Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
hagvangur.is
Traust og fagleg
þjónusta
200 mílur
MALBIKSTÖÐIN
LEITUMAÐ
ÖFLUGUM
LIÐSMANNI
umsóknir á alfred.is
Leitum að starfsmanni
í malbiksframleiðslu
og eftirlit með búnaði
Vélvirkjanám,
sambærilegt nám
eða reynsla skilyrði
Fulltrúar Hafnarfjarðar-
bæjar og Alzheimersamtak-
anna skrifuðu í vikunni undir
samstarfsyfirlýsingu um inn-
leiðingu á samfélagi sem er
vinveitt, styðjandi og með-
vitað um þarfir fólks með
heilabilun og aðstandendur
þeirra. Hafnarfjarðarbær
mun, með faglegri aðstoð og
öflugum stuðningi Alzheimer-
samtakanna, varða leið þeirra
sem eru með heilabilun með
því að ýta undir vitund og
þekkingu starfsmanna bæj-
arins og íbúa.
Aukin vitund allra ýtir und-
ir vellíðan og öryggi þessa
viðkvæma hóps en talið er að
4.000-5.000 manns lifi við
heilabilunarsjúkdóma á Ís-
landi, þar af um það bil 250
manns undir 65 ára aldri. Bú-
ast má við verulegri fjölgun
samhliða hækkandi aldri
þjóðarinnar, segir í tilkynn-
ingu.
Innihaldsríkt líf
„Hafnarfjarðarbær er
styðjandi samfélag,“ segir
Rósa Guðbjartsdóttir bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar. „Nú
viljum við gera enn betur og
leggja sérstaka áherslu á
fólkið okkar sem gleymir með
því að auka vitund allra á mik-
ilvægi þess að vera vinveittur
og styðjandi við þá ein-
staklinga sem gleyma og að-
standendur þeirra. Við erum
vinveitt og gott samfélag og
eigum að vera meðvitað um
nágranna okkar, samstarfs-
félaga og annað samferðafólk.
Við verðum öll að leggjast á
eitt um að gera einstaklingum
með heilabilun kleift að lifa
áfram góðu og innihaldsríku
lífi í styðjandi og öruggu sam-
félagi.“
Á næstunni munu starfs-
fólk stofnana Hafnarfjarð-
arbæjar, áhugasamir bæj-
arbúar og starfsfólk verslana
og annarra þjónustufyr-
irtækja í bænum fá fræðslu
um heilabilunarsjúkdóma og
styðjandi samfélag. Mark-
miðið er að allar starfsstöðvar
Hafnarfjarðarbæjar verði
styðjandi vinnustaðir en til að
hljóta viðurkenninguna þarf
minnst helmingur alls starfs-
fólks á starfsstöð að hafa hlot-
ið viðeigandi fræðslu.
Í lífsgæðasetri
Alzheimersamtökin vinna
að því að koma á fót þjónustu-
miðstöð í Lífsgæðasetri St.
Jó. í Hafnarfirði fyrir þá sem
greinst hafa með heilabilun
og aðstandendur þeirra og þá
ekki síst þá sem greinast ung-
ir að aldri. Tilkoma þjónustu-
miðstöðvar markar tímamót í
þjónustu við einstaklinga með
heilabilun og aðstandendur
þeirra. Vonir standa til þess
að miðstöðin verði opnuð á
haustmánuðum líðandi árs.
Lífsgæðasetur Frá vinstri: Árni Sverrisson formaður stjórnar
Alzheimersamtakanna, Eliza Reid forsetafrú, Vilborg Gunn-
arsdóttir formaður Alzheimersamtakanna, Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir.
Styðjandi samfélag
- Hafnarfjörður heilavinabær
- Fræðsla og faglegt starf
Alls 13,5 milljónum króna var í
vikunni úthlutað úr Menning-
ar- og viðurkenningarsjóði
KEA, til fólks og félaga á
starfssvæðinu sem spannar
Norðurland eystra það er ;
Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur.
Þetta var í 87. skipti sem KEA
veitir styrki úr sjóðnum en
hann á rætur sínar að rekja
allt til 1936 þegar fyrsta
styrknum var úthlutað úr
sjóðnum til Sjúkrahússins á
Akureyri. Frá þeim tíma hafa
tæplega 1.400 verkefni og ein-
staklingar fengið peninga úr
þessum potti.
Styrkir skipta máli
„Við í KEA leggjum áherslu
á samfélagslega ábyrgð í
rekstri okkar og ein birting-
armynd þess eru þessar styrk-
veitingar til einstaklinga, fé-
lagasamtaka og verkefna
hverskonar,“ segir í tilkynn-
ingu haft eftir Halldóri Jó-
hannssyni, framkvæmdastjóra
KEA. „Við finnum vel fyrir því
að þessir styrkir skipta máli
fyrir viðkomandi og einmitt
þess vegna er alltaf jafn
ánægjulegt að standa fyrir
þessu þegar við eigum færi á
því. Á meðan við erum í hagn-
aði af okkar rekstri viljum við
láta hluta af afkomu okkar
renna til verkefna eins og
þessara.“
Flugdagur og söngleikur
Í flokknum menningar- og
samfélagsverkefni hlutu 16
aðilar styrki, 2,8 millj. kr.
Meðal þeirra sem stuðning
fengu þar eru Ferðafélag Ak-
ureyrar, vegna byggingar
þjónustuhúss við Drekagil,
Flugsafn Íslands, vegna Flug-
dagsins 2021, Þórduna, nem-
endafélag Verkmenntaskólans
á Akureyri, fyrir hönd leik-
félags VMA, til uppsetningar
á söngleiknum Grís.
Í flokknum íþrótta- og
æskulýðsmál hlutu 17 aðilar
styrki, samtals 8,5 millj. kr. Af
styrkþegum þar má nefnda
Hestamannafélagið Léttir
Akureyri, KA, Þór, Skíðafélag
Dalvíkur og Ungmennafélagið
Smára í Hörgársveit.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Mörg málefni
nyrðra eru studd af KEA
KEA leggur lið
- Peningar úr
potti - Menning-
arstarf og íþróttir
á Norðurlandi