Morgunblaðið - 17.03.2021, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 11FRÉTTIR
Undanfarin ár hefur Kristinn
verið með mörg járn í eldinum.
Síðasta sumar var hann ráðinn til
Sotheby‘s-uppboðshússins og á
dögunum var hann skipaður for-
maður stjórnar nýja sprota- og
nýsköpunarsjóðsins Kríu.
Hverjar eru helstu áskor-
anirnar í nýsköpunargeiranum
þessi misserin?
Það er mjög margt gott að
gerast í nýsköpunarumhverfinu
og mikilvæg hugarfarsbreyting
hefur átt sér stað, að mér finnst,
á mörgum sviðum samfélagsins.
Fólk skilur betur að þær at-
vinnugreinar sem eiga það sam-
eiginlegt að vera byggðar á hug-
viti og snúast að langmestu leyti
um útflutningi eru komnar til að
vera og eru mikilvægar. En það
er áskorun að uppbygging á
sjálfbæru langtímaumhverfi sem
byggir á þessum nýrri atvinnu-
greinum tekur tíma. Það er ekk-
ert „quick fix“ og fólk er oft að
leita að því: einföldum og hröðum
lausnum við flóknum vanda-
málum. Við þurfum að vera þol-
inmóð hvað varðar þá uppbygg-
ingu.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Seinasti fyrirlestur sem ég
sótti var fundur FVH um leikja-
iðnaðinn á Íslandi og mér fannst
hann frábær. Ég tók þátt í að
skipuleggja viðburðinn og er því
kannski hlutdrægur. Ég fer lítið
á ráðstefnur, finnst betra að læra
og heyra um nýja hluti á aðra
vegu – með því að lesa og fylgj-
ast með sjálfur, eða í gegnum
samtöl við áhugavert fólk.
Hvaða bók hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar?
High Output Management eftir
Andy Grove er besta bók um
stjórnun sem ég hef lesið og ég
gríp oft í hana, en beinustu áhrif-
in á hvernig ég starfa koma hjá
mér yfirleitt í gegnum samstarf
við aðra, t.d. fyrrum yfirmenn
eða samstarfsaðila, þar sem ég sé
ákveðnar aðferðir eða hug-
myndafræði í notkun og get þá
dregið ályktanir byggt á því. Ég
les einnig þó nokkuð af frétta-
bréfum, t.d. Stratechery eftir
Ben Thompson, sem fer yfir
stóru myndina í tækniheiminum
á heimsvísu og rammar inn á
góðan hátt þær breytingar sem
eru að eiga sér stað.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég reyni að lesa mikið, bæði
beintengt mínum verkefnum og
áskorunum í stafrænni vöruþró-
un, stafrænni umbreytingu fyrir-
tækja og því tengdu, en finn oft
jafn mikinn eða meiri innblástur í
óbeinum tengingum úr öðrum
greinum, hvort sem það er eðlis-
fræði (skammtafræði sérstak-
lega), skógrækt (mæli með Hid-
den Life of Trees) eða ævisögum
– finnst mjög gaman að læra og
fá hugmyndir í gegnum upplif-
anir annarra.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ekki nógu vel. Reyni að hlaupa
og lyfta regulega en það kemur
og fer með álagstímum. Reyni að
borða alla vega vel.
Hvert væri draumastarfið
ef þú þyrftir að finna
þér nýjan starfa?
Geimfari. Því til að vera geim-
fari þarf maður að vera í ofboðs-
lega góðu formi og mjög klár í
einhverri raungrein.
Hvað myndirðu læra
ef þú fengir að bæta
við þig nýrri gráðu?
Fer að öllu leyti eftir því
hverju ég væri að leitast eftir
með því að bæta við mig gráðu.
Ég hef ekki trú á því að gráður
séu markmið í sjálfu sér, heldur
reyni ég að temja með mér það
að læra í og með vinnu án þess
að námið sé endilega formlegt.
Ef (og þegar) ég fer aftur í há-
skóla til að læra verður það lík-
lega tengt einhverju sviði sem ég
hef mikinn áhuga á að læra
meira um og þar sem formlegt
nám er líklegasta leiðin til árang-
urs.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Ég stóla á tvennt: samstarfs-
fólk og framtíðarsýn. Best af
öllu er samstarfsfólk með stóra
framtíðarsýn því það skiptir
miklu að vita hvert maður er að
stefna.
SVIPMYND Kristinn Árni Lár Hróbjartsson stjórnarformaður Kríu
Uppbygging sem kallar á þolinmæði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þýski ferðatöskuframleiðandinn Ri-
mowa hefur líklega átt frekar erfitt ár
enda lítil eftirspurn eftir töskum í
kórónuveirufaraldri. Þar er kannski
komin skýringin á því að hönnuðir Ri-
mowa ákváðu að skapa þessa agnar-
smáu ferðatösku sem er ætluð til dag-
legs brúks innanbæjar frekar en fyrir
ferðalög langt út í heim.
Það er hluti af tilveru margs skrif-
stofufólks að burðast með skjöl og
ýmislegt smálegt til og frá vinnu og í
fjármálahverfum erlendra stórborga
er algengt að sjá jakkafataklædda
sérfræðinga á harðahlaupum með
handfarangurstöskur í eftirdragi.
Rimowa Essential Sleeve Compact
er sniðin að þörfum þessa hóps: minni
en venjuleg handfarangurstaska en
nógu stór til að rúma netta fartölvu,
nokkur bréfabindi, gott nesti eða
strigaskó og tilheyrandi fyrir líkams-
ræktina. ai@mbl.is
Rimowa
fyrir stússið
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
NÁM: Stúdent frá MH. BS í viðskiptafræði frá HÍ; útskrifaðist
2014, eitt ár í skiptinámi (2012-13) í Texas Tech University.
STÖRF: Byrjaði ferilinn hjá QuizUp 2014 og var undir lokin
rekstrarstjóri þar til við lokuðum 2016. Stofnaði Northstack 2015
og hef rekið meðfram öðrum störfum síðan, og verið í ýmsum
greiningar- og ráðgjafahlutverkum tengdum því. Ráðgjafi og
teymisþjálfi hjá Kolibri 2016-2018; greinandi hjá fjárfest-
ingasjóðnum Nordic Makers 2017; rekstrarstjóri hjá Gangverki
2018-2020; forstöðumaður vöruþróunar hjá Sotheby‘s í New
York frá ágúst 2020; stjórnarformaður Kríu, sprota- og nýsköp-
unarsjóðs frá mars 2021. Sit í stjórn Félags viðskipta- og hag-
fræðinga og í stjórn Nemenda- og hollvinasambands MH.
ÁHUGAMÁL: Myndlist, nýsköpun, nýsköpunarumhverfi og op-
inber stefna tengd málaflokknum, vísindaskáldskapur, matur,
ferðalög og skógrækt.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Sunnu Karen Einarsdóttur kór-
stjóra.
HIN HLIÐIN
„Ég hef ekki trú á því að
gráður séu markmið í
sjálfu sér,“ segir Kristinn.