Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
kopavogur.is
Leikskólastjóri í
leikskólann Arnarsmára
Leikskólinn Arnarsmári er 5 deilda leikskóli sem stendur á Nónhæð. Í leikskólanum er starfað samkvæmt
Uppbyggingarstefnunni og einkunnarorð hans eru frumkvæði, vinátta og gleði. Mikil og virk útikennsla ein-
kennir Arnarsmára, sem og áhersla á dyggðir, stærðfræði, læsi og virðingu fyrir umhverfinu.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn
og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for-
ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn,
forráðamenn og leikskóladeild.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og
menntunarfræða
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2021.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningavef Kópavogsbæjar.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
kopavogur.is
Leikskólastjóri
í leikskólann Álfatún
Leikskólinn Álfatún er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við
útivistarsvæðin í dalnum. Í leikskólanum er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn
og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for-
ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn,
forráðamenn og leikskóladeild.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
· Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða
uppeldis- og menntunarfræða
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2021.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningavef Kópavogsbæjar.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
Úthlutað verður í ár tæp-
lega 1,6 milljörðum króna úr
Landsáætlun um uppbygg-
ingu innviða og Fram-
kvæmdasjóði ferðamanna-
staða sem gerir kleift að halda
áfram að byggja upp innviði á
ferðamannastöðum. Þetta
kom fram á fundi í vikunni þar
sem Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir ferða-
málaráðherra og Guðmundur
Ingi Guðbrandsson umhverf-
isráðherra kynntu áherslur
ársins í úthlutun fjármuna til
uppbyggingar innviða, nátt-
úruverndar og annars slíks.
Innviðir bættir
Mikill árangur hefur náðst
frá síðustu úthlutun í að bæta
innviði um land allt og auka
getu svæðanna til að taka á
móti ferðamönnum, segir í til-
kynningu. Árið 2020 var metár
með tilliti til umfangs fram-
kvæmda á ferðamannastöðum.
Meðal verkefna sem farið var í
var gerð gönguleiða og bíla-
stæða við Jökulsárlón, kamra
við Dettifoss og fráveita í
Skaftafelli. Þá var haldið
áfram með gerð Heimskauts-
gerðis við Raufarhöfn.
Gert er nú ráð fyrir rúmlega
2,6 milljarða króna framlagi til
þriggja ára, sem rennur til
verkefnaáætlunar Landsáætl-
unar um uppbyggingu innviða
sem gildir fyrir árin 2021-2023.
Alls 85 ný verkefni bætast við
að þessu sinni og sem fyrr er
áhersla lögð á að um sé að
ræða heildstæða nálgun í
gegnum svæðisheildir. Verk-
efni eru nú á áætlun á rúmlega
100 ferðamannastöðum,
-svæðum og -leiðum og ber
helst að nefna fyrirhugaða
uppbyggingu ofan við Öx-
arárfoss með stórbættu að-
gengi í þinghelgina, auk þess
sem lokið verður við göngu-
palla við Dettifoss sem auka
öryggi og aðgengi
Bryggja í Drangey
Hæstu styrkirnir að þessu
sinni eru styrkir til að hanna
og byggja uppgöngu- og hjóla-
stíg frá Svínafelli yfir í þjóð-
garðinn í Skaftafelli, bygging
þjónustuhúss fyrir ferðamenn
við Hengifoss og lokastyrkur
til uppbyggingar við Þrístapa í
Vatnsdal. Alls fá 17 verkefni
styrki sem eru hærri en 20
milljónir króna. Eitt þeirra er
til dæmis gerð flotbryggju í
Drangey á Skagafirði.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvellir Bæta á aðgengi að Öxarárfossi og að þinghelginni.
Framkvæmdir á
ferðamannastöðum
1,6 milljörðum kr. úthlutað
Fjórðungur sveitarfélaga
á Íslandi vinnur nú markvisst
að því að innleiða Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna í
allt sitt starf með stuðningi
UNICEF á Íslandi og félags-
málaráðu-
neytisins.
Þessum
áfanga var
náð í vikunni
þegar sveit-
arstjórar
fimm sveit-
arfélaga
undirrituðu
samstarfs-
samning við
UNICEF á Íslandi og félags-
málaráðuneytið um þátttöku
í verkefninu Barnvæn sveit-
arfélög.
Sveitarfélögin fimm eru
Fjarðabyggð, Hrunamanna-
hreppur, Rangárþing eystra,
Seltjarnarnes og Vopna-
fjarðarhreppur. Fyrr á árinu
bættist Mosfellsbær einnig í
hópinn. Með undirskriftinni í
gær eru sveitarfélögin sem
taka þátt í verkefninu því
orðin 17 talsins og yfir helm-
ingur barna á Íslandi býr í
þeim.
Mikil tímamót
„Undirskriftin er mikil
tímamót þegar við tökum
þetta stóra skref í áttina að
Barnvænu Íslandi. Það er
ánægjulegt að sjá fimm ólík
sveitarfélög hefja vegferðina
í sama skrefi því það undir-
strikar að Barnasáttmálinn
er algildur og öll sveit-
arfélög geta orðið barnvæn,“
sagði Birna Þórarinsdóttir,
framkvæmdastjóri UNICEF
á Íslandi.
Í undirbúningi fyrir undir-
skriftina var leitað til barna í
hverju sveitarfélagi og þau
spurð að því hvað þeim fynd-
ist gera sveitarfélög barn-
væn. Þar nefndu börnin að-
gengi allra að menntun,
vernd gegn ofbeldi, öruggt
heimili fyrir öll börn og góð
leiksvæði. Mörgum barnanna
fannst vanta meira val um
íþróttir. Einnig nefndu þau
að lengja mætti útivistartíma
og bæta umferðaröryggi.
Skýrast kom þó fram að
börnunum finnst miklu
skipta að fá tækifæri til þess
að láta skoðanir sínar í ljós
og að fullorðnir virði þær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Börn Líf og fjör á landsmóti
skáta austur á Úlfljótsvatni.
Barnvænir bæir
Sáttmáli Sveitarfélögin og
UNICEF Álits barna leitað
Birna
Þórarinsdóttir