Þróttarblaðið - 01.12.1985, Side 12
12
ÞRÓTTARBLAÐIÐ
Verslið
við
hverfisbúðina
Rangá
Skipasundi 56
Sími33402
SÓLBAÐSTOFA
DÓRA
Langholtsveg 128 — Sími: 81512
Höfum opnaö nýja sólbaðstofu að Langholtsveg
128. Við hliðina á Hársnyrtistofu Dóra. Bjóðum
upp á Solana Nova sólbekki með 28. stk. 160 watta
u.v.a. perum, sem innihalda mun minni B geisla
og gefa þær jafnan og brúnan lit án bruna.
Það nýjasta í dag.
FRÁBÆR ÁRANGUR.
Opiö
Mánud,—föstud. 8.00—22.00
Laugardaga kl. 9.00—16.00
Sunnudaga kl. 9.00—14.00
HÁRSNYRTISTOFA DÓRA
Langholtsveg 128 — Sími: 685775
HÁRGREIÐSLU OG RAKARASTOFA
Egill Örn Einarsson heitir
knattspyrnumaöur í Þrótti sem staöið
hefur sig mjög vel í íþrótt sinni undan-
farin ár. Egill er 15 ára gamall og
hefur leikiö 11 landsleiki fyrir Island í
drengjaliöinu og meöal annars veriö
fyrirliöi þess aö undanförnu. Hann fór í
sumar til Parísar í boöi UEFA og er
einn yngsti leikmaðurinn sem leikiö
hefur meö drengjalandsliöinu frá upp-
hafi. Þróttarblaöið ræddi viö hann
fyrir skömmu og viö spurðum hann
fyrst hvernig það atvikaöist aö hann
fór til Parísar á vegum UEFA.
„Þeir hjá UEFA buöu strákum frá
öllum löndum Evrópu og einnig frá S-
Ameríku til Parísar í tilefni af ári æsk-
unnar. Allir sem þarna voru eru í
drengjalandsliöi viðkomandi lands og
því allir yngri en 16 ára. Eg veit ekki
hvers vegna ég varö fyrir valinu hér
heima en þeir hjá KSÍ hringdu bara í
mig og buðu mér að fara og ég tók því.
Viö vorum í París í þrjá daga.
Fyrsta daginn fórum viö í aöalstöðvar
UEFA og skoöuðum okkur um þar auk
þess sem viö litum viö í æfingabúöum
hjá franska landsliöinu sem lék síöan
viö Uruguay tveimur dögum síöar og
viö sáum. Frakkar unnu þann leik 2—0
og var hann mjög skemmtilegur.
Annan daginn skoðuðum viö París,
fórum meðal annars upp í Effelturninn
og Notre Dahm kirkjuna. Viö höföum
að vísu ekki tíma til að fara upp á efstu
hæöina í Effel því þaö tekur svo langan
tíma. Þriöja daginn sáum viö síöan
leik Frakka og Uruguay.”
— Hvenær byrjaðir þú í
knattspyrnunni?
„Ég hef veriö 9 eöa 10 ára. Það voru
nokkrir strákar í mínum bekk sem
voru að fara í fótbolta og þeir plötuöu
mig meö sér til þess aö þeir gætu skipt í
tvö liö. Tryggvi fékk mig síöan til aö
halda áfram aö æfa og síðan hef ég
verið í Þrótti. Þar á ég flesta mína vini
og mig langar ekkert til aö skipta um
félag. Handbolta hef ég æft meö Þrótti
frá því ég var 11 ára.”
— Þú hefur farið víða
með landsliðinu og Þrótti þó
þú sért ekki gamall?
„Já, það má segja þaö. Fyrsta feröin
EGILL ÖRN EINARSSON:
15ára með
11 landsleiki
var til Ungverjalands í maí meö lands-
liöinu og síðan hef ég farið til Noregs
og þá var ég valinn sem fyrirliöi liðs-
ins. Loks fórum viö til Skotlands í
haust. Ég byrjaöi þó á því að fara meö
Þrótti út þegar ég var í 5. flokki. Allar
þessar feröir hafa veriö mjög
skemmtilegar og eftirminnilegar og
maöur kynnist mörgum strákum og
ekki síöur hvernig knattspyrna er leik-
inn þarna úti. Hún er mun betri en hér
heima, þetta er eiginlega hálfgert dútl
hér miðað viö þar. Hjá Þrótti erum viö
til dæmis 15 sem æfum reglulega og
þaö þýðir að allir eru öruggir í hópinn,
menn þurfa því ekki að leggja neitt á
sig frekar en þeir vilja.” Menn veröa
aö fá aö berjast fyrir sæti sínu í liðinu,
þá er allt miklu skemmtilegra og það
er einnig nauðsynlegt ef árangur á aö
veröa góöur.”
— Hver er draumastaða
þín á vellinum?
„Alla vega ekki vörnin þar sem ég
leik núna. Miðjan er skemmtilegust
þar er maður frjálsari og maður er þá
alltaf aö byggja upp en í vörninni er
maöur meira í því að passa einhvern
ákveðinn mann og því mjög bundin.
Besti leikmaður Islands er án efa Ás-
geir Sigurvinsson og Platini er minn
uppáhaldsleikmaður í heiminum.
Hann erfrábær.”
— Hversu oft æfir þú í
viku á sumrin?
„Þaö er misjafnt en þegar maöur
var yngri þá var maður í fótbolta allan
daginn. Síðan fara menn aö vinna og
þá minnkar sá tími sem maður getur
gefið sér í fótboltann. Annars er ég ný-
byrjaður aö æfa gólf og finnst þaö
alveg rosalega skemmtilegt.
Eg hef aðeins einu sinni gert mark í
landsleik og það var meiriháttar furöu-
legt. Viö vorum aö leika við Dani í Nor-
egi og ég tók aukaspyrnu við hliðarlínu
alveg á miðjum vellinum. Ég ætlaöi aö
gefa háan bolta rnn í markteiginn á
Bjarna. Boltinn kom niður, hoppaöi
yfir alla þvöguna og markamðurinn
fraus alveg og inn fór tuðran. Alveg
furöulegt mark.
— Aldrei meiðst?
„Jú, ég hef tvisvar tognaö í baki og í
bæöi skiptin var það í úrslitaleik í
yngri flokkunum. Strákarnir geröu
grín að mér og sögöu aö þaö væri oröin
venja aö ég tognaði í úrslitaleikjum,”
sagöi Egill Örn knattspyrnumaður
framtíðarinnar hjá Þrótti.
Eftirtaldir aðilar
hafa styrkt
Kmttspyrnufélagið Þrótt
vegna útgáfu þessa blaðs:
Siguröur Guðmundsson
Löggiltur endurskoðandi. Sími 84822.
Arnarhóll - veitingahús
Hverfisgötu8-10. Sími 18833.
Akurey h.f.
Byggingaverktaki. Sími 83970.
Heildverzlun Esja s.f.
Sundaborg 1. Sími 687020.
Sparisjóður Reykjavíkur
ognágrennis. Sími 27766.
Jöfurh.f.
Nýbýlavegi 2. Sími 42600.
Marel h.f.
Suðurlandsbraut 32. Sími 686858.
S. Arnason & co.
Vatnagörðum 4. Sími 685044.
Vörumerking h.f.
Dalshrauni 14. Sími 53588.