Morgunblaðið - 17.03.2021, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021SJÓNARHÓLL
EGGERT
Á
mánudaginn bárust okkur þau gleðitíðindi að
Gísli Darri Halldórsson hefði verið til-
nefndur til Óskarsverðlaunanna sem afhent
verða 26. apríl næstkomandi. Tilnefninguna hlaut
hann fyrir stuttmynd sína um Já-fólkið og getur
með sigri fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur sem
tók Óskarsverðlaunastyttuna með sér heim af hátíð-
inni í fyrra.
Eflaust eru fáir verðlaunagripir þekktari en stytt-
an af honum Óskari. Við tengjum hann við glys og
glamúrlíf fræga fólksins í Hollywood, geðshræringu
verðlaunahafa og sem vitnisburð um yfirburði hinna
fremstu á hvíta tjaldinu. Þegar Hildur mundaði
gripinn á sviðinu í
fyrra var það staðfest-
ing kvikmyndaaka-
demíunnar á því að
hún stóð öðrum tón-
skáldum framar það
kvikmyndaárið. En
það býr þó meira að
baki.
Það var árið 1928, á
hápunkti Art Deco-
tímabilsins, sem list-
rænn stjórnandi kvik-
myndaversins Metro-
Goldwyn-Meyer, Cedr-
ic Gibbons, lét móta
styttu eftir teikningu
sinni. Myndhöggvarinn
George Stanley sló 15
slíkar sem ári síðar
voru afhentar þeim sem bera þóttu af á sínu sviði í
kvikmyndagerð við fyrstu verðlaunaafhendingu
kvikmyndaakademíunnar í Los Angeles.
Sagan segir að það hafi verið árið 1934 sem
starfsmaður akademíunnar, Margret Herrick, hafði
orð á því að kappinn minnti á Óskar frænda hennar.
Hvort sem einhver fótur er fyrir því hefur hann
formlega verið kallaður því nafni frá 1939.
Verðlaunaflokkum hefur fjölgað með árunum og í
dag eru um 50 Óskarar veittir ár hvert og í heildina
eru á fjórða þúsund þeirra á arinhillum víða um
heim, þar á meðal hjá Hildi okkar Guðnadóttur,
sem enn er eini Íslendingurinn sem unnið hefur til
þeirra verðlauna. Ég kannaði hvort einhver Óskar
hafi fengið Óskar og sýnist það einungis hafa verið
tónskáldið Oscar Hammerstein, sem vann tvo nafna
sína árin 1941 og 1946.
En hversu verðmæt er styttan sjálf? Því er í raun
ekki auðsvarað. Verðmæti hennar verður tæplega
mælt í hráefnunum eingöngu en ef svo væri kæmi
upphæðin ef til vill nokkuð á óvart. Þó svo hún
glansi skínandi gulli er einungis um húð að ræða.
Uppistaðan er brons, samsuða kopars og tins og
kostnaður hverrar og einnar í námunda við 60.000
íslenskar krónur, það er allt og sumt. Úr skíragulli
væri hún ekki bara níu kíló-
grömm (líkt og þokkalegasta
ketilbjalla) heldur kostaði
um 30 milljónir króna. Verð-
launahafar færu því heim
með einn og hálfan milljarð
króna ár hvert.
Eins og gefur að skilja
hefur þýðing, tilefni og saga
einstakra verðlauna þau
áhrif að margir væru til-
búnir að greiða meira en
60.000 kr. fyrir gripinn.
Leikstjórinn og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Steven
Spielberg, sem unnið hefur
þrjá sjálfur og verið til-
nefndur 14 sinnum að auki,
keypti þannig Óskar leikkon-
unnar Bette Davis frá árinu
1938 á yfir 100 milljónir króna upp úr aldamótum.
Verðlaunin hlaut Davis fyrir leik sinn í myndinni
Jezebel og var það í annað sinn sem hún fór með
sigur af hólmi. Átta sinnum var hún tilnefnd í kjöl-
farið en aldrei kom þriðji Óskarinn.
