Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til. Víðistaðakirkja í Hafnarfirði auglýsir eftir kirkjuverði/- meðhjálpara í fullt starf Starfsvið: Umsjón með kirkju og búnaði hennar, þjónusta við helgihald, umsjón með tónleikahaldi og upptökum, þrif á salarkynnum kirkjunnar, skráning eigna kirkjunnar, umsjón með foreldramorgnum og viðvera í æskulýðsstarfi. Hæfniskröfur: Áhugi á kirkjulegu starfi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og snyrtimennska, lipurð í samskiptum og traust fram- koma, góð íslensku- og enskukunnátta æskileg svo og almenn tölvukunnátta. Umsóknir merktar „Starfsumsókn“ sendist til: Víðistaðakirkja, Pósthólf 351, 220 Hfj. og rafrænt á srbragi@vidistadakirkja.is Umsóknarfrestur er til 22. mars 2021. Öllum umsóknum verður svarað. Stefnt er að því að nýr starfsmaður hefji störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Hjörleifur Þórarinsson formaður sóknarnefndar og séra Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur. kopavogur.is Verkefnastjóri óskast í eignadeild Kópavogsbær óskar eftir verkefnastjóra ástandsskoðunar fasteigna og eftirlits með viðhaldsframkvæmdum. Í starfinu felst einnig umsýsla með fasteignum í eigu Kópavogsbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð • Ástandsskoðun allra fasteigna Kópavogsbæjar. • Gerð útboðsgagna, kostnaðar- og viðhaldsáætlana. • Eftirlit og umsjón með verktökum bæjarins. • Skráning gagna í skjalakerfi. Menntunar- og hæfniskröfur • Verkfræði- eða tæknimenntun á háskólastigi. • Reynsla af viðhalds- og byggingar- framkvæmdum. • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg. • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg. • Góð tölvukunnátta. • Þekking á Autocad æskileg. • Þekking á skjalavistunarkerfi ONE æskileg. • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnu- brögðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarvef Kópavogs- bæjar. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ari Sigfússon í síma 441-0000 eða tölvupósti ari.sig@kopavogur.is. kopavogur.is Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum mannauðsráðgjafa. Mannauðsráðgjafi starfar á velferðarsviði en situr einnig í teymi mannauðsráðgjafa á miðlægri mannauðsdeild. Vel- ferðarsvið skiptist í fjórar fagdeildir; þjónustudeild aldraðra, þjónustudeild fatlaðra, ráðgjafar- og íbúðadeild og barnavernd auk rekstrardeildar. Stöðugildi á velferðarsviði eru um 200 á 15 starfs- einingum. Mannauðsráðgjafi heyrir undir sviðsstjóra en mun hafa náið samstarf við mannauðsdeild á stjórnsýslusviði. Helstu verkefni og ábyrgð · Ráðgjöf við stjórnendur á sviði mannauðsmála allt frá ráðningum til starfsloka. · Framkvæmd mannauðsmála og stuðningur við stjórnendur, m.a. á sviði ráðninga, starfs- þróunar, þjálfunar og fræðslu og samskipta. · Þátttaka í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu starfsánægjukannana og umbótaverkefnum. · Skýrslugerð um ýmsa mælikvarða er varða mannauðsmál. · Þátttaka í stefnumótun og innleiðingu mannauðstengdra verkefna í samvinnu við mannauðsdeild. · Þátttaka í innleiðingu breytinga á starfsemi sviðsins og eftirfylgni. Menntunar- og hæfniskröfur · Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála. · Að lágmarki þriggja ára reynsla af ráðgjöf í mannauðsmálum, s.s. ráðningum, fræðslumálum, uppbyggingu liðsheildar, starfsþróun og samskiptamálum. · Reynsla af þátttöku við innleiðingu mannauðstengdra verkefna. · Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun við lausn verkefna. · Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður. · Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs, adalsteinn@kopavogur.is Mannauðsráðgjafi velferðarsviðs Kópavogs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.