Þróttarblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 4

Þróttarblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 4
4 ÞRÓTTARBLAÐIÐ Hótel Staður Skipholti 27, Reykjavík s. (91)26210(91)26477 Staður íþróttafólksins af lands- byggðinni. Tek að mér alla málningar vinnu úti sem inni JÓIM H. ÓLAFSSON MALARAMEISTARI GAUKSHÓLUM 2 SÍMI 74803 Þú skalt ekki byggja hús þitt á sandi heldur úr steypu frá okkur < o STEYPUSTOÐINk 33600 SÆVAR HÖFÐA 4 „Þróttur á framtíðina í mjög efnilegum strákum" „Þaö er auövitaö visst áfall að missa meistaraflokkinn niöur í 2. deild, sér- staklega skapar þaö meiri vinnu viö fjáröflun og nokkur hætta er á aö ein- staka menn freistist til þess að ganga úr liðinu. Sérstaklega eftir að farið er að bjóða mönnum peninga í öðrum her- búðum. En ég er persónulega ekkert hræddur um framtíö meistaraflokks- ins. Þróttur á framtíðina í rosalega góöum strákum, sem koma eftir eitt til tvö ár upp úr 2. flokki.” Þetta segir Ómar. Eins og vant er gneistar af Omari Siggeirssyni, þegar hann lýsir skoðunum sínum. Hann er nú aö hætta eftir fjögurra ára for- mennsku í knattspyrnudeild og ár þar á undan sem varaformaður. Hann er þó ekki aö draga sig í hlé, heldur aö hægja á sér í bili. Bakveiki plagar Ömar, sem verður nú einnig að hverfa úr fagi sínu sem málarameistari um sinn og sýsla viö eitthvað léttara. Þurfum sterka stjórn Þegar Þróttarblaöiö ræddi við Omar lá fyrir aö eingöngu vantaði nýjan for- mann í næstu stjórn deildarinnar. „Þaö eru frábærir menn tilbúnir í slag- inn með nýjum formanni. Ég vil bara ekki finna einhvern í þaö starf. Það er ekki nóg aö eiga stórefnilega stráka í kippum eða reynda úrvalsleikmenn í meistaraflokki. Viö þurfum sterka stjórn til þess aö halda utan um þetta allt.” Síðasta tímabil var það erfiðasta hjá knattspyrnudeild um nokkurt skeiö. Samstarf viö Jóhannes Eövaldsson um þjálfun meistaraflokks mistókst alger- lega. Og hátt í 200 þúsund króna tap varð á rekstri, en árin á undan skiluðu hagnaði. Þegar Jóhannes tók pokann sinn var 4. flokkur karla 5. flokkur karla — segir Ómar Siggeirsson leitaö til Theodórs Guömundssonar, sem áöur var aðstoöarþjálfari meö Ás- geiri Elíassyni. Og Theodór hefur nú veriö ráöinn þjálfari meistaraflokks næsta timabil. Ný tök á þjálfun „Viö höfum eðlilega hugsaö mikiö um þjálfaramál félagsins aö undan- förnu,” segir Ömar. „Kostnaður viö meistaraflokksþjálfara liöa í 1. og 2. deild, bæöi í knattspyrnu og handknatt- leik, er löngu kominn út í algerar öfg- ar. Félög sem starfa á þetta litlum markaði peningalega séð, eins og hér er, ráöa ekkert viö þjálfunarkostnað upp á hálfa til heila milljón króna á ári eöa jafnvel enn hærri. Það er erfitt aö bregöast viö þessu, þegar búiö er að koma svona greiðslum á. Viö erum þó staðráðnir í aö gera tilraun til þess. Ætlunin er aö byggja upp sjálfstætt þjálfaralið innan félagsins, fyrir alla flokka. Félagiö mun þá leggja fram skipulag og sjá um sérstaka menntun þjálfaranna, alger- lega eftir eigin kerfi. Viö erum þegar búnir aö fá sjö menn og ætlum aö fá 3— 5 í viðbót. Ég hef mikla trú á því aö þetta skili okkur langt um betri árangri í náinni framtíð.” Næsta sumar Er Stefnan sett á 1. deild aftur strax næsta sumar? „Stefnan veröur von- andi sú, aö byggja upp ennþá traustari baráttu innan félagsins og ná í fram- haldi af því eðlilegum og þá vonandi góöum árangri í öllum flokkum. Þaö er ekki aðalatriðið aö ná meistaraflokki strax aftur upp í 1. deild, en við munum ábyggilega stefna aö því. Miklu meira máli skiptir að undirbúa þátttöku okkar í 1. deild, þegar viö náum þangaö aftur, þannig, aö Þróttur eigi þangað fullt erindi til frambúðar. Viö höfum verið nálægt þessu mark- miði á undanförnum árum. Viö tókum áhættu í sumar, sem endaði meö skelli. Þannig er þetta í íþróttum. En ég veit það nákvæmlega, aö Þróttur nær fót- festu á toppi íslenskrar knattspyrnu áöur en langt um líður, ef viö notum þann efniviö sem er fyrir hendi í félag- inu.” Þetta segir Omar Siggeirsson.

x

Þróttarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttarblaðið
https://timarit.is/publication/1579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.