Fréttablaðið - 04.08.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.08.2021, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar „En sleppur þetta ekki?“ sagði þjónninn eftir að hafa spurt okkur hvernig smakkaðist og ég sýndi honum brenndan græn- metisborgarann. Þetta var fyrir nokkrum árum. Nýverið héldum við hjónin á rómaðan nýjan veitingastað hér í höfuðborginni. Tilefnið var reglulegt stefnumót. Tilhlökk- unin magnaðist eftir að hafa skoðað matseðilinn á netinu. Við mættum á slaginu ásamt f leirum sem höfðu stillt sér prúðbúnir í röð. Eftir dágóða stund var röðin teymd inn í þéttsetinn sal. Hálft kvöldið fór í handadans til að ná athygli þjónsins. Ég var næstum búin með minn drykk áður en maki minn fékk sinn og eftir óralanga bið birtist maturinn. Áður en ég náði að klára réttinn, sem líktist lítið myndinni á vef- síðunni, var diskurinn hrifsaður án þess að nokkur spyrði „hvern- ig smakkast?“. Við álpuðumst heim lúpuleg með upplifun sem var verri en í mötuneyti. Líklega verri en gestir upplifðu á veit- ingastaðnum „Two Panda Deli“ í Pasadena, Kaliforníu, árið 1983 þegar vélmennin Tanbo R-1 og Tanbo R-2 þjónuðu til borðs. Fyrir um þrjátíu árum starfaði ég sem þjónn á Café Óperu. Þar var lögð áhersla á að gestir hefðu ávallt drykk í glösum, greiðan aðgang að þjóni og biðu sem skemmst eftir matnum. Og við spurðum gesti áður en langt um leið „hvernig smakkast?“. Orðið þjónn stóð þá undir nafni, en orðið „waiter“ er upprunnið frá því að þjónn var í biðstöðu til að þjóna gestum sínum. Mér þykir miður þegar veitingastaðir setja mest púður í brass og ljósakrónur, en láta matarupplifun mæta afgangi. Vissulega eru staðir sem stan- dast væntingar, en þeir eru á undanhaldi. Maður verður kannski að sætta sig við að gamli tíminn sé horfinn og „sleppur þetta ekki?“-upplifunin sé tekin við. n Sleppur þetta ekki? FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Straumurinn er í Öskju! Askja • Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík • 590 2100 • askja.is Einföld og örugg hleðsla frá Innogy Með heimahleðslustöð frá Innogy getur þú hlaðið bílinn með einföldum og öruggum hætti. Við erum sérfræðingar í rafbílum og svörum öllum þínum spurningum um allt sem þeim tengist. Kynntu þér málið á askja.is/hledslulausnir Innogy eBox Smart 22kW - Verð 189.000 kr. Virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af hleðslustöð og uppsetningu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.