Í dag er þó víst bannað að selja hann Óskar nema
akademíunni sé boðið að nýta forkaupsrétt sinn og
henni nægir að bjóða einn bandarískan dollar.
Hvert myndum við þá segja að sé raunverulegt
verðmæti gripsins? Einn dollar? 60.000 krónur? 100
milljónir? Nei, ætli það sé ekki fyrst og fremst mælt
í útbelgdu stolti eigandans?
VIÐSKIPTI OG MENNING
Björn Berg Gunnarsson
deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka
Óskarsverðlaunin
”
Leikstjórinn og kvikmynda-
gerðarmaðurinn Steven Spiel-
berg, sem unnið hefur þrjá
sjálfur og verið tilnefndur 14
sinnum að auki, keypti þannig
Óskar leikkonunnar Bette
Davis frá árinu 1938 á yfir 100
milljónir króna upp úr aldamót-
um. Verðlaunin hlaut Davis fyr-
ir leik sinn í myndinni Jezebel
og var það í annað sinn sem
hún fór með sigur af hólmi.
Á ári hverju gefur tímaritið Drinks
International út lista yfir dáðustu
kampavínshús heimsins. Listans er
alla jafna beðið með mikilli eftir-
væntingu enda hreyfingin innan
hans oft talsverð milli ára. Ekki
liggja neinar vísindalegar rann-
sóknir að baki því hvernig húsin
raðast á listann en það dregur ekki
úr gildi hans. Því ræður sú stað-
reynd að röðunin ræðst af niður-
stöðu nærri 300 manna dómnefnd-
ar sem tímaritið leitar til hverju
sinni. Í þeim hópi er að finna vín-
sérfræðinga, vínþjóna, umboðsaðila
og innflutningsfyrirtæki auk blaða-
manna sem sérhæfa sig í skrifum
um vín.
Í vinnu sinni við mat á húsunum
líta dómnefndarmeðlimir ekki síst
til gæða og stöðugleika víngerð-
arinnar og er sérstök áhersla lögð
á að horfa til fjölárgangavína (non
vintage) en þeim er oftast ætlað að
bera sömu birtu í brjóst neytenda,
ár eftir ár. Þá er dómnefndinni
uppálagt að líta til umbúða og
markaðssetningar vínsins og hvort
hún sé í samræmi við stöðu við-
komandi húss á markaðnum. Í
þriðja lagi þarf dómnefndin að
svara hinum einföldu spurningum:
er húsið dáð og virt?
Nýlega var listinn fyrir árið 2021
gefinn út og annað árið í röð trónir
þar Louis Roederer á toppnum.
Góðu fréttirnar fyrir Íslendinga
eru þær að undir lok síðasta árs
gerði heildsalan AFF Blitzz ehf.
vínin frá LR aðgengileg í gegnum
Vínbúðirnar. Fjölárgangavínin frá
húsinu eru mikil gæðavín og ljúf-
feng. Þá kemur einnig úr smiðju
hússins hið goðumlíka Cristal-
kampavín sem oftar en einu sinni
hefur verið gert að umtalsefni á
þessum vettvangi.
Í öðru sæti situr svo Pol Roger
sem færir sig upp um eitt sæti
milli ára og er vel að því komið.
Húsið verður í sérstöku heiðurs-
sæti á Kampavínsdögum á Vox í
apríl næstkomandi. Frægast hefur
húsið orðið fyrir dálæti Winstons
Churchills á því. Það breytir þó
ekki því að eitt og sér, og án for-
sætisráðherrans heitna, stendur
húsið vel undir því að verma þetta
sæti svo ofarlega á listanum.
Í þriðja sæti er svo Krug en af
Elskuðustu kampavíns-
hús heimsins þetta árið
HIÐ LJÚFA LÍF
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau f
rá 1
0-16
Vefverslun brynja.is
Yfir 20 gerðir til á lager
Verð frá 10.260,-
Vandaðir póstkassar frá