þurft að laga okkur að
nýjum veruleika í áframhaldandi starfsemi,“
segir Herdís.
Öllum steinum velt við
„Við endurnýjuðum framkvæmdastjórn fyrir-
tækisins skömmu eftir að ég tók við forstjóra-
stólnum. Við ákváðum að fara þá leið að leita að
framtíðarstjórnendum í fyrirtækinu sjálfu í stað
þess að fara út fyrir fyrirtækið. Eitt af því sem
maður horfir til í endurskipulagningu er mann-
auður fyrirtækisins og hér hjá Valitor vorum við
svo heppin að hafa á að skipa frábæru starfs-
fólki. Í framkvæmdastjórn eru nú einstaklingar
sem allir hafa góða og langa starfsreynslu hjá
Valitor.
„Við þurftum að velta við öllum steinum. Það
létti undir eftir að sölurnar í Danmörku og Bret-
landi gengu í gegn. Það stöðvaði útflæðið og þá
Hafa snúið stöðunni Val
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það hefur reynst nauðsynlegt að
taka margar afdrifaríkar ákvarðanir
á vettvangi Valitor síðustu misserin
í þeirri viðleitni að snúa miklum tap-
rekstri við. Herdís Dröfn Fjeldsted
fékk það verkefni í fangið á liðnu ári
að veita fyrirtækinu forystu og hún
segir áskoranirnar hafa verið marg-
ar og spennandi. Vel hafi tekist til og
fyrirtækið sé hætt að brenna pen-
ingum.