Morgunblaðið - 28.03.2021, Qupperneq 13
Holuhraun 2014 Talsvert hraun rann í eld-
gosinu í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls.
útgáfunni sagði að þegar fréttin um eldgosið í Vest-
mannaeyjum hafi borist Morgunblaðinu hafi prentvélar
blaðsins verið í fullum gangi við að prenta fyrra blaðið, en
vinnslu við það lauk um miðnætti. Þegar vélarnar hafi verið
stöðvaðar höfðu verið prentuð 17.000 eintök. Var þá for-
síðan tekin upp og síðustu 23.000 eintökin prentuð með
annarri forsíðu.
Ekkert grín – heilagur sannleikur
Í 100 ára afmælisblaðið Morgunblaðsins 1973 rifja þeir
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús
Finnsson, fyrrverandi fréttastjóri, upp þessa viðburðaríku
fréttavakt þegar Heimaeyjargosið byrjaði.
Styrmir segir m.a. frá því að honum sé minnisstætt þegar
„Árni Johnsen hringdi í mig um miðja nótt og sagði að það
væri byrjað að gjósa í Vestmannaeyjum. Og ég hélt að
hann væri að gera grín að mér og tók eiginlega ekki mark á
því fyrst í samtalinu, sem hann var að segja mér. Svo allt í
einu fór ég að gera mér grein fyrir því að hann var að segja
satt.“
Það kom í hlut Magnúsar Finnssonar að skrifa fyrstu frétt
blaðsins um gosið. Hann hafði verið á á innlendri fréttavakt
til klukkan eitt eftir miðnætti og var kominn heim í ró, til þess
eins að vera ræstur aftur til starfa röskri klukkustund síðar.
„Þá hringir Björn Jóhannsson [fréttastjóri] í mig og segir:
Ég skal segja þér það, og ég er ekki að gera grín því þetta er
heilagur sannleikur – það er farið að gjósa í Vestmanna-
eyjum! Og þú verður að fara niðureftir og gera ráðstafanir
því við verðum að skipta út forsíðunni. Ég klæddi mig því
aftur og var nokkuð snöggur að hafa mig til …“
Ekki var mikill tími til stefnu og hendur látnar standa fram
úr ermum. Magnús heldur áfram: „Ég sat við ritvélina og
vélritaði fréttina eins hratt og ég mögulega gat enda skipti
tíminn nú öllu sem aldrei fyrr. Nema hvað Björn er þarna
líka og hann rífur alltaf blaðið úr valsinum jafnóðum og ég
er búinn að skrifa heila línu, og segir mér um leið að halda
bara áfram. Það var svosem ekki þægilegt að hafa ekki
yfirlit yfir það sem komið var, og hafa ekki þá samfellu til
að styðjast við, en það þurfti að setja hverja setningu um
leið og hún var tilbúin því það þurfti hraðar hendur til. Og
á endanum varð það merkilega heilleg frétt sem kom út úr
þessu,“ segir Magnús.
Nýtt blað var tilbúið um fimmleytið að morgni þriðju-
dagsins 23. janúar og í framhaldinu gat prentun hafist, en
offsetprentun var ekki komin og textinn settur í blý. Stór
hluti lesenda Morgunblaðsins fékk því fréttina um eld-
gosið í blaði sínu strax um morguninn. Og aukablað upp
úr hádegi!
Heimaey 1973 Eldgos í túnjaðrinum var það sem Vestmannaeyingar upplifðu aðfaranótt 23. janúar 1973. Meðan bjarminn frá eldinum lýsti upp bæinn voru íbúar giftusamlega fluttir upp á land. Blaðið
var með tvær forsíður þennan dag og aukablað seinna um daginn. Til vinstri má sjá forsíður aðalblaðsins og til hægri forsíðu síðdegisútgáfunnar og forsíðu blaðsins 26. janúar með stórri Eyjamynd.
Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull 2010 Gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars og 14. apríl
hófst gos í Eyjafjallajökli. Öskufall varð verulegt og hafði mikil áhrif á farþegaflug í Evrópu.
Gjálp 1996 Gos varð í september í Vatnajökli
á milli Grímsvatna og Bárðarbungu.
Grímsvötn 2011 Ein virkasta eldstöð lands-
ins með meira en 60 eldgos frá því um 1200.
Geldingadalir 2021 Eldgos hófst í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga á föstudag í síðustu viku og
er það fyrsta gosið á skaganum í um 800 ár. Vel hefur verið fylgst með eldsumbrotunum.
Kröflueldar Þeir hófust með eldgosi í desem-
ber 1975 og til 1984 urðu níu eldgos á svæðinu.
28.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13