Þróttarblaðið - 01.12.1985, Síða 15
ÞRÓTTARBLAÐIÐ
15
Skúli Sveinsson: Mbl.
Vanmáttarkennd
eða áhugaleysi
Þaö er alls ekki auövelt verk að út-
skýra slæmt gengi Þróttar í sumar.
Margir halda ef til vill aö þaö væri
hægt aö setja upp lista meö einum 20—
30 atriöum um hvaö heföi verið að hjá
félaginu í sumar en hér á eftir ætla ég
aö ræöa nokkur þau atriöi sem aö mínu
mati höfðu mest aö segja um slæmt
gengi liðsins í knattspyrnunni í sumar.
Þaö sem var áberandi í leik liösins í
sumar var áhugaleysi leikmanna. Þaö
var eins og flestir þeirra hefðu lítinn
eða engan áhuga á aö vinna leiki eöa
eigum viö frekar að segja aö menn hafi
trúaö því áöur en þeir komu í leikinn aö
hitt liðiö væri mun betra og því væri
bara formsatriði aö ljúka leiknum?
Ég er ekki alveg viss um hvort kalla
eigi þetta áhugaleysi eöa vanmáttar-
kennd gagnvart hinum liðunum. Hvort
heldur sem þaö er nú þá tel ég að
meginorsökin fyrir slæmu gengi liðsins
sé að finna í þessum þætti.
Baráttan, sem ekki var fyrir hendi í
liðinu, kom aðeins síöari hluta sumars-
ins eftir að skipt var um þjálfara.
Ástæöan getur veriö aö leikmenn hafi
veriö orönir þreyttir og því hafi
breyting verið nauösynleg. Hver svo
sem ástæöan var þá haföi breytingin
góö áhrif á liöið þó svo það nægði ekki
til aö halda sér í 1. deildinni.
Annaö mikilvægt atriði er án efa
óstöðugleikinn í hópnum, hverjum sem
það er um að kenna. Alls léku 26 leik-
menn fyrir liðið og þar af tíu sem léku
þrjá leiki eða færri. Liö sem nær aldrei
að stilla upp sama liðið tvo leiki í röð
getur ekki náð langt, þaö er alveg ljóst.
Brottför Páls Ölafssonar eftir fjóröu
umferöina hlítur einnig að hafa haft
sín áhrif á leikmenn þá sem eftir voru
því Palli hefur verið aðal markaskor-
ari liösrns í nokkur ár og hann var einn
aöalmaöurinn í liöinu. „Jónsmálið”
svokallaöa gæti einnig hafa haft ein-
hver áhrif á móralinn í liöinu þó svo
mér persónulega finnist það ekki eðli-
legt aö leikmenn séu aö láta slík
leiðindamál hafa áhrif á sig.
Öll þessi atriði hafa trúlega lagst á
eitt um að slá leikmenn Þróttar út af
laginu í sumar. Hvert þeirra er mikil-
vægasti skýringarþátturinn ætla ég
mér ekki að skera úr um hér en eitt er
víst: Þróttarar geta örugglega lært af
mistökum síöasta sumars og því ætti
svona slæmt sumar ekki aö líta dags-
rns ljós á næstunni. Þetta á bæði við um
leikmenn og ekki síður stjórnarmenn
knattspyrnudeildarinnar.
SMARABAKARÍ
Kleppsvegi 152 — Sími 82425
Brauð og kökur
í miklu úrvali
Kransakökur og
veislutertur.
Marsipantertur
— sherrytertur
— Rjómatertur
Opið Virka daga 8 — 18.00
Laugardaga 8 — 16.00
Sunnudaga 9 — 16.00
Eðlisávisiin
Kj örbókareigendur nj óta góðra kj ara hvenær sem þeir leggj a inn.
Þeir sem safna rata á Kjörbókina.
Stefán
Kristjánsson: DV.
Slakur
sóknarleikur
Þegar svara á þeirri spurnmgu
hvers vegna Þrótti hafi ekki vegnað
betur í 1. deildinni í knattspyrnu sl.
sumar koma strax nokkrar ástæöur
upp í hugann.
I mörg ár hefur lið Þróttar verið efni-
legt en aldrei hefur liðiö náö aö spjara
sig sem skyldi. Liöiö hefur sem
kunnugt er verið á eilífu flakki á milli
1. og 2. deildar og aldrei náö að festa
sig í sessi.
Ein af aöalástæöunum fyrir slökum
árangri Þróttarliösins í sumar tel ég
vera mjög slakan sóknarleik liðsms.
Liöinu gekk bærilega aö skora mörk í
fyrstu leikjunum en eftir aö Páll Olafs-
son hvarf á braut til Þýskalands
hrundi sóknarleikur liðsins eins og
spilaborg. Ekki var í herbúðum Þrótt-
ara aö finna arftaka hans. (Sama
sagan er raunar uppi á teningnum
núna í handknattleiknum og hlýtur þaö
aö vera Þrótturum áhyggjuefni aö
meistaraflokkslið félagsms falli bæöi í
2. deild í knattspyrnu og handknattleik
svo til strax eftir að Páll yfirgefur
klakann.)
Enn ein ástæöan fyrir falli Þróttara í
2. deild í sumar er ofríki meöal-
mennskunnar meðal leikmanna liðs-
ins. I liðinu er enginn stjörnuleik-
maður en á hinn bóginn margir
efnilegir en enn of ungir til að gera
stóra hluti. Ef Þróttarar halda rétt á
málunum næstu árin er möguleiki á
því aö liðið geti staðið sig betur en á
síðustu árum. Þróttarar hljóta aö
stefna aö því. Þaö er kominn tími til aö
þetta 35 ára gamla félag láti að sér
kveða í toppbaráttu 1. deildar en það
gerist ekki nema aö ýmsar og miklar
breytingar eigi sér stað.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir