Fréttablaðið - 04.08.2021, Side 20

Fréttablaðið - 04.08.2021, Side 20
ÓLYMPÍULEIKARNIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR Pólska landsliðskonan Joanna Fiodorow keppir í úrslitum í sleggjukasti kvenna á Ólympíuleikvanginum í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hollensku tvíburasysturnar Bregje og Noortje de Brouwer kepptu í listsundi í Ólympíusundhöllinni í Tókýó í gær. Pólski blakleikmaðurinn Fabian Drzyzga harmar ósigur liðs síns gegn Frökkum í fjórðungsúrslitum á ellefta degi Ólympíuleikanna. Portúgalski knapinn Luciana Diniz fór þeysireið á hrossinu Vertigo Du Desert í einstaklingskeppni í stökki. Bandaríska fimleikakonan Simone Biles sneri aftur á Ólympíuleikana og keppti í úrslitum á jafn- vægisslá eftir að hafa dregið sig í hlé vegna and- legra erfiðleika. Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins, var þungur á brún eftir að Þjóðverjar töpuðu í fjórðungsúrslitum gegn Egyptum á Yoyogi-þjóðarleikvanginum í gær. thorgrimur@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKARNIR Síðustu dagar Ólympíuleikanna hafa um margt verið dramatískir. Bandaríska fim- leikakonan Simone Biles dró sig um skeið úr keppni til að hlúa að geð- heilsu sinni en mætti aftur til leiks í gær og vann bronsverðlaun í keppni á jafnvægisslá. Hvítrússneska frjáls- íþróttakonan Krystina Tsimanous- kaja er komin í öruggt skjól og með pólskt landvistarleyfi eftir að stjórn- völd heimalands hennar neyddu hana næstum til að snúa heim. Enn geisar kórónaveirufaraldurinn allt um kring og Japanir hafa neyðst til að framlengja neyðarráðstafanir sínar. Ekkert af þessu hefur þó komið í veg fyrir glæsileg íþróttaafrek og slegin heimsmet. n Dramatískir Ólympíuleikar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.