Hugi : fréttabréf B.S.R.B - 09.01.1976, Blaðsíða 3

Hugi : fréttabréf B.S.R.B - 09.01.1976, Blaðsíða 3
3 1976 - ÁR KJARASAMNINGA Fyrir opinbera starfsmenn fer nú í hönd ár kjarasamninga. óhjákvOTiilegt er að semja strax í ársbyrjun um bætur vegna óðaverðbólgu og sívaxandi rýrnunar kaupmáttar. -Þá er og útrunnið samnings- tímabil "olíusamninganna" og jafnframt lausir samningar bandalagsfélaganna um röðun starfsheita. Ekki voru uppörfandi áramótaveðurhljóðin í stjórnmálamönnum og hagspekingum þeirra. -Hugi vill hins vegar minna á þrjú athyglisverð atriði, Tomahl^oð 1 kassanum. sem áreiðanlega verða á dagskrá í samningaviðræðum a) Hlutur opinberra starfsmanna mun hafa reynst minni en flestra annarra á árinu 1975- b) Samningar háskólamanna, sem stjórnvöld munu vilja telja til fyrirmyndar, boða fráhvarf frá láglaunastefnu. C) ASÍ beitir sér fyrir breyttri efnahagsstefnu í stað kauphækk- ana. Athugum hvert þessara mála örlítið nánar. Meðaltalshækkun 27% áríð 1975 en opinberra starfsmanna 17—18% 1 greinargerð Sambands ísl. sveitarfélaga er að finna eftirfarandi upplýsingar: ^"Á árinu 1975 munu kauptaxtar launþega sennilega hækka um 27$ að j^meðaltali frá árinu áður, en heekkunin er nokkuð misjöfn eftir starf sstéttum. Þannig munu kauptaxtar verkafólks hækka um 53-35$.> jfkauptaxtar iðnaðarmanna um 28$., en kauptaxtar opinberra starfs- Jfmanna aðeins um 17-18$." Að hluta til mun skýring á þessum mismun fólgin í því, að "meðal- tekjur" opinberra starfsmanna eru hærri en samningsbundið kaup annarra án yfirborgana og uppmælingar. Þess vegna sýna "láglaunabætur" lægri prósentu hjá okkur. -En hvað skyldu margir aðrir í raun búa einvörð- ungu að þeirri lágmarkskrónutölu -og ætli bankastjórar séu einu há- tekjumennirnir, sem hafa orðið sér úti um sérstakar launahækkanir ?

x

Hugi : fréttabréf B.S.R.B

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugi : fréttabréf B.S.R.B
https://timarit.is/publication/1582

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